What happens in Berlin, stays in the blackout.

Jæja, jæja.

Hér í höfuðborginni er gott að vera.  Það er reyndar alltof heitt og alltof mikil sól fyrir mann eins og mig.  Síðustu tvo daga hef ég því stungið af úr fallegum skarkala stórborgarinnar og skellt mér á ströndina.  Bussl í sjó og hangs í sandi (sem að nú leynist allstaðar í öllu sem að ég á og er) er bara dáldið góð leið til að eyða lífinu.  Gott ef að ég hafi ekki bætt sólbaðsmetið frá því á Bene 97 um allnokrar mínútur.

Þegar sólin svo sest eru skuggarnir kannaðir.  Síðasta laugardagskvöld var ég dreginn á stærsta teknóbarinn hér í borg (mjög stór) þar losaði ég mig talsvert magn af svita umvafinn strópljósum, reyk og útúrdópuðum þjóðverjum sem einhverra hluta vegna öskruðu og blístruðu eins og óðir menn.  Helvíti gaman reyndar.  Hélt nefnilega alltaf að teknó væri leiðinlegt en komst að því þarna um kvöldið að teknó er ekki bara teknó (ekki frekar en að rokk sé bara rokk) underground industrial teknó er rokk frekar en teknó. eða eitthvað.

Leikhúsferðirnar eru orðnar allnokkrar.  Draumurinn eftir Shakespeare í leikstjórn Ostermaier og Constönsu Makras stendur uppúr (átti að vera í Borgó núna).  Eitt mjög undarlegt hefur hent okkur leikhúsfólkið ítrekað en það er að einhverja hluta vegna erum við alltaf á sömu skemmtistöðum og leikarar sem að við höfum verið að horfa á. Höfum við þá iðulega tekið íslendinginn á þetta, drukkið okkur uppí það að fara og þakka fyrir vel unnin störf og lauma því svo að að við séum frá íslandi, þá er björninn venjulega unninn.  Til að mynda á ég góðan séns í einn heitasta leikara Berlínar um þessar mundir, Brono Catomas.  Hann er svona blanda af Gunna Gunn og Kára Halldóri.  Slæ kannski til.

Ýmislegt annað hefur svo dregið á daga mína hér í borg eins og fundur með Mayenburg, stelpur og ég á móti strákum í strandblaki á Alexanderplatz, Ludoæði og tónleikar með Mugison....Önnur saga.  

Framundan er svo alltof mikil sól, áfengis og listaneysla, EM, Vín (og vín), Wiesbaden, Hróaskelda og gleði....

 

Úff, þetta líf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að sjá að þú ert að njóta þín Viggi minn :) vona að þú eigir enn yndislegri tíma framundan..

María M (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband