Færsluflokkur: Menning og listir

Shake all the hands you see!

Það þarf helvíti mikið að gerast til að hægt verði að toppa brúðkaupstemminguna sem að ég var svo lánssamur að fá að upplifa um liðna helgi.  Þvílík samstaða, samhugur og samvinna hjá brúðkaupsgestum á öllum sviðum, hvort sem var í skreytingu, matreiðslu eða bara almennu stuði.  Hápunktinum var svo náð þegar brúðkaupsgestir syntu í sjónum um nóttina og gerðu árangurslausar tilraunir til að kafa eftir glænýjum giftingahring brúgumans. 

Lóu vill ég þakka fyrir morgun-bryggju-spjallið, Elísu fyrir góða stemmingu við matarborðið, Gulla fyrir drömm-and-beis-sessíjónið, systrunum fyrir að vera fallegasti systrahópur á landinu, öllum sem að fóru úr að ofan, Halli fyrir þrautseygjuna og Fm Belfast fyrir að vera besta hljómsveit í heimi.


Vestfirðir aftur, Brúðkaup aftur

Nú legg ég aftur land undir fót og tek nú stefnuna á Súðavík. Tilefnið er væntanlegt brúðkaup vina minna Birgittu og Örvars.

Um síðustu helgi lagði ég einnig land undir fót (reyndar var sú ferð öllu styttri. Viðey) og var það gert til að fagna brúðkaupi vina minna Garðars og Tinnu.

Um næstu helgi verður ekkert land lagt undir minn fót enda enginn að fara að gifta sig.  Aftur á móti verður Bubbi Kóngur fluttur í allri sinni drullu í fyrsta og eina sinn. Ekki missa af því.    


Nördar stríða nördum.

Ég get ekki að því gert en mér finnst stóra veðurstofumálið ógeðslega fyndið.  Auðvitað er ekkert sniðugt við það að fóli lýði illa í vinnunni og Stefán Karl er fyrir löngu búinn að kenna manni að einelti sé ljótt.  En samt.

 Einelti á Veðurstofunni.  Bara setningin er fyndin.  Hausinn á manni fer á flug. Hvernig stríða nördar nördum?  Ég sé fyrir mér:

Maður kemur að hurðinni á mötuneyti Veðurstofunar, dregur djúbt andann, og gengur inn.  Þegar inn er komið skymar hann salinn og sér aðra veðurfræðinga sitja við borðin sín og tala í lágum hljóðum.  Augu hans staðnæmast á borði fjögur.  Þar eru allir klæddir í regngalla.  Með sjóhatta og alles.  Maðurinn dæsir þegar fliss fer yfir salinn.  Allt í einu heyrist stundarhátt frá borði fjögur:

(sagt með niðurbældnum hláturtón):  " Hva, átti ekki að vera rigning í dag?.  Það er svona eins og ég hafi heyrt það einhversstaðar í gær".  (fliss)  "Og svo er bara sól úti!"

Allir hlægja. Nema stúlkan sem á að lesa fréttirnar um kvöldið.

Ég sé líka fyrir mér Harald Veðurfræðing, geðveikt fúlann að útskýra veðurkort.  Þegar betur er að gáð sér maður að á enni hans stendur, með örlítið máðum svörtum túss,  LÆGÐ.

 


Að ríða asna.

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Ég var til dæmis að læra það að í Kólembíu ríða ungir drengir ösnum.  Og þá er ég ekki að tala um setjast -á-bak-og-láta-þá-bera-sig heldur er ég að tala um setja-tippið-á-sér-inní-píkuna-á-asna.  Þetta er alveg satt.

Nú spyrja kannski einhverjir sig, Hvaðan ég hafi þessa vitneskju. Nú, af internetinu auðvitað.  Ég var að endurvekja kynni mín af "sjónvarps" stöðinni www.vbs.tv, sem er rekin af sama liði og stendur á bak við tímaritið Vice. (www.viceland.com).

Skemmtilegast finnst mér Travel þættirnir þeirra. En í einum er einmitt farið til Kólembíu og talað við menn (og börn) sem að ríða ösnum.  Maður fær meira að segja að sjá einn gera það. Þar er líka hægt að skoða "litla þýskaland" í Nýju Gíneu, sjá David Cross borða hund í kína og blindfullt fólk skjóta mjútant villidýr í Chernobyl.

Mæli líka með sögunni af Írösku dauðarokkssveitini Svarti Sporðdrekinn.


Heim

Ég er kominn heim.  Ferðalagið var frábært.  Nokkra daga rúntur um vestfirði. Patreksfjörður, Bíldudalur, listasafn Samúels Jónssonar, Melódíur Minningana hjá Jóni Kr., Látrabjarg, Breiðavík, Ísafjörður og Hornstrandir.   Svo eitthvað sé nefnt.

Ég hendi inn myndum og skemmtilegum sögum við tækifæri.

ArtFart byrjar um helgina og endar á menningarnótt með stórsýningu á Bubba Kóngi eftir Alfred Jarry. Tímamótaverk í leiklistarsögunni og tímamótasýning í íslenskri leiklistarsögu framundan. 

Það verður kreisý.


Ferðalag framundan

Ég átti afmæli í gær. Það var gaman. Svenni samdi handa mér fallega níðvísu og Pétur kom með 15 manns með sér.  Stjáni henti þeim út.

Á morgun fer ég út á land. Stefnan tekin á Patreksfjörð og svo eitthvað flakk þar til við förum á hornstrandir um næstu helgi.  Það verður gaman. Pétur kemur ekki með og vinum hans 15 er ekki boðið. Enda yrði það erfitt fyrir Stjána að henda þeim út. 


B-in 5

Bíó  

Blogg

Berlín

Bubbi 

Blonde

 


Neighbours

Ég bý á Snorrabraut.  Það tekur mig kannski tvær mínútur að labba að Njálsgötu 74 heiman frá mér. 

Sem að þýðir að það tekur bandbrjálaða ógæfumenn með sjúkdóma og sprautunálar kannski þrjár til fimmtán mínútur (fer eftir hversu mikið af ólöglegum eiturlyfjum og áfengi-keyptu-fyrir-þýfi þeir eru búnir að innbyrða) að labba heim til mín heiman frá sér.

Þetta er ósamþyggjanlegt.  Ég myndi selja íbúðina mína og flytja en hún er núna kolfallin í verði.

semsagt:  ég er fokkt.  ég verð gjaldþrota og börnin mín eig eftir að fæðast með lifrarbólgu C.

Að því sögðu vill ég gera tvennt.

Annars vegar bjóða átta nýja nágranna velkomna í hverfið og hinsvegar segja samráðsnefnd íbúa og félaga þeirra að skammast sín.

 


Nýtt nafn

Tískusamsteypan POP á laugarvegi, þar sem t.d. Smekkleysa, Rokk & Rósir og Elvis eru til húsa, hefur fengið nýtt nafn:

Indí-Kringlan

 

Sem er fáránlega fyndið.


Enn af auglýsingum...

Þegar ég heyrir þulinn í 2B Company auglýsingunni segja mér að stærstu tónleikarnir í sumar verði með hljómsveitinni TOTO, og klikkir svo út með því þeir séu besta tónleikasveit í heimi...

...þá trúi ég honum ekki.

                                                                      Veit ekki út af hverju.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband