Færsluflokkur: Menning og listir
Við Geir Ólafsson vill ég segja það sama og indíáninn sagði við Wayne:
"If you book them, They will come"
Menning og listir | 2.7.2007 | 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rakst á Þetta. Rifjar upp eitt skemmtilegasta matarboð sem haldið hefur verið.
Annars er fullt af misgóðu íslensku efni inná youtube. Magnað að sjá hversu húmorinn hefur breyst á stuttum tíma. Gaman verður að sjá hvernig skemmtiefni eftir nokkur ár verður (wink, wink)
Menning og listir | 28.6.2007 | 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það verslunarlega gat sem að myndaðist í lífi mínu þegar Afríkubúðin á Laugarveginum lokaði hefur loksins verið fyllt, með Bollywoodbúðinni á laugarveginum. Þarna er komin viðskiptahugmynd sem getur ekki klikkað.
Sem sagt: Út með allt Afródótið úr stofunni og inn með Bollywooddótið.
Menning og listir | 27.6.2007 | 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Setjumst niður fyrir smáveldið" var sungið á Kópavogsvelli í gær með tilhæfandi líkamstilburðum. Breiðablik - HK. Ég hef aldrei á æfinni farið á jafn skemmtilegan íþróttaviðburð. Þetta var geðveikt. Eini fótboltaleikurinn sem að ég settist aldrei allan leikinn. Stóð allan tíman og söng allan tíman.
Reyndar hefðu lögin mátt vera meira um að hvetja grænu strákana inni á vellinum frekar en að vera beint að rauðu strákunum hinum megin í stúkunni. Athyglin virtist beinast til vinstri frekar en beint áfram hjá mörgum. Allavega sá drukkni unglingurinn með offituvandamálið sem að stóð við hliðina á mér ekki mikið af leiknum og var farinn að syngja "Áfram vóÓvó!" af því að "það hljómar hvort eð er þannig inní þvögunni" sagði hann og skrýkti.
Sem betur fer vann Breiðablik. Það er mjög erfitt að tapa fyrir HK. Ég á nefnilega svo erfitt með að skilja af hverju einhver sem að er alin upp í Kópavogi geti haldið með HK. Það er algerlega ofar mínum skilning. Sök sér þeir sem að eru svo óheppnir að alast upp í kverfi sem að HK hefur yfirtekið, en jafnaldrar mínir?! Fáránlegt (Jafnvel þótt að þeir hafi verið í ÍK)
ÁFRAM BREIÐABLIK!
Menning og listir | 27.6.2007 | 10:54 (breytt kl. 10:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menning og listir | 26.6.2007 | 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef gaman af auglýsingum. Þær geta haft mikil áhrif á mig. Góð og slæm.
Ég hef til dæmis komist að því að það eru bara nördar sem að flokka ruslið sitt. Ég er hættur því. Svo getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að Eiður Smári sé hundleiðinlegur. Alltaf einn á röltinu. (hann náttúrulega kemst ekki í liðið og hefur því nægan frítíma). Það eu heldur engar líkur á að ég kaupi eitthvað sm er auglýst með illa döbbuðum erlendum auglýsendum. "má ég sjá gráu skyrtuna þína?" " Hún er hvít!!"...
Aftur á móti dauðlangar mig í bíl til að geta keypt bensín eins og Raggi Bjarna. Óskiljanlegt að fyrirtæki hafi ekki fengið Ragga til að vera maskott fyrr en núna. Snillingur.
Kommentakerfið er nú opið fyrir nokkra þunnbotna brandara.
Menning og listir | 25.6.2007 | 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ok. eins og flestir vita líklega þá vann hinn magnaði Paul Potts (hrm?) þessa keppni, Britains Got Talent. (Paul má sjá í link hér fyrir neðan) Mál manna er að hans helsti keppinautur hafi verið hin sex ára Connie Talbot. Ég skil það. Sjá hér!
Mikið er gaman að veruleikasjónvarp og internetið geti fært manni eitthvað annað en hnignun samfélagsins og mannlega niðurlægingu.
Menning og listir | 21.6.2007 | 02:39 (breytt kl. 03:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég las um daginn ásamt góðum mönnum leikritið Bubba Kóng eftir Alfred Jarry. Höfum við í hyggju að vinna með verkið og setja upp einhverskonar sýningu í sumar enda snilldar verk sem að markaði tímamót í leiklistarsögunni. Alger steypa en samt svo satt.
Þegar maður talar um Bubba Kóng er margt sem að ber á góma. Macbeð, Bubbi Mortens, Bush og að sjálfsögðu Davíð Oddsson. Davíð lék, sem mörgum er kunnugt, titilhlutverkið árið 1969 í uppsetningu Á Herranótt. Margir segja oft í djóki að Davíð hafi fundið sig svo í hlutverkinu að hann hafi aldrei komist úr því.
Ha Ha Ha Ha Ha Ha!
Þetta er samt ekki svo fjarri lagi. Það er eiginlega bara pínu skerí að lesa verkið með þeim augunum. Valdahroki, paranoja og undanstungur. Mjög magnað.
Ég hef í kjölfarið verið að sanka að mér efni um landsföðurinn gamla. Kíkti í fornbókabúðina við Hverfisgötu og datt niðrá frábæra bók. Davíð - Líf og Saga eftir sjálfan Eirík Jónsson, skrifaða í óþökk Davíðs árið 1989. Þar fer Eiríkur yfir lífshlaup Davíðs á frekar dúbíus hátt á köflum. Bókin er að mestu byggð á kjaftasögum og viðtölum við ónefnda einstaklinga. En hún er ansi merkileg og skemmtileg lesning.
Upprisa Davíðs í Menntaskóla er t.d. mögnuð. Hvernig hann, eftir að hafa slegið í gegn sem Bubbi Kóngur, vann Inspector kosninguna og í stað þess að ráðfæra sig við aðra lýðræðislega kjörna menn (ritara, gjaldkera...) þá raðaði hann í kringum sig sínum vinum og fól þeim verkefni. Á skólaböllum kom hann svo upp háborði þar sem hann og hirð hans (Geir Haarde, Kjartan Gunnarsson...) sátu og gæddu sér á snittum sem engum öðrum stóð til boða. Svona byrjaði Davíð og við vitum öll vernig hann endaði.
Við lestur bókarinnar (sem að ég er ekki búinn með) get ég ekki annað en hugsað að þetta sé efni í rábæran söngleik. Fátækur sonur einstæðrar móður vinnur sig upp úr sárri fátæk, verður skær stjarna á leiksviðinu, borgarstjóri, forsætisráðherra, veikist og hættir, æskuvinurinn erfir djobbið, endar svo æfina gamall maður sem stjórnar bak við tjöldin úr fílabeinsturni, hæstlaunaðasti ríkisstarfsmaðurinn.
Þetta er eiginlega of magnað svona þegar maður hugsar um það.
Menning og listir | 20.6.2007 | 11:25 (breytt kl. 11:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór á Grímuna. Var skraut. Vala var tilnefnd en fór tómhent heim. Get ekki sagt að það hafi komið á óvart þar sem að nokkuð ljóst var að Erna myndi taka þetta. Samt soldið skrýtið þar sem að sýningin hennar var bara sýnd einu sinni. En, dómnefndin hefur bara verið rosadugleg og öll mætt þetta eina kvöld. (varla færu þau að kjósa Ernu bara af því að hún er Erna)
Annars var ekkert svo gaman. Allavega ekki inni í salnum, en stemmingin var góð fyrir utan og á Næstabar. Svona hátíðir eru alltaf frekar leiðinlega meðan á þeim stendur. Allir svo strektir og stressaðir eitthvað. Þess vegna segi ég:
Slökkvum á beinu útsendingunni. Burt með prompterinn og útsendingastjórann. Þetta á bara að vera í sal, opinn bar, skemmtilegur leikari að kynna (Benni) og allir góðir á því. Svo er Ball. Það má alveg taka þetta upp og setja svo saman klukutíma þátt sem er sýndur daginn eftir. Það vilja nefnilega margir halda að þetta hafi svo mikið auglýsingagildi. Það held ég ekki. Ég held að meirihluti þeirra sem að horfa heima séu bara að horfa afþví að þetta er í sjónvarpinu. Það er flestum skítsama um leiklistina. Vilja bara sjá í hverju Hilmir er og hrista svo reglulega hausinn og muldra "hvað kemur þetta mér við?" og "Afhverju er ekki sýnt beint af árshátíð Byko?"
Þetta er nefnilega bara árshátíð leikhúsfólks. Klapp á bakið. Og það er allt í lagi. Mjög mikilvægt meira að segja. En það verður að vera gaman. Það á alltaf að era gaman á Árshátíðinni. Líka meðan sagt er frá því hver stóð sig best í að selja skrúfur eða þakrennufestingar.
Menning og listir | 18.6.2007 | 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hér koma tvö eldheit skúbb:
Það er búið að reka Randver úr Spaugstofunni.
&
Klara í Nylon sló vinkonum sínum við í karlamálum og er byrjuð með Thori Vilhjálmsyni.
Menning og listir | 15.6.2007 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)