Færsluflokkur: Menning og listir

Ekki mikið eftir...

Nú árið er liðið og allt það.  Nokkuð magnað og viðburðarríkt ár að baki.  Spennandi ár framundan.  Gaman af því.

Síðastliðin ár hef ég haft þann sið að kjósa mann ársins.  Þann einstakling sem að kom sterkur inn í líf mitt á árinu og ég tel á þessum tímamótum að eigi eftir að skipa sess í minni framtíð.  Á meðal þessara einstaklinga má telja eðalmenni eins og Lyga, Kolbein Proppé, Kalla Newman og Hannes. 

Maður ársins að þessu sinni er sá einstaklingur sem að gerði mér lífið léttara á erfiðum tíma í útlegðinni góðu:  Ólafur Steinn Ingunnarson.  Takk fyrir allt Óli minn.

 Öðru góðu fólki óska ég alls hins besta á árinu sem að senn í gengur í garð, Vondu fólki óska ég einskis.


Jólin eru...

JÓLIN ERU AÐ KOMA! sungu Rúnk á bestu íslensku jólaplötunni Jólin eru... . Og það er rétt hjá þeim. Jólin eru að koma.  Ég er engan veginn tilbúinn, á eftir að gera svo að segja allt.  Hvort sem er að kaupa jólagjafir, jólamat, jólatré (stórt), jólavín, jólaföt ég á meira að segja eftir að kaupa meira jólaskraut (6000 kallinn í IKEA dugði skammt). Já ég á eftir að kaupa fullt. Kaupa, kapa kaupa.

Ekkert stress samt. Tek þessu með ró. Ef að eitthvað gleymist eða klikkar, Fokk it.  Það skiptir nákvæmlega engu máli hvort að rétt sé raðað í sokkaskúffuna eða hvort að hver einasti fersentimeter íbúðarinnar hafi veið bleyttur sápuvatni, hvort að það séu rjúpur eða einhver annar dauður fugl, malt og appelsín, appelsín og malt.  Jólin koma.

Það sem meira er, Vala er að koma.  Lendir á Þorláksmessu.  Af því tilefni (í bland við hátíðlegar sólstöður) verðu opið hús að Snorrabraut 35a.  Jólaglögg, piparkökur og stuð.  Samkvæmið byrjar seinnipartinn og endar fyrripartinn (allir í fríi daginn eftir!).  Þannig að ef einhver er í jólastemmingsrölti á laugarvegi og langar í brjóstbirtu í góðravina hópi, ekki hika við að kíkja við.

Hó hó hó!

(það er með óendanlegri gleði í hjarta sem að ég bendi á að þetta eru fyrstu jólin í tæp tíu ár sem að ég fer ekki í búninginn góða!) 


GG að hverfa!

Ég vill benda áhugasömum um líkamsþingd Gunnars Gunnarssonar vinar míns á þessa síðu: Baldur the movie.

Drengurinn er að undirbúa sig fyrir kvikmyndahlutverk í kína og það beinlínis hrynja af honum kílóin.

Go Gunni!


Aftur

Úti er rok og rigning.  Mér finnst það frábært.  Mér finnst frábært að sitja inni og heyra í veðrinu dynja á rúðunum.  Mér finnst jafnvel betra að fara út og finna regnið og rokið dynja á andlitinu á mér.  Ég verð eitthvað svo mikill Íslendingur.  Ég finn fyrir blóði forfeðranna.  Finn hvernig þeir börðust yfir snævi þakktar heiðarnar í leit að betra lífi.  Ég ferðast langt aftur.  Ég samsama mig við fortíðina.  Ég finn örvæntingu þeirra og erfiði.

þó svo að ég sé bara á Laugarveginum á leið heim af Ölstofunni.


I´m back!

karolvell vell vell.  Loksins kominn norður, tæpum sólarhring á eftir áætlun.  Helvítis rok.  Beið í auka klukkutíma á vellinum sem að var fínt þar sem sú bið gaf mér færi á að drekka aðeins úr mér flughræðsluna.  Ég get ekki farið upp í flugvél án þess að fá mér allavega einn.  Helvíti heppileg sjálfslygi ef að maður pælir í því.

Nú sit ég á fyrrum heimavelli, Karólínu.  Ég gat ekki annað en brosað þegar ég labbaði inn.  Ekkert hefur breyst nema hin jafnljótu listaverk á veggjunum.  Vantar bara Palla Rokk og Óla Stein.

Framundan er ferð á listasafnið, út að borða á Strikið, leikhús og fyllerí á Karólínu.  Annað er nefnilega ekki að gera á Akureyri.

(ég fer ekki í sund)

 

Þetta er Vignir Rafn Valþórsson sem talar frá Karólínu, Akureyri.


Rok og myrkur

Um daginn var ég þess heiðurs aðnjótandi að horfa á hina umdeildu þætti Þjóð Í Hlekkjum Hugarfarsins sem að rúv framleiddi árið 1993.  Glans-allir-úti-að-raka-með-skotthúfur-myndin af íslensku bændastéttinni var skotin niður.  Með vélbyssu.  Ótrúlega áhugaverðir þættir sem að gerðu allt vitlaust hér um árið, skiljanlega.  Það eru því miður afar litlar líkur á að þetta verði endursýnt því að þetta er mjög áhugaverður vinkill á íslandssöguna.  (Guðni myndi ekki meika það)

Við vorum svo fokkt.

Ég flýg til Akureyrar á morgun (vonandi) það er spáð stormi.  Sem að ætti bara að gera flugferðina áhugaverðari og skemmtilegri.  Það er ekkert jafnskemmtilegt og að taka á loft í lítilli flugvél í miklum vindi nema þá kannski þegar maður lendir (vonandi).


...af dögum mínum.

Tónleikarnir voru geggjaðir.  Alblóðugir rokkuðum við af öllum mætti.  Viðtökur frábærar.  Reyndar labbaði helmingurinn út en það voru bara víólu og flautuleikarar.

Baðstofan byrjaði í dag.  Framundan er að hella sér af öllum krafti í átjándualdarviðbjóðinn og læra rýmur og "dansa".

Höfuðstaður Norðurlands mun heiðra mig með nærveru sinni um næstu helgi.  Hvern hefði grunað fyrir tæpu ári að ég ætti eftir að borga fyrir að fara til Akureyrar...


Biðin á enda!

 

S I Ð R O F 

Tónleikar á föstudaginn 7. des.  Sölvhólsgötu 13.  kl. 22.00.  Allir velkomnir.

Þetta verður geðveiki.


FOKKFEIS!!

Ungmennafélag Musteris Íslenskrar Tungu (UMF MÍT) gjörsigraði lið Borgarleikhússins 1-0 í æsispennandi leik í gærkvöldi.  Það var enginn annar en dvergastjórinn Gunnar Helgason sem að skoraði sigurmarkið, með skalla!

UMF MÍT liðar mættu til leiks í spánýjum, sérmerktum, íþróttabúningum meðan Borgarleikarar álpuðust ómerktir og lógólausir um völlinn. 

En eitt er allavega víst: UMF MÍT er komið til að vera!


Rokk & Jól!

Ég er að fara á æfingu.

 

tónleikar á föstudaginn.

 

...því ég er bara pönkari með hund!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband