Hellirigning hér á Akureyri. Útlandarigning. Það er bara kósý. Vorið á næsta leyti.
Ekkert að gerast, ekkert að frétta. Eða jú...
Loksins get ég talað um það sem legið hefur í pípunum í dágóðan tíma. Nefnilega næsta verkefni Vér Morðingja!
Það er komið á hreint. Við munum setja upp nýjasta verkið hans Marius Von Mayenburg, Der Häßliche. Þýðing í fullum gangi. 3 kallar, ein kona.
Allt er þetta þó á frumstigi og ekkert verið ákveðið um hlutverkaskipan, húsnæði eða leikstjórn. Mjög spennandi allt saman!
Miklu meira um þetta seinna...
Menning og listir | 13.4.2007 | 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Á Glerártorgi stendur ungur maður með gítar og syngur. Hann er merktur Frjálslyndaflokknum í bak og fyrir. Kannski ekki svo skrýtið við fyrstu sýn, stjórnmálaflokkar eiga jú það til að taka upp á ýmsu fyrir kosningar.
Nema að þessi ungi maður er útlendingur.
Ætli hann viti?
Menning og listir | 11.4.2007 | 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heljarfjör páskanna lokið. Mikið af góðu fólki í heimsókn og mikið stuð. Héldum 17 manna matarboð í Melrose á páskadag. Þrjú læri, fordrykkur, kristilegasta pub-quiz sem ég hef tekið þátt í og fleira. Mjög gaman. Enduðum kvöldið heima hjá Palla Rokk þar sem fólki var ýmist troðið inn í skápinn eða dregið út úr honum. afraksturinn var með fyndnustu myndum sem að ég hef séð.
Er núna í "löngu" frí frá sýningum og leiðist óheyrilega. Hef reyndar mjög skemmtilegt verkefni á prjónununum sem að nánar verður sagt frá hér síðar. Framtíðin er Ljótur(!)
Mæli annars með rugby. Datt óvart inn á leik í sjónvarpinu á föstudaginn langa (sem að heitir Good Friday á ensku sem er spes) og þvílík íþrótt! Fótbolti er bara fyrir aumingja.
Menning og listir | 10.4.2007 | 22:10 (breytt kl. 22:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ég er hættur í Leiklistarskólanum.
ég ætla í Julliard.
Menning og listir | 4.4.2007 | 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef verið að skoða örlítið heimasíður flokkana. Svona til að vera viss um að mitt atkvæði sé á réttan hest sett.
Mikið rosalega er þetta Íslandshreyfingar dæmi eitthvað glatað.
Lógóið er samansett úr rauðu, grænu og bláu. Sitt lítið af hverju. Nema litirnir eru ekki skýrir heldur renna þeir einhvernveginn til í endunum og úr verðu brúngrá slykja. Ljótt.
Svo er boðið upp á að kjósa flokkinn utan kjörstaðar. Maður getur skoðað viljayfirlýsingu og stefnumál en það er eitt sem að vantar. Hverjir skipa listana.
Ég veit að Ómar og Margrét eru aðal en svo hefur maður einnig heyrt nöfn eins og Jakop Frímann.
Hvað er það?!
Hversu oft hefur Jakopi verið hafnað um þátttöku í stjórnmálum?
Þessi flokkur er greinilega settur saman á elleftu stundu og allir sem að meiga ekki vera með í hinum flokkunum fá sæti á þessum. Ég meina, Jakop Frímann!!
Þarna er kannski komin ástæðan fyrir að þau birta ekki hverjir séu í framboði.
p.s. ég neita að meðtaka að nafn Bubba Mortens hafi líka komið upp.
Menning og listir | 4.4.2007 | 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helgin búin. Vikan byrjuð. Reyndar soldið fáránleg vika, út af Páskunum sko. Páskarnir reyndar soldið fáránlegir ef út í það er farið. Önnur saga.
Norðanferðin gekk stórslysalaust fyrir sig. Ekki slysalaus n.b. heldur stórslysalaus. Ég tók mig til og skoppaði af rúmi og lenti á bjórkassa með þeim afleiðingum að síðan á mér rifnaði upp og ber ég nú svöðusár og marbletti á vinstri síðu. (á reyndar ágætlega við á þessum árstíma. út af Páskunum sko.)
Þetta gerðist á hinu fornfræga Gistiheimili Akureyrar sem að ég er sannfærður um að sé byggt á fornum indjánagrafreit.
Við sýndum tvær sýningar á laugardag. Tvær gjörólíkar sýningar. Sú fyrri var forkeypt boðsýning af Síman með mjög passífum áhorfendum. Sú seinni troðfull af úberhressum leiklistarnemum sem að allir (flestir) voru staðráðnir í gefa leikaravinum sínum alla sína gleði og orku. Svaka stuð sem að á tímabili jaðraði við hysteríu. Pínu sirkus á köflum.
Eins og áður segir þá eru Páskar framundan og væntanlegir eru norðan heiða snillingar eins Vala, Jöri, Dóra og Lygi. Kannski Hallur jafnvel. ÞAÐ verður gaman.
Að endingu vil ég senda styrk til allra vina minna sem að eiga um sárt að binda á þessum undarlegu og erfiðu tímum. Þetta verður betra. Ég veit...
Menning og listir | 3.4.2007 | 16:45 (breytt kl. 16:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á morgun meiga Eyfirðingar vara sig. Stútfull rúta af leiklistarnemum úr reykjavík rennir í hlað er skyggja tekur. Norðanferðin fræga. Síðastliðin ár hefur þessi ferð talist sem eitt af hápunktum skemmtanalífs Akureyringa (allavega leiklistarnema) Í fyrra var bærinn til að mynda málaður rauður og herbergi á gistiheimilinu blóðrautt. Það var spes.
Annars má ætla að ungmennin sem prýða núverandi nemendahóp leiklistardeildar kunni heldur betur að haga sér. Enda sómafólk. flestir. (veit ekki með nokkra í FF og dansinum)
Sala á Lífinu hefur rokið uppúr öllu valdi og segja dömurnar í miðasölunni að um sannkallað Brúðkaupsfár sé að ræða.
maður verður kannski bara hérna fram eftir sumri...?
Nei.
Menning og listir | 29.3.2007 | 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er framúrskarandi skemmtilegur.
Það staðfestir útbreiddasta dagblað landsins í dag. Og ekki nóg með það, þá telur sjálft Ríkisútvarpið vinnu mína til eftirbreytni.
Öðruvísi mér áður brá! Ætli þau í Vinnuskóla Kópavogs séu búin að heyra þetta? Ég, sem var eini maðurinn sem að Örlygur mátti ekki ráða í afleysingar hér um árið. Hann fékk Bigga í staðinn!
Dómar eru sem sagt að hlaðast inn og gott ef að þeir eru ekki bara allir jákvæðir. Flestir eru á því að erfitt sé að átta sig á heiminum í byrjun, að persónurnar mættu vera betur kynntar og að sumar senurnar hafi verið of bókstaflega fram settar. En það kemur ekki að sök því einstaklega notaleg og skemmtileg stemming ráði ríkjum og að leikhópur og tónlist brilleri. Gaman að því.
Reyndar þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af viðtökum hins almenna áhorfanda við dómunum, því að það er hvort eð er uppselt langt fram í tímann. Samt sem áður væri nú frábært að fá eiturharða gagnrýnendur frá listamannaþorpinu sem oftast er kennt við 101. Fólk með skoðanir, fólk með hugsjón, fólk sem að telur sig vita betur en aðrir!
Allir á listamannafyllerí norður!
(var ég ekki örugglega búinn að undirstrika hvað það er gaman hérna?)
Menning og listir | 28.3.2007 | 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Síðustu dagar hafa farið í vöknun á undarlegustu tímum sólarhringsins, óhóflega setu á Karólínu, samlyggjandi bjórþambi og intenetvafri. Ég verð að finna mér hobbý.
Enginn gagnrýnandi hefur séð sér fært að birta dóm um sýninguna okkar. Það verður gaman að sjá hvort að við höldum ekki risinu hvað einkunnagjöf varðar áfram. Hækkuðum okkur í Blóðbrúðkaupi um heila stjörnu frá hauskúpunni sem að Hvít Kanína fékk. 100% árangur sagði einhver.
Annars finnst mér gagnrýni alltaf pínu skemmtileg. Sérstaklega þegar rýnendurnir tala hvað minnst um sýningarnar. Páll Baldvin notar iðulega tækifærið og kemur með punkta um hverning rekstri viðkomandi leikhúss væri betur farið. Góðir punktar oft en ættu betur við í sérgreinum. (sem að vöntun er á) Brekkan segir bara beint frá Hvað Gerðist í verkinu og vinkona hennar hún María telur upp hvað hún gerði í vikunni. Oft mjög spes.
Annars var víst þing um helgina sem að fjallaði um leikhús og dansgagnrýni. hefði djöfull langað til að vera viðstaddur en...
Dansgagnrýni hefur verið orsök mikilla umræðna á mínu heimili síðustu misseri Enda oft stórskemmtilegt að lesa hvað spekúlantarnir hafa að segja um miðil sem að þeir þykjast hafa einhvap vit á. Páll sagði til að mynda um Flest Um Fátt sem að Vaðall samdi í vetur eithvað á þá leið að: þar hafi greinilega verið um fjölskyldu að ræða og hefði mátt vinna betur úr hlutverki móðurinnar sem að Katrín Ingva túlkaði.
Þarna er Páll í fyrsta lagi búinn að túlka sína eigin útgáfu (sögu) út frá því sem er að gerast á sviðinu (eiginleiki sem að dansinn hefur oftast fram yfir leikhúsið, áhorfandinn túlkar sitt.) en hann er líka búinn að kasta í hlutverkin og farinn að gagnrýna sýninguna dramatúrgískt útfrá sinni túlkun. og ÞAÐ er spes.
Í gagnrýni á síðustu sýningu Dansflokksins Í Okkar Nafni sagði gagnrýnandi Morgunblaðins að sóló Völu í lokin þar sem að hún "hafi verið" að túlka álfkonu eða forynju hafi meira minnt á Gollum heldur en Íslenskar álfkonu. Það er nú gott að vita að það sé kona á Mogganum sem að getur sagt okkur hvernig íslenskar álfkonur líti út og hagi sér.
Allavega, ég bíð spenntur eftir að sjá túlkun rýnendanna góðu á Lífinu. Gaman að sjá hvort að þeir lesi dýpra en Sumir sem sáu einungis fólk í göngutúr.
Menning og listir | 27.3.2007 | 18:01 (breytt kl. 19:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja jæja jæja.
Allt að gerast. Frumsýndi Lífið - Notkunarreglur á föstudag. Svaka fínar viðtökur, enda gott handrit, góðir leikarar, góð músík, góð hljómsveit, góð ljósahönnun, góð leikmynd, góðir búningar... já, þá er allt upptalið sem að er gott við þessa sýningu.
Það var smá skálun eftir sýningu auðvitað, foreldrar og forsetar velkomnir. Eftir nokkrar vel lognar ræður settist fólk að hljóðskrafi. Foreldrar mínir tilkynntu mér að ég mætti nú ekki móðgast en þau ætluðu bara að stoppa stutt, Hinir Ástsælu Spaðar væru nefnilega að spila á Græna Hattinum. Það kom svo á daginn að foreldrar flestra bekkjarfélaga minna sem að mættu, stungu börn sín að lokum af til að fara á ball með sextíogátta kynslóðar sjarmatröllunum í Spöðum. Sem er gott. Nýta Gjuggið.
Ég tók að mér að prýða baksíðu Morgunblaðsins á laugardag. Við vinirnir ég, Megas og Þorvaldur. svo var Bjarni þarna víst líka. Ég svona líka djöfull ánægður með þetta, meðan hinir reyndu og þroskuðu listamenn ná að halda kúlinu. Ég ætla ekki einu sinni að ræða Bjarna.
Tvær sýningar á laugardag og svo partý. Fórum á Sálina á Sjallanum. Það var spes. Ég sá Sálina síðast þegar þeir frumfluttu Sódómu held ég. Eftirpartý í Melrose.
Næsta sýning verður á miðvkudag. Næstu dagar fara sem sagt í að hanga á Akureyri og hafa í alvörunni Ekkert að gera. Kannski maður setji upp leikrit.
bendi að lokum á heimasíðuna hjá Magga bekkjarbróður mínum og vini. www.muggur.blogg.is þetta er ein skemmtlegasta lesning sem ég kemst í, ekki einungis út af skemmtilegum sögum, heldur er drengurinn líka svo yndislega lesblindur.
Menning og listir | 25.3.2007 | 20:49 (breytt kl. 21:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)