5 against one

Ég stend í baráttu þessa dagana.  Baráttu við Þann Ljóta.  Með mér í baráttunni eru 4 vinir mínir.  Fimm á móti einum hljómar kannski óréttlátt en er það ekki.  Í upphafi héldum við að þetta yrði létt verk.  Við vorum búin að fra saman uppí bústað og greina verkið samkvæmt kerfi guðspjallsins og allar drýfandi hindranir, innkomandi baráttur og ásetningar komnir á hreint. 

En svo fórum við út á gólf.

Ég hef aldrei á mínum stutta ferli lent í annari eins baráttu við leikrit.  Ef að við höldum að við séum komin með þetta kemur Mayenburg aftan að okkur og slátar því.  Ég sá uppfærslu á þessu verki í haust í Young Vic og fannst ekki gaman.  Ekkert gert við verkið, bara þurr upplestur.  Svo komst ég að því að bresku kollegar mínir höfðu haft mjög háleitar hugmyndir um hvernig ætti að fara að en kastað þeim öllum undir lokin.  Þeir sem sagt gáfust upp í slagnum og játuðu sigur þess þýska.

En það ætlum við ekki að gera.

 

...líklega ekki.


Lifandi.

Jæja.

Töluvert síðan síðast.  Hef einfaldlega hvorki fundið þörf né vilja til að skrifa eitthvað.  Virðist vera að ganga.  Víkingur er hættur (eða ekki).

Annars hefur helvíti mikið gerst síðan síðast.  Ber þar hæst frumsýning Baðstofunar í Kassanum.  Konan Áður er búin sem og Gott Kvöld, æfingar á Sá Ljóti byrjaðar og tökur á sketsaþáttunum Ríkið einnig, frumsýning Leikfélags MH nálgast óðfluga og húsnæðismál Vér Morðingja eru komin á hreint.

Sem sagt allt að gerast.

(bestu dæmin um það hljóta að vera þau að Kastró er hættur og Jón Viðar hitti naglan á höfuðið í tveim síðustu ritdómum!)

 


Na,na,na,na,na,na,na,naa...

BERLÍN!

Þetta verða góðir páskar.

 

 


Bóndadagurinn

Sjónvarp, bíó, húsnæði og styrkur.

Góður dagur fyrir meðlimi Vér Morðingja.


Heimskborgarinn

egill_fokkthor

Þetta finnst mér sniðugt.  Ég mæli líka með að fólk fari inn á eyjan.is og lesi makalaus skrif blöðruselsins rauðsprengda þann 15. janúar og umræðuna sem að fylgdi í kjölfarið.


Síðasti naglinn?

Ég er búinn að sjá bæði Ivanov og Brúðguman.  Brúðguminn var bráðskemmtilegt fílgúdd verk, með yndislegum senum, góðum bröndurum og frábærum leik.

Ivanov var ekkert af þessu.  Fyrir utan leikinn.

Ivanov er leiðinlegt leikrit og því miður var sýningin næstum jafn leiðinleg.  Næstum.  Leikararnir standa sig allir með príði og eru nokkrir þarna sem sýna einfaldlega snilldar tilþrif.

Semsagt bíóið frábært en leikhúsið leiðinlegt.

Oó!

Aðstandendur sýningann hafa nefnilega verið að hvetja fólk í bíó OG í leikhúsið.  Þá gætu svarsýnustu menn sett saman þá kenningu að "hinn almenni áhorfandi" fari í bíó, skemmti sér vel, fari svo í leikhúsið og drepleiðist.  Labbi svo út úr Musterinu ákveðnir í að næstu 3000 kallar fari frekar í vasa Árna Samúelssonar.

Vonandi ekki samt. 

 

 

Leikhúsið er dautt, lengi lifi leikhúsið.

 

 


Ekki mikið eftir...

Fyrir áhugasama bendi ég á að fáar sýningar eru eftir á leiksýninguna Konan Áður.

sýnt í Þjóðleikhúsinu.


Virðing Fíflsins

Ég hef að sjálfsögðu fylgst með stóra-Jóns-Viðars-málinu.  Og hef gaman af.  Það er eitt sem að ég hef hoggið eftir og hljómar alltaf jafn undarlega, en það er þegar fólk (Reynir Trausta) talar um Jón Viðar sem virtan gagnrýnanda. 

Ég hef ekki hitt eina einustu leikhúsmanneskju sem að ber virðingu fyrir Jóni Viðari sem gagnrýnanda. 

Sem Fræðimanni, kannski.  Sem gagnrýnanda, ekki einn.


As-salaamu alaikum!

Litli bróðir minn er múslimi.

 

Toppaðu það.


kalt og blautt í myrkrinu.

Jólin búin og Vala farin en rigningin heldur áfram.

En skaupið var gott, eiginlega frábært, og vinnan er byrjuð á ný.  Það er gaman.

Og svo fer bara bráðum að vora...

 

...Yeah right.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband