Jæja, þá er það komið á hreint. Eftir tíu daga mun ég standa með tárin í augunum og horfa uppá fallegasta mannvirki í heimi. Sjónvarpsturninn á Alexanderplatz.
Bókuð hafa verið stefnumót við ekki minni menn en Hamlet, Bubba Kóng og Nick Cave.
Menning og listir | 10.5.2008 | 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Menning og listir | 22.4.2008 | 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagskvöldið 22. maí 2008 gæti orðið stórkostlegt.
Dig yourself.
Menning og listir | 22.4.2008 | 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá Ljóti loks sýndur. Viðtökur framar vonum. Allir sem komið hafa mjög ánægðir, allt frá flippaða MHingnum (18) til Kalla Gúm (180).
Þórhildur "mér er gróflega misboðið, Arnar komdu!" Þorleifs virtist sátt sem og aðrir frumsugestir (bara ein rauðvínslegin hefðarfrú sem að dottaði).
Allir á Ljóta.
Menning og listir | 8.4.2008 | 04:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Menning og listir | 8.4.2008 | 04:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Berlín búin. Allt var frábært fyrir utan slydduna. Kastorf klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og Símon stóð uppúr í sinni sýningu. Pabbi fýlaði White Trash og við bræðurnir sigruðum Marakó fyrir Íslands hönd í fúsball.
Annars var ekki jafn gaman að koma niður í æfingahúsnæðið okkar og sjá að óprúttnir náungar hafa nýtt sér að gleymst hafði að læsa hurð inní rýmið okkar. Ránsfengur þeirra samanstóð af íslenska fánanum, kóki úr ísskápnum, hálftómum verkfærapoka og útvarpi í formi Kellogg´s hanans. Vitað er að þetta er innanbúðarfólk og er fyrirhuguð rannsókn.
Verst þykir mér að missa fánan minn. Þetta skýrasta merki Íslands fékk ég í körfuboltamannapartýi í húsi Vinnuskóla Kópavogs fyrir mörgum árum. Hann fékk svo að hanga á svölunum mínum á hótel Benebeach í þrjár vikur á Benedorm ´97, Hann hékk á veggnum heima hjá okkur Lyga þegar við bjuggum í Lundi veturinn 2001, Hann hefur bæði blakkt á Anfield og Camp Nou, Hann gegndi hlutverki rúmteppis þegar ég bjó á Ljósvallagötunni fyrsta árið í leiklistarskólanum, Hann sá til þess að allir á Hróaskeldu 2001 og 2 sáu að þar voru íslendingar á ferð, Hann forðaði okkur völu frá því að hnýsnir nágrannar gætu kíkt á okkur fyrstu nóttina í íbúðinni okkar, Hanns síðasta verk var svo að taka þátt í leiksýningunni Penetreitor hér um árið...
...en ég held í vonina að þessi listi muni lengjast.
Menning og listir | 25.3.2008 | 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá er komið að því. Loksins.
Áður en sólarhringur er liðinn mun ég standa á Alex og horfa dolfallinn á fernseturninn í öllu sínu veldi. Ég get ekki beðið.
Ferðin hefur öll verið plönuð. Efnisyfirlitið tekið eins og það leggur sig, kryddað með skemmtilegum börum og furðulegum búðum. Allt frá Sovét-minnismerkinu til Ku´damm.
Tvær leikhúsferðir hafa verið bókaðar. Fjölskylduferð á Breaking News með Rimini Protokoll þar sem Símon Birgisson vinur minn fer víst á kostum. Það er svo auðvitað ekki hægt að fara til Berlínar án þess að kíkja í Volksbuhne og höfum við bræðurnir fest kaup á miðum á Fuck off, Amerika í leikstjórn Castorfs sjálfs. Byggt á bók eftir rússneska brjálæðinginn Edward Limonow. Jonathan Meese með leikmynd. Getur ekki orðið annað en áhugavert. Annars förum við bara í Lúdó á Yesterday.
Annað gleðiefni er að Egill frændi minn ætlar að heiðra Berlínarborg með nærveru sinni yfir hátíðarnar.
Ekki amalegir dagar framundan. (skítt með rigninguna og krónuna!)
Menning og listir | 19.3.2008 | 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Menning og listir | 18.3.2008 | 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ég þoli ekki vesen. Ef að allir myndu sleppa öllu veseni þá væri þetta allt miklu auðveldara. Þá væri þetta bara...
...ALLT Í GÓÐU LAGI.
Menning og listir | 14.3.2008 | 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
jæja. jæja.
Enn ein löng pásan frá skrifum. Ástæðan? Sú sama og áður, hvorki haft löngun né tíma.
Síðasta mánuð hef ég lifað viðburðarríku og stórskemmtilegu lífi. Frá átta um morguninn til 12 um kvöldið hef ég verið í stanslausri vinnu. Hverri annari skemmtilegri. Ríkið, Ljóti, Ríkið, MH.
MH sýningarnar að klárast, viðtökur framar vonum, án efa besta menntaskólasýning sem að ég hef séð (eða allra tíma).
Ríkið verður fyndið. Kannski mjög fyndið. Handritið er ekki gallalaust en leikhópurinn er það.
Slagurinn við þann ljóta er farinn að bera árangur. Lausnin var sú að hætta að berjast á móti og ganga einfaldlega í lið með þýskaranum og sneika okkar hugmyndum inní á laun. If you cant beat them, join them.
Lókal líka búið. Stórkostlegasta einkaframtak sem sést hefur hér á landi síðan Airwaves. Við reyndum að taka þátt í partýinu og skelltum í eina sýningu. Á sunnudaginn leiklásum við (H)art í Bak eftir Jökul Jakobsson í 10 klukkutíma, stanslaust. Strax á fyrsta klukkutímanum fékk ég ótrúlega vellíðunartilfinningu um allan líkaman. Tveir leikarar stóðu með handritin sín úti í horni og neyddust til að öskra línurnar sínar til að yfirgnæfa lætin sem bárust frá meðleikurum þeirra sem að voru annars vegar að smíða kofa í leikmynd og hinsvegar að semja upphafslag á gítar og píanó. Snilld. Síðasta klukkutíman hafði önnur, ekki síðri tilfinning, heltekið líkama minn.
Þarna voru ungir listamenn að gera eitthvað nýtt. Ekki í þeim skilningi að annað eins hafi aldrei verið gert áður, heldur höfðum við aldri gert þetta áður og í ljósi þess hve vel þetta heppnaðist verður þetta fljótlega endurtekið.
Þá ætlum við tækla sólarhring.
Menning og listir | 13.3.2008 | 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)