Til þeirra er málið varðar.
Um daginn átti ég afmæli. Stórafmæli. 30.
Þeir sem að þekkja mig vita að mér finnst gaman að eiga afmæli. Mér finnst líka gaman að halda upp á þau. (núna hugsa kannski sumir um jólin...)
Glöggir lesendur átta sig á að ekkert slíkt hefur verið gert í ár.
Ekki örvænta, það kemur. Í þrjátíu skipti hef ég þurfta að sætta mig við að stór hluti þeirra sem að ég vill sjá í veislunni minni eru vant við látnir. Allir í sólinni.
Ákvörðun hefur því verið tekin. Þessum áfanga í lífi mínu verður fagnað þegar sólin er farin í frí.
Dagskrá og staðsetning auglýst síðar.
virðingarfyllst, Vignir Rafn
p.s. Mig langar í trommusett.
Menning og listir | 25.7.2008 | 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helginni eyddi ég á Seyðisfirði. Og í bíl. Sól, bjór, list og fullt af nýjum vinum. Mjög gaman. Hef lagt inn formlega umsókn um þáttöku á næsta ári.
Í á leiðinni heim vorum við bílstjórinn og Hrafhildurnar í aftursætinu sammála um að tónleikar FM Belfast hafi verið hápunkturinn, Skrýtnast var þegar Jón Atli fór uppá stól og söng einhverskonar afmælislag fyrir Gísla Galdur (mjög fallegt eflaust ef að Galdurinn hefði átt afmæli), við fundum ekkert leiðinlegast.
Framundan er veturseta á malbiki.
p.s. Sex - eitt !!
Menning og listir | 21.7.2008 | 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég á afmæli 14. júlí. Þá verð ég þrítugur.
Af því tilefni ætla ég á fótboltaleik. Briðablik - HK.
Áður en ég fer á leikinn ætla ég að drekka bjór heima hjá mér. Þér er boðið.
Uppúr fimm á Snorrabraut 35a. Bjór og svo allir á leikinn. Klædd í grænt.
Mættu. Þetta verður geðveikt.
Menning og listir | 13.7.2008 | 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kominn heim.
tæpir tveir mánuðir.
Berlin, Wiesbaden, Brussel, Amsterdam, Duisburg, Kaupmannahöfn, Lundur, Hróaskelda, Kaupmannahöfn.
Allt skítugt. Peningurinn búinn. Líkaminn í messi. Hausinn fullur. Hjartað berst.
Lífið að byrja...
Menning og listir | 9.7.2008 | 21:15 (breytt kl. 21:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Menning og listir | 24.6.2008 | 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
'Eg tok lest inni Austrid i gaer. Tilgangur ferdarinnar var heimsokn i velfalda breska bokabud. Notadar baekur fylltu holf og golf. Fatt fallegra en staflar af gomlum bokum. Eg thefadi upp tvaer godar. Adra um Skoska leikritid, hina um mannin sem ad tok ekkert alvarlega, ekki einu sinni Skoska leikritid, Alfred Jarry. Fokdyrar, en eiga eftir ad koma ad godum notum er fram lida stundir.
Stefnan var svo tekin a kunnuglegri slodir. Eg akvad ad labba endilanga Karl Marx Alle. Gatan er thekktust fyrir ad eftir somu slod fetadi Raudi herinn sig, hus ur husi, i att til sigurs vorid 45. Sovet menn byggdu hana svo upp i tipiskum rjomakok montrassa styl. Gafu henni nafnid Stalin Alle. Keyrdu svo eftir gotunni med erlenda gesti "sja, hvad allt er gott i Austrinu"
Eg lagdi land undir fot. Fernsheturninn min polstjarna. Heidskyrt og maelrinn syndi taepar 30. Ekki mitt vedur.
Eg verd ad vidurkenna ad leidinlegri gotu hef eg aldrei gengid. Nakvaemlega ekkert sem ad gladdi augad eda veskid. Fyrir utan eina bjorbud med oteljandi tegundum {Helgi Svavar hefdi fengid standpinu} Eg valdi einn af faum sem voru i kaeli. LAGERBIER HELL. Fannst thad einhvernveginn videigandi. Vid enda gotunar var brjostmynd af gamla, Karl Marx 1818 1883. Skeggjadur, steinrunninn a svip og lit. Thad eina sem ad mynti a lif vorum taumar af hvitum fuglaskit sem ad runnid hofdu nidur andlitid. Svipurinn einsog hann vildi segja "Ekki horfa a mig, eg kom ekkert nalaegt thessu"
Menning og listir | 6.6.2008 | 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, jæja.
Hér í höfuðborginni er gott að vera. Það er reyndar alltof heitt og alltof mikil sól fyrir mann eins og mig. Síðustu tvo daga hef ég því stungið af úr fallegum skarkala stórborgarinnar og skellt mér á ströndina. Bussl í sjó og hangs í sandi (sem að nú leynist allstaðar í öllu sem að ég á og er) er bara dáldið góð leið til að eyða lífinu. Gott ef að ég hafi ekki bætt sólbaðsmetið frá því á Bene 97 um allnokrar mínútur.
Þegar sólin svo sest eru skuggarnir kannaðir. Síðasta laugardagskvöld var ég dreginn á stærsta teknóbarinn hér í borg (mjög stór) þar losaði ég mig talsvert magn af svita umvafinn strópljósum, reyk og útúrdópuðum þjóðverjum sem einhverra hluta vegna öskruðu og blístruðu eins og óðir menn. Helvíti gaman reyndar. Hélt nefnilega alltaf að teknó væri leiðinlegt en komst að því þarna um kvöldið að teknó er ekki bara teknó (ekki frekar en að rokk sé bara rokk) underground industrial teknó er rokk frekar en teknó. eða eitthvað.
Leikhúsferðirnar eru orðnar allnokkrar. Draumurinn eftir Shakespeare í leikstjórn Ostermaier og Constönsu Makras stendur uppúr (átti að vera í Borgó núna). Eitt mjög undarlegt hefur hent okkur leikhúsfólkið ítrekað en það er að einhverja hluta vegna erum við alltaf á sömu skemmtistöðum og leikarar sem að við höfum verið að horfa á. Höfum við þá iðulega tekið íslendinginn á þetta, drukkið okkur uppí það að fara og þakka fyrir vel unnin störf og lauma því svo að að við séum frá íslandi, þá er björninn venjulega unninn. Til að mynda á ég góðan séns í einn heitasta leikara Berlínar um þessar mundir, Brono Catomas. Hann er svona blanda af Gunna Gunn og Kára Halldóri. Slæ kannski til.
Ýmislegt annað hefur svo dregið á daga mína hér í borg eins og fundur með Mayenburg, stelpur og ég á móti strákum í strandblaki á Alexanderplatz, Ludoæði og tónleikar með Mugison....Önnur saga.
Framundan er svo alltof mikil sól, áfengis og listaneysla, EM, Vín (og vín), Wiesbaden, Hróaskelda og gleði....
Úff, þetta líf.
Menning og listir | 3.6.2008 | 13:20 (breytt kl. 13:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er klukkan að detta í sjö.
Nick Cave var að hefja upp raust sína í Tempeldom tónleikahöllinni í Berlín.
Ég er ekki þar. Ég er heima.
Ég er samt ekkert fúll.
Júróbandið alveg að byrja og svona...
Menning og listir | 22.5.2008 | 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sumar mitt hefur verið kortlagt. Í stað vikutímans í Berlín sem hvarf svo skyndilega er komið plan á feitan rúnt um stóran hluta þriðja ríkisins.
Ferðin hefst laugardagskvöldið næsta með skemmtilegasta drykkjuleik í heimi í partýi í 101 og endar í annarskonar drykkjuleik í smábæ á Sjálandi.
Í millitíðinni er planað að eyða nokkrum vikum í Haupstadt, Kíkja á leiklistahátíð í Vín þar sem EM stemmingin verður drukkin í sig, því næst verður Wiesbaden hátíðin tekin með trompi, tæpar tvær vikur verða svo nýttar til að koma sér niður til Hafnar (líklega með góðum stoppum í Be-Ne) Herlegheitunum verður svo slúttað á Hróaskeldu í steikjandi hita og vitleysu.
Með í för verða góðir vinir og enn betri kunningjar.
Það er bara að vona að þessi sigurför okkar um svæðið fari betur en áður hefur verið á reynt.
Menning og listir | 22.5.2008 | 03:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ferð til berlínar og til baka: 40.000 kr.
Miði á Nick Cave: 40
Miði á Hamlet: 30
Miði á Bubba Kóng 30
Að slaufa þessu öllu fyrir eina æfingu á Baðstofunni: PRICELESS
Menning og listir | 16.5.2008 | 04:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)