Fullt búiđ...Allt ađ gerast.

jćja. jćja.

Enn ein löng pásan frá skrifum.  Ástćđan?  Sú sama og áđur, hvorki haft löngun né tíma.

Síđasta mánuđ hef ég lifađ viđburđarríku og stórskemmtilegu lífi.  Frá átta um morguninn til 12 um kvöldiđ hef ég veriđ í stanslausri vinnu.  Hverri annari skemmtilegri.  Ríkiđ, Ljóti, Ríkiđ, MH.

MH sýningarnar ađ klárast, viđtökur framar vonum, án efa besta menntaskólasýning sem ađ ég hef séđ (eđa allra tíma).

Ríkiđ verđur fyndiđ.  Kannski mjög fyndiđ.  Handritiđ er ekki gallalaust en leikhópurinn er ţađ.

Slagurinn viđ ţann ljóta er farinn ađ bera árangur.  Lausnin var sú ađ hćtta ađ berjast á móti og ganga einfaldlega í liđ međ ţýskaranum og sneika okkar hugmyndum inní á laun.  If you cant beat them, join them.

Lókal líka búiđ.  Stórkostlegasta einkaframtak sem sést hefur hér á landi síđan Airwaves.  Viđ reyndum ađ taka ţátt í partýinu og skelltum í eina sýningu.  Á sunnudaginn leiklásum viđ (H)art í Bak eftir Jökul Jakobsson í 10 klukkutíma, stanslaust.  Strax á fyrsta klukkutímanum fékk ég ótrúlega vellíđunartilfinningu um allan líkaman. Tveir leikarar stóđu međ handritin sín úti í horni og neyddust til ađ öskra línurnar sínar til ađ yfirgnćfa lćtin sem bárust frá međleikurum ţeirra sem ađ voru annars vegar ađ smíđa kofa í leikmynd og hinsvegar ađ semja upphafslag á gítar og píanó.  Snilld.  Síđasta klukkutíman hafđi önnur, ekki síđri tilfinning, heltekiđ líkama minn.

Ţarna voru ungir listamenn ađ gera eitthvađ nýtt.  Ekki í ţeim skilningi ađ annađ eins hafi aldrei veriđ gert áđur, heldur höfđum viđ aldri gert ţetta áđur og í ljósi ţess hve vel ţetta heppnađist verđur ţetta fljótlega endurtekiđ. 

Ţá ćtlum viđ tćkla sólarhring. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband