Færsluflokkur: Menning og listir

Loksins Loksins!

Breiðablik stútaði ÍA í gær.  Ég mætti á minn fyrsta leik í sumar og Blikar sigruðu.  Eftir leikinn komu Ólafur þjálfari og Addi Grétars til mín og grátbáðu mig að mæta á fleiri leiki. Ég sagði það sjálfsagt fyrir rétt verð... 

Smá gleði í sálina

Magnað!  Algjört möst sí.  Hér.

dansi dansi leikhúsið mitt

Í dag skrifar Páll Baldvin um dansleikhússamkeppnina í Fréttablaðið.  Hann er ekki sáttur.  Páll Baldvin er fýlupoki per exelans og hefur í gegnum tíðina komið með mjög svo undarlegar greinar þar sem að hann hefur farið mikinn um málefni sem að ættu kannski ekki heima í gagnrýni.  Hér aftur á móti hittir hann helvítis naglann. Beint í mark. 

Það þarf að endurskoða þessa keppni.  Hún er allavega ekki að hjálpa dansinum á Íslandi.  Vinur minn sem stundar leikhúsnám fór í fyrsta skipti á dansleikhús á föstudaginn, hann hefur takmarkaðan áhuga á að fara aftur.  Ég hef margoft farið, ég er sammála honum.   Sem að er ótrúlega sorglegt af því að þetta er eitt mest spennandi form sem að til er.  Þegar vel er gert þá er fátt betra. (We are all Marlene Dietrich FOR)

Því miður fáum við allt of sjaldan að sjá svo vel unnin verk.  Þar af leiðandi er erfitt að inspírerast.  Við þurfum meiri grósku.  Við þurfum kannski að fá að sjá fleiri erlend verk, frekar en að útlendingar fái að sjá íslensk. 

Auðvitað er þessi keppni ekki alslæm.  Hún er meira að segja mjög nauðsynleg.  Fólk þarf að fá að æfa sig.  Prófa sig áfram.  Reka sig á.  Ég er til dæmis mjög sammála Páli að tvö verk hafi verið lengst unnin.  Sigurverkið, Blink of an eye og Sápa.  Blink fannst mér reyndar mjög tilgerðarlegt, þetta var svona "við ætlum að búa til "svona" verk".  Fyrir mér var þetta eins og Erna Ómarsdóttir og Merce Cunningham hafi endurgert Hitler atriðið í Legi.  (sorrý)  En nú hafa þessir vinir mínir vonandi náð þessu út úr systeminu sínu og geta haldið áfram og gert enn betri hluti næst.

Allavega. 

Verðum við ekki að segja að það sé bjartir tímar framundan.  Ha? Spennandi fólk að gera spennandi hluti og svona.  Sól úti og blóm í haga.  Ég get ekki farið að vera sammála Páli Baldvini tvisvar í sömu færslu.  Framtíðin er björt... 

  


Af jöfnuði.

Ég er jafnaðarmaður. Ég vill að allir sitji við sama borð og fái jafn stóran bita af kökunni.

EN kommon, Breiðablik má nú alveg fara að slaka á í jöfnuði og VINNA helvítis leikinn! 


Sól á Nasa

Ég fór á Tónleika í gær. SSSÓL á Nasa.  Mig langar mikið til að segja að þetta hafi verið geðveikustu tónleikar í heimi. En þá væri ég að ljúga. Það var auðvitað gaman, ég meina, Helgi Björns!!

 


"Fyrir Tinnu og Þjóðina!!"

Ég spilaði knattspyrnu í gær. Íklæddur blikatreyjunni á sjálfum HK vellinum.  Tilefnið var enn ein rimman á milli Borgarleikhúss og Þjóðleikhúss.  Síðasti leikur endaði með að Dóri Gylfa vinur minn var borinn af velli með slitna hásin.  Það var hugur í mönnum fyrir leikinn þrátt fyrir rok (minnst 25 á sek.)

Við Þjóðleikhúsmenn vorum bæði andlega og líkamlega tilbúnir fyrir leikinn (allavega andlega) og mættum snemma til að hita upp. Borgarleikarar létu bíða eftir sér.  Rétt fyrir kikkoff mættu síðan 3 leikarar og var fyllt upp í liðið með sprækum leiklistarnemum og einhvern-tíman-statistum. 

Í stuttu máli rústaði Borgó okkur.  Fimm eitt.  En samt fór eiginlega 1 - 1, allavega ef að við teljum bara mörkin sem að starfsmenn leikhúsana skoruðu. 

Næsti leikur er áætlaður fljótlega og þá verður leitað hefnda.


Leikari

ég er Leikari.

Þjóðleikari

Nú er ég búinn að starfa við Þjóðleikhúsið í tvær vikur og hef ekki lent í mörgum áhugaverðum samtölum um leikhús en um daginn var verið að ræða ákveðna Þjóðleikhússýningu og ég sagðist ekki hafa verið að fýla hana.  Og hver voru viðbrögðin?  Ég var allavega ekki spurður hvers vegna eða hvað hefði betur mátt fara. Nei, það eina sem ég fékk að heyra var (lesist með væntumþyggjubrosi):

 "Oooh, típíski ungi leikarinn sem að finnst allt ömurlegt og ætlar sér að breyta heiminum. Ég man þegar ég var svona, Bíddu bara þetta breytist"  Hvað er það!

Þess má geta að viðkomandi leikari (konur eru líka ari) er ekki búinn að ná tíu ára starfsaldri.  Það sem meira er að þetta virðist vera mjög útbreytt viðhorf meðal leikara. 

 Finnst fólki í alvöru að það geti ekki breytt neinu? Er bara best að hrista hausinn yfir ruglinu og mæta í vinnuna.  Fara á æfingar, fá sér kaffi og hvísla um hinar og þessar uppfærslur og hvað hefði betur mátt fara.  Mæta á barinn og tala um "ástandið" í Íslensku leikhúsi. Vera heitur. Klára bjórinn og mæta svo á mánudeginum, fá sér kaffi og hvísla meira. Helvíti næs.

Eru leikhúsin stóru eitthvað svona apparat sem að sýgur kraftinn og viljann úr fólki?  Eða eru leiklistarskólar bara í ruglinu og kenna okkur bara að hugsa eitthvað útópíu bull, sitja svo hlæjandi og horfa á nýútskrifaða nemendur gera sig að fífli í bransanum?

Það versta við þetta allt er að ég held að leikarinn ungi hafi rétt fyrir sér.  Eftir nokkur ár sit ég með skólafélögum mínum fyrrverandi yfir rjúkandi kaffibolla og við hlæjum að litla leikaranum sem að heldur að hann sé með þetta.  Helvíti næs. 


Moggamyndir

Síðustu tvo daga hefur birst af mér mynd í Mogganum.  Persónulegt met.  Sú fyrri sýndi mig, Stefán Hall og hjónin Ilmi og Val Frey á góðri stundu á leið í leikhús, Partýlandið.  Hin síðari var af hópnum sem að stendur að baki barnaleikritinu Gott Kvöld. Svokölluð æingar-hafnar-mynd.

Það sem gerir þetta svoldið skemmtilegt er að þegar ljósmyndarinn hinn fyrri bankaði í okkur og bað um myndefni þá vorum við Valur einmitt að tala um Gott Kvöld. Alveg hreint ótrúlegt.

Annars er ég ekki mikið fyrir myndatökur af þessu tagi og ætla mér alls ekki að bætast í þann hóp leikara sem að virðast á undraverðan hátt alltaf vera nálægt þegar smella á af mynd.

Æfingar-hafnar-myndin er óhjákvæmileg. Og afsakanleg. Þar er fólk að auglýsa að það sé að gera eitthvað.  Ekki bara að það hafi reddað sér miða.


Partýland

Fór á Partýland. Skemmti mér mjög vel.  Tímamótaverk sem er til eftirbreytni. Það er eitthvað svo gaman af svona vonn næt ónlý sýningum. Meira af þeim.

Ég er ekki frá því að atriðið með íþróttafélaginu Glóð úr Kópavogi hafi verið fallegasta atriði sem ég hef séð á sviði.

Úti er sól og ég ætla út að borða.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband