Færsluflokkur: Menning og listir
Ég horfði á landsleik Íslands og Norður Íra. Skítaleikur sem að íslendingar voru stálheppnir með að vinna. Ég er samt himinlifandi, enda úrslitin einkar hagstæð fyrir mína menn.
Það var samt tvennt sem að ég hjó eftir hjá íþróttafréttamanninum síkáta sem að lýsti gangi mála í leiknum.
Annarsvegar hló maðurinn í gegnum allar sínar setningar sem eitthvað höfðu að með Hermann Hreiðarsson að gera. Ef að Hermann svo mikið sem hætti sér yfir á vallarhelming andstæðingana þá mátti heyra: "Sjá hahahahann Hermann, hahahann er alveg ótrúlegur..!" Eða "HeheheheHermann bara farinn að sóhóhóla!" Það var einhvernveginn eins og Hermann Hreiðarsson væri þroskaheftur maður sem að fengi svona að vera með og væri bara svaka duglegur að geta gert annað en að vera fyrir boltanum.
Hinnsvegar hafði þessi ágæti fréttamaður óbilandi trú á að Eiður Smári væri kristur endurfæddur (eða eitthvað álíka mikilfenglegt) Þegar N-Írar skora sjálfsmark þaulendurtekur hann ágæti Eiðs, sem hann endilega vildi kalla fyrirliða (en ekki Hermann hinn þroskahefta) og eftir að endursýning hafði sýnt hið sanna segi hann að það skipti engu máli, Eiður hefði hvort eð er skorað. Annars fannst mér eins og leikmenn liðsins hafi gert í því að gefa ekki á "Fyrirliðann", eins og þeir vildu sanna að þeir gætu þetta án varamannsins frá Katalóníu. Samsæri?
Svo klikkti sá síkáti út með þegar sýndar voru myndir af leikmönnum Íslands (nema Eið) að fagna sigurmarkinu sem þeir gerðu með því að benda á svört bönd sem að þeir báru um upphandlegginn í minningu nýfallins landsliðþjálfara: "Sjáháháhá hvehehehernig þeir fagna þessu strákarnir..!"
Menning og listir | 13.9.2007 | 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Menning og listir | 10.9.2007 | 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Ef að Harry Potter hefði verið uppi á tímum nýja testamentsins hefði hann verið tekinn af lífi!"
Einhvernveginn svona hljómaði fullyrðing sem kona nokkur öskraði í míkrafón á kvöldvöku hjá sumarbúðum sannkristinna evangelista í heimildarmyndinni Jesus Camp. Stórkostleg mynd sem að skilur áhorfandan eftir agndofa og tóman. Mæli eindregið með henni (www.tv-links.co.uk).
Á sömu síðu má finna þátt um ungan og upprennandi stjórnmálamann úr röðum breska þjóðernisflokksins. Young, Nazi and Proud heitir þátturinn og það er kostulegt að sjá hvernig fréttamaðurinn nær að leika sér að viðfangsefninu, fær hann til að segja allskonar hluti og slengir þeim svo framan í hann í lokinn að hann sé með allt á teipi.
Vináttu þeirra lauk svo endanlega á orðunum "i´m jewish by the way"
Menning og listir | 4.9.2007 | 02:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær fór ég á Reykjavík dansfestival, það var mjög gaman (nema í 40 mínútur, þá var Mjög leiðinlegt) eftir það fór ég í partý. Í partýinu fundum við upp allskonar dakírí drykki (banana var ekki góður en súkkulaði stóð auðvitað fyrir sínu) og töluðum um Díönu prinsessu.
Allir áttu að tala um hvar þeir voru þegar Díana dó. Ég var á Benidorm. Hallur var þunnur uppi í rúmi. Katrín var tíu ára.
Annað dánarafmæli var í gær. Framkomubanninunu var loksins aflétt.
Menning og listir | 1.9.2007 | 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég varð pínu glaðari þegar ég gramsaði í gegnum blaðabúnkan sem að endalaust hleðst upp fyrir framan útidyrahurðina hjá mér. Af hverju? Jú, af því að þar leyndist lítill gimsteinn, nefnilega nýji IKEA bæklingurinn!
Nú gætu einhver karlmennin hváð við og kallað mig niðrandi nöfnum í kvenkyni, en mér er skítsama, ég er að fara að lesa nýja IKEA bæklinginn.
Mér finnst gaman að fara í IKEA. Sérstaklega nýja IKEA og ég stend 100% á bakvið þá fullyrðingu að IKEA sé það eina góða við Garðabæ. Ég fyllist einhverju undarlegu stolti þegar ég sé fána fæðingarlands míns blakkta við hún við hlið þess íslenska fyrir framan gýmaldið gulbláa.
Ég hef alltaf verið spenntur fyrir þessum degi. IKEA-bæklings-deginum. Árið 2006 sendi ég völu, sem var erlendis, sms og léta hana vita að hann væri kominn.
Núna ætla ég að láta renna í bað, kúka og lesa nýja IKEA bæklinginn.
Aaaaaahh....
Menning og listir | 30.8.2007 | 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það getur oft verið ótrúlega leiðinlegt í leikhúsi. Svo leiðinlegt að áhorfendur sofna. Að standa á sviði og sjá sofandi fólk á öðrum hverjum bekk er ábyggilega ekki skemmtilegt.
Aftur á móti er ábyggilega ótrúlega skemmtilegt að horfa á leikrit sem er svo leiðinlegt að leikararnir sjálfir eru alveg að sofna. Pottþétt nægilega skemmtilegt til að halda áhorfendum vakandi.
Að veita íslenskum áhorfendum þessa skemmtun var planið.
En nú hafa læknavísindin sett sig upp á móti væntanlegri skemmtun og benda lyffróðir menn á að planið sé beinlínis hættulegt.
En það er einmitt það sem að er svo skemmtilegt við planið.
p.s. Ég hef ekki hugmyndum um hvort að "lyf-fróður" sé orð.
Menning og listir | 29.8.2007 | 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Menning og listir | 23.8.2007 | 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stundum segir fólk eitthvað um fólk og annað fólk kemur fólkinu til varnar en svo seinna kemst fólkið að því að fólkið hafi kannski bara haft rétt fyrir sér, að fólkið sé bara fífl.
Menning og listir | 23.8.2007 | 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bubbi er búinn. Tókst bara nokkuð vel miðað við að þetta var óæft og framkvæmt í mikilli tímaþröng. Ég verð samt að segja að ég er mjög stoltur af okkur að hafa náð að koma þessu skikkanlega frá okkur. Stoltastur er ég samt af fólkinu sem að kom að þessu með okkur. Með svona fólk um borð er leiklistin í góðum málum.
Bubbi sannaði líka fyrir manni að það þarf ekki alltaf átta vikur og styrk til að láta drauma sína rætast. Ef að einhvern langar til að gera eitthvað á Íslandi í dag, þá er ekkert sem að stendur í vegi fyrir því. EKKERT. nema þá hugsanlega skortur á dyrfsku og þor.
Að endingu vill ég segja Takk til þeirra sem að þorðu að vera með og enn stærra takk til þeirra sem að þorðu að mæta.
Konungsfjölskyldan meðan allt lék í lyndi
En fátækir fengu samt að borða
Bændur börðust við pólska herinn
Sem hringdi í Rússlandskeisara
Svo mætti Búkalú með rússnenska herinn og þau drápu alla. Bubbi drap svo Búkalú og leiddi alla uppí Seðlabanka. Þá kom löggan og rak okkur í burtu. (get ekki sett inn fleiri myndir. veit ekki afhverju)
Allavega. Takk fyrir okkur og hlakka til næst...
Menning og listir | 22.8.2007 | 01:48 (breytt kl. 02:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BUBBI KÓNGUR
e. Alfred Jarry
í uppsetningu Vér Morðingja
Ábyrgðarmenn: Vignir Rafn Valþórsson og Hannes Óli Ágústsson.
artFart sviðslistahátíðinni lýkur á stórfenglegri uppfærslu á hinu
klassíska verki Alfred Jarry, Bubba Kóng, en hún verður sýnd á
Menningarnótt kl. 21.30 í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13.
ATH. Aðeins 1. sýning, verður ekki endurtekið!!
Margir kannast við verkið út frá hinni frægu uppsetningu Herranætur á verkinu árið 1969 en þá lék Davíð Oddsson hlutverk Bubba, hinn valdasjúka og geðbilaða kóng sem svífst einskis til að hrifsa sér völd í ríki sínu.
Síðan eru liðin mörg ár og tekur þessi nýja uppsetning upp þráðinn í dag, 38 árum eftir að Bubbi flúði út úr leikritinu og tók völd á Íslandi.
Heimurinn sem við mætum er fullur af heimsins ósóma, heimur þar sem algjört virðingarleysi ríkir og allir eru
tilbúnir til að svíkja og pretta til að svala eigin græðgi.
Þar býr Bubbi, fyrrum kóngur en nú undirmaður í sveitum konungs. Eftir áeggjan
frá Bubbu drottningu sinni og Skaufa höfuðsmanni, brýst Bubbi til valda með því að myrða konunginn og við tekur ógnarstjórn sem einkennist af fjöldamorðum og kúgun á alþýðunni.
En sonur fyrrum konungs, Búgalú, bíður átekta og hyggur á hefndir.
Bubbi og Bubba eru leikin af Hannesi Óla Ágústssyni og Lilju Nótt Þórarinsdóttur, Skaufi er leikinn af Stefáni Halli Stefánssyni og Búgalú er leikinn af Davíði Guðbrandssyni. Vignir Rafn Valþórsson leikur höfundinn, Alfred Jarry sjálfan en hann kemur mikið við sögu verksins.
Einnig koma ógrynni annarra leikara, dansara og annarra listamanna við sögu í uppsetningunni.
Vér Morðingjar vinna þessa sýningu út frá nýrri stefnu sem þeir kalla Víkingaleikhúsið.
Víkingaleikhúsið svífst einskis til að stela og svívirða hvað sem þeim sýnist úr öðrum leiksýningum til að nota í sína eigin sýningar. Enginn er óhultur, ekkert er undir rós, við gerum leiksýningar til að þóknast okkar eigin listræna metnaði án þess að vera feimin við að nýta allar þær hugmyndir sem við getum nappað annað staðar frá.
Við erum leikhúsfólk sem hefur séð allan fjandann, fullt af drasli sem það vill aldrei sjá aftur en einnig góða hluti sem við viljum endurnýta í okkar sýningum.
ATH. Aðeins ein sýning!!
Pöntunarsími: 8217987 eða 6990913
Menning og listir | 16.8.2007 | 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)