Færsluflokkur: Menning og listir

Myndarlegir finnar

svona aðeins til að útskýra myndina hér til hliðar þá er hún af þeim Jacke og Jessicu, finnskum leikaranemum sem að ég kynntist fyrst í heimsókn þeirra til Íslands fyrir nokkrum árum og endurnýjaði svo vinskapinn með tíu daga heimsókn til HELLsinki í janúar í fyrra (-23) 

Aftur að myndinni: hún átti sem sagt að fylgja færslu sem að fjallaði um tilvonandi endurfundi okkar í Berlín í vor.  Það er sem sagt ofarlega á stefnuskrá minni að kíkja enn og aftur til höfuðborgar þriðja ríkisins til að drekka brennivín og horfa á leikhús.  Finnarnir verða allir þarna sem og Söðin Laukur,  þannig að þetta ætti allt að verða hið skemmtilegasta. 

Vill einhver koma með í maí?


Sviðakjammar og SMS

Helgin búin.  það er gott.  vinna á morgun og eksjúlí eitthvað að gera.  Magnað að helgarnar séu leiðinlegri en virkir dagar.  Kannski einmitt út af því, virkir dagar eru virkir en helgarnar óvirkar. (ok, Hallgrímur Helga hefði hugsanlega gert eittvað meira úr þessu en..)  Á föstudagskvöldið héldum við þorrablót.  keyptum fullt af ónýtum mat og buðum öllum sem að við þekktum.  Jón Páll kenndi mér hvernig best er að skera sviðahausa og dönsk grænmetisæta horfði á með hryllingi.  Allir enduðu dansandi á Kaffi Akureyri og maður var ekki kominn heim fyrr en um fjögur! (einmitt hér lokar allt fjögur) Annars var mjög aman, hef ekki orðið svona fullur síðan á Benedorm 97, gubbaði og allt.

Laugardeginum eyddi ég einn á kaffi Amor að sörfa netið, sem að ég er by the way að verða búinn með.  Pétur Ben var með tónleika á Græna Hattinum sem að við fórum að sjálfsögðu á.  Pétur er einlægur maður.  og ég meina í alvörunni einlægur, ekki svona Mugison-ó-ég-kann-ekki-lagið-sem-að-ég-samdi-einlægur (pétur ruglaðist reyndar nokkrum sinnum og gerði krúttlegan brandara úr öllu saman) heldur trúði maður honum, hann var í alvöru einlægur. Held ég.  Eftir tónleikana fóru allir heim nema ég,  ég fór einn á barinn, sat út í horni með bjórinn minn og sendi sms út um allan heim.  Það var ekki gaman.  sérstaklega afþví að allir sem að ég sendi skeyti virtust vera að djamma, skipti þá engu máli hvort að viðkomandi var í Reykjavík, Helsinki eða Berlín. Það eina sem að skipti máli að enginn þeirra var á Akureyri.

Ég kem samt til Reykjavíkur á mánudaginn.  Neyðarhróp úr röðum Dominos.  Stoppa stutt en ég stoppa.    

p.s. Janice Dickenson er versta kona í heimi.  Hún stendur fyrir allt sem að er að hinum vestræna heimi.  Ég myndi hata hana ef að ég væri ekki betri en hún. 

 


Íslenskt klám

 Einu sinni (sem og oft áður) sat ég í góðravinahópi á Ölstofunni.  Það var dagur heilags Patreks (17. mars) og við vorum að tala um klámmyndir.  Það er sniðugur siður í klámheiminum að nefna myndirnar eftir frægum kvikmyndum og við fórum að pæla hvað íslenskar klámmyndir myndu þá heita.  þetta var niðurstaðan: 

 Börn ónáttúrunnar

Hrafninn sýgur

Víði víkingurinn

Gefðu Helgu E

Maður eins og ég (...og 100 konur)

Stuttur krakki

Englar Analsins

69 Reykjavík

Sprell í orlofi

Analstöðin

Kjálkar

Píku Pési

I can good (tælenska hóran)

Sjú'ann Jöra svo'ann Hilmi

Strákarnir okkar

Brundurinn

Slís

Tár úr sveini

Eins og skepnan reið

Rass í Reykjavík

Kristni haldið af Jökli

Karlhóran Hekla

Bossi XXX

Jómfrúin óða og hóruhúsið

Með Alla á hreinu

Skýjaböllinn

Emil í Brundi

Benjamín á grúfu

Rek í'ana

Í takt við Frímann 

Punktur punktur homma prik

Lóðarí feðranna

Jón og Oddur og Jón og Bjarni

Kópavogur Whorehouse - Rent a Dyke -

Óskagörn þjóðarinnar

Dickfree

Haftið

Við þetta m´tti bæta eðalmyndum á borð við:

Görn

Dýrin

Blaut slóð

og væntanleg:

Feðramót

 

Mér finnst þetta ennþá sjúklega fyndið.


Ég las ljóðin þín...mér fannst þau... góð!

á flakki mínu um veraldarvefinn hef ég rekist á margt skemmtilegt.  Ég hef til að mynda stundað það að fletta upp vinum mínum á helvíti sniðugu forriti sem að heitir gúgol.  Á svoleiðis vafri rataði ég inn á síðuna ljóð.is og hún er fyndin.  Ég hef oft gaman af því að lesa ljóðabækur, og gott ljóð getur breytt mörgu, en það getur líka verið ótrúlega gaman að lesa léleg ljóð.  Og af þeim er nóg á ljóð.is. 

Einn af mínum vinum er skáld. Hann Svenni.  (örlygur er líka skáld en Svenna ljóð hafa komið út í bók, sem að gerir hann að alvöru skáldi)  Svenni á nokkur ljóð á ljóð.is og ég verða að segja að nokkur þeirra voru helvíti góð.  sérstaklega var ég hrifinn af ömurleikanum í BSÍ og Uppgjöf.

Greinilegt að Þorleifur hefur ekkert vit á skáldskap.


...?

heyrðist spurt á bar á Akureyri:  "er ekki Vesturport svona NYLON leikhússins?" 

Mjög skemmtileg pæling sem að ég þori ekki að reyna að svara hér sökum tengsla.

 

p.s. tengslin eru við fólkið í Vesturporti ekki Klöru og co. 


Þjáður af Píkuskorts Blús

Það vita það allir sem mig þykjast þekkja að mér finnst Nick nokkur Cave skemmtilegur.  Nýjasta afurð þess mikla snillings er skítuga subbubandið Grinderman.  Þar er hann í slagtogi með öðrum snillingum á borð við Warren Ellis, Martyn Casy og Jim Sclavunos (sömu og voru í höllinni), þeir eru að fara að gefa út plötu í mars en hægt er að heyra tvö lög á síðunni þeirra.  Þau eru geðveik. 

sérstaklega No Pussy Blues:

"As our dreams and desires are hung on the butcher's hook of rampant consumerism, and the mirage and the illusion and the Nike trainers are served up on the trembling quim of an impossibly nubile girl-thing, No Pussy Blues tells it like it is," suggests Cave. "It is the child standing goggle-eyed at the cake shop window, as the shop-owner, in his plastic sleeves, barricades the door and turns the sign to "CLOSED". It is the howl in the dark of the Everyman."

"Set over a throbbing pornographic bass line, the world holds its breath for the onslaught of the wah's shriek of frustration and dirty water," counters Casey. "No Pussy Blues continues in the blues tradition and its timeless fascination with getting laid...or not."

 tékkið á lögunum og myndabandinu eftir John Hillcoat.


Tilgangi lífs míns lokið

Á þessari síðu verður ekki rætt um handbolta. 

Lúkk

Ég finn mig knúinn til að biðjast afsökunar á lúkkinu á síðunni minni.  Allavega litasamsetningunni sem að mér finnst viðbjóður, svo vitnað sé í lærða menn.  Málið er að ég vildi hafa þetta svona menningarlegt og soldið grand, þessvegna valdi ég:  Rembrant, með tilbrigðum.  En mér satt að segja krossbregður í hvert skipti sem að ég fer inn á síðuna mína.  Að ég þessi smekkmaður skuli bjóða sjálfum mér og öðrum upp á kákasusjógúrt litaðan bakgrunn og... og... shit ég veit ekki einu sinni hvaða litur þetta er á letrinu!  Sorrý.

 p.s.  þótt undarlegt megi virðast þá eru ekki fyrirhugaðar neinar breytingar á útliti síðunar.  Skrítið.


Uppfylling eða umfjöllun?

 

Ég nýbúinn að gera bfa ritgerð.  Ritgerð þessi fjallaði um hina svokölluðu In Yer Face bylgju sem að reið yfir Bretland á tíunda áratug síðustu aldar.  Ég velti upp þeirri spurningu hvort að áhrifa hennar hafi gætt í íslenskum leikhúsum og niðurstaðan var: Nei, því miður.  Ég ætla samt ekki að fara meira út í þá umræðu núna, það er efni í annan pistil.  núna ætla ég að fjalla um leikhús og fjölmiðla.  Þannig er mál með vexti að í undirbúningsvinnunni las ég í gegnum "fjölmiðlavakts" möppur síðustu ára í leit að krassandi greinum um ögrandi leikhús.  í stuttu máli sagt fann ég þær ekki.  Ég fann aftur á móti gríðarlegan fjölda af tilgangslausum upplýsingum um hin og þessi hugarefni leikara.  Hvað þessi leikkona væri með í vasanum og hvar þessum leikara finnst besta pulsan vera í bænum.  og svoleiðis.  Stundum fylgdi með að viðkomandi væri nú að æfa eða sýna eitthvert verk, en ekki alltaf.  Þetta var semsagt hugsað sem falin auglýsing.   Auðvitað veit ég að leikhúsin eiga ekki mikinn pening (sérstaklega ekki þau sjálfstæðu) og geta ekki eytt miklu í auglýsingar og treysta því á ókeypis umfjöllunum í blöðunum.  En umfjöllun er ekki það sama og að fá mynd af sér í blaðið. Ég veit líka að það er gaman að fá mynd af sé í blaðið en er samt ekki skemmtilegra ef að myndinni fylgi texti sem að hefur eitthvað að segja?  Ég tala nú ekki um ef að hann kemur frá leikaranum sjálfum.

Ok, núna ætla ég að gerast djarfur og hugsanlega hrokafullur.  Leikarar eru ekki sveitaballa poppstjörnur.  Leikarar eru listamenn.  Auðvitað geta sveitaballapopparar verið það líka en manneskja sem að fer í gegnum fjögur ár í háskóla til að mennta sig til fátæktar, eins og einhver sagði, hlýtur að gera það á öðrum forsendum en að fá mynd af sér í blaðið og tala um gallajakkann sinn.  Ef að hugsandi manneskja fær tækifæri á að segja eitthvað þá verður hún að nýta það.  Ég fer fram á að starfandi, hugsandi listamenn hafi eitthvað meira til málana að leggja en söngkona í popphljómsveit.  En málið er að fjölmiðlar gera engan greinarmun á leikkonu og fegurðardrottningu eða leikara og poppara.  Enda ekkert skrítið. leikara gera það ekki heldur. margir hverjir.  Og það er eitthvað sem að við höfum skapað okkur sjálf.  Ef að leikarinn sjálfur ber ekki virðingu fyrir leikhúsinu þá er enginn sjéns á að áhorfandinn geri það.   Ástæðan fyrir hringingunni frá blaðamanninum er heldur ekki sú að hann hafi brennandi áhuga á að vita hvað viðkomandi ætli að gera um helgina heldur vantar hann uppfyllingu í blaðið sitt.  blaðamenn eru eins og Vottar Jehóva, ef að þú býður þeim einu sinni inn þá ertu kominn á listann.  "Hringdu bara í þessa hún er alltaf til í eitthvað.."  Enda er þetta voða mikið sama fólkið og það er ekki vegna þess að það var ekki hringt í aðra. 

En er þetta kannski bara allt í lagi.  Er þetta ekki bara upplífgandi og góð auglýsing fyrir viðkomamdi, að vera bara alþýðlegur og hress.  jú jú kannski, ef að það væri annarskonar umfjöllun líka og þá í meirihluta, miklum meirihluta.   Það er nánast engin opinber umræða um leikhús á Íslandi. Síðustu ár hefur leikhúsið sára sjaldan vakið upp eitthvað umtal um eðli eða innihald sýninga sinna. 

Ef frá eru talin nokkur skot á milli leikhúsmanna þá er ekkert.  Þessi skot eru fá og lítilfjörleg. t.d. þegar Hávar Sigurjónsson gerði opinbert að í Dresden væri sýning sem að væri helvíti lík sýningu Þjóðleikhússins á Veislunni og Stefán Baldurson ávítti hann í einkabréfi (sem að lak í fjölmiðla) fyrir að gera lítið úr sýningu sem að fengið hefði svo góðar viðtökur.  Engum fannst athugavert við að Þjóðleikhússtjóri hafi stolið heilli sýningu og gert að sinni.  Annað dæmi er um einelti Páls Baldvins á Vesturporti og Jóni Atla sem að sá síðarnefndi svaraði með stuttum pistli og sagði gagnrýnandanum pent að fokka sér.   Í Lesbókinni rífast svo menntamenn reglulega um hvað sé list.  samanber "deilur" Magga Drama og dr.Trausta um hvort að pisserí listnemanna teljist list.  Merkilegt var líka við grein dr. Trausta að hann hálfpartinn afsakaði sig reglulega að vera að fjalla um þetta annars ómerkilega atriði (sem að hann nb. sá ekki) í stað þess að fagna umræðunni. 

Blöðin eru samt alltaf full af allskonar leikhúsfréttum gæti einhver sagt. já en þessi "umfjöllun" er samt ekki um neitt.  Fyrir frumsýningar er alltaf smá grein um verkið og þá sem að koma að því, hálfpartinn skýrsla sem er koppí-peistuð úr fréttatilkynningunni.  Í helgarblöðunum og Birtu eru reglulega viðtöl við leikara sem að oftast snúast um það hvar listamaðurinn ólst upp og að hann einfaldlega verði að komast reglulega á hestbak til að hreinsa hugan.  Og svo auðvitað blessuð gagnrýnin.  Hinir sjálfskipuðu saksóknarar/verjendur/böðlar eru alltaf til í að leggja eitthvað hressandi til málanna.          

En hvað er þá til ráða?  Ég veit það ekki.  Skapa áhugaverða og uppbyggilega umræðu um leikhús? Að leikarar hætti að lítillækka sjálfa sig og list sína í tilgangslausu froðusnakki við blaðamenn?  Að leikarar fari að taka leikhúsið alvarlega?  Eða bara bæta í og reyna að komast í sem flest blöð og sem flesta Sirkusþætti?  Að leikarar geri allt til að vekja athygli á sér og leikhúsinu, hvað sem það kostar?  Veit það ekki, hvað finnst þér?  


Að horfa á rusl.

 

Að horfa á sjónvarp getur verið gaman.  Stundum allt of gaman.  Stundum horfir maður neflilega of mikið á sjónvarp og oftast er maður að horfa á rusl.  Eiginlega allt í sjónvarpinu er rusl sem að maður gleymir sér yfir heilu kvöldin og það sem er merkilegast er að maður fattar ekki að þetta er rusl þegar maður er að horfa.  Jay Leno er einfaldleg bara hálfviti en samt situr maður og glápir á æfð viðtöl við aðra hálfvita.  Allir þessir raunveruleikaþættir auðvitað (feis it, meira að segja ANTM er asnalegt rusl) og eigum við eithvað að ræða Survivor (sem að ég hef horft á frá upphafi).   Feitur-kall-sæt-kona þættirnir eru orðnir helvíti þreyttir (líka Arthur í Kingof Queens)  og Everybody loves Raymond er einfaldlega mesta rangnefni sjónvarpssögunar.  

Samt eru gimsteinar á milli, CSI er töff (Bruckheimer er snillingur) og My Name is Earl á frábæra spretti.  Ég hef aldrei komist inní þessa dramatísku framhaldsþætti eins og 24, Lost, Prison Break og ég á erfitt með að koma auga á "snilldina" við Heros, líklega af því þeir eru svo illa leiknir.

Svo eru það DVD snilldarþættirnir, Family Guy, Arrested Development, gamli góði Simpsons og fleiri. 

En svo er einn þáttur sem að ég gleymi alltaf að er tótal snilld en það er Malcom in the midle, þeir eru fokking geðveikir!  Af hverju eru þeir ekki alltaf taldir með þegar ofangreind DVD snilld er talin upp?  Af herju á ég tvær seríur af Arrested development og þrjár af Family Guy en ekki eina af Malcom?  Ég hef ekki einu sinni séð þá til sölu. 

Ég er hér með hættur að horfa á rusl og ætla að vanda valið betur þegar kemur af því að slökkva á heilanum eina kvöldstund eða svo.  Ætla meira að segja að passa mig á að missa ekki af einum einasta Malcom þætti.       

                                                         ***

Annars var ég að horfa á sjöttu seríu af Family Guy og það er greinilegt að þeir hafa fengið algerlega frjálsar hendur af því að mörg atriðin eru svo rosalega röng.  Ég verð einfaldlega að segja frá einu atriði:

Meg hefur engan til að fara með sér á lokaballið svo hún biður Brian um að koma með sér af því að meira að segja vara gæinn hennar komst ekki, endurlit:

Meg kemur að útidyrahurð, bankar og ugnur drengur kenur til dyra.  Hún býður honum á ballið, fát kemur á drenginn og hann segist þurfa að skreppa aðeins inn.  Meg er ein fyrir utan og allt í einu heyrast tvö bissuskot. Líður og bíður.  Drengurinn kemur svo grátandi aftur til dyranna og segist því miður ekki komast á ballið þar sem að hann þurfi að mæta í jarðarförina hjá litla bróður sínum. 

Brian fer með henni fullur á ballið og þau fara í sleik.  Snilld. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband