Leg og Loki

Afsaka blogghlé. 

Var í bænum um helgina.  Síðasta helgin, þær næstu fara í flutning á Lífinu.  Fór á Leg og í Lokaboð.  Af Legi hef ég ekkert nema gott að segja og hvet alla til að sjá þá snilld (missti pínu dampinn yfir miðbikið en náði undraverðum hæðum þess á milli).  Hitler er besta lag í heimi.

Af Lokaboðinu hef ég auðvitað ekkert ykkur að segja.

meira seinna. 

 


Séð&fokkingHeyrt

Það er mynd af mér í Séð og Heyrt.  Ég og Óli Steinn stöndum hlið við hlið og ég sé fyrir mér að ef það kastast uppá vinskap okkar gætu þeir séð sér leik á borði og klippt myndina í sundur til endurbirtingar.  Eins gott að við Óli st1 höldum friðinn.

Ég hef lagt mig fram að láta þetta blað ekki ná mynd af mér. Ég hef meira að segja stillt upp heilum danshóp en stöðvað svo myndatökuna á síðustu stundu þegar kom í ljós hvaðan myndarinn kom.  Stælar?  Án efa.  Prinsipp?  Já.  Ætla ég að hætta þessari vitleysu? Hell nó.

Mér finnst S&H ógeðslegt.   Blaðið fer fram einungis á annarlegum forsendum.  Allt sem að það stendur fyrir er ljótt.  Mannlegir harmleikir eru blasteraðir á forsíðu, með myndum úr myndasafninu, og krassandi textafyrirsögn. Það virðist vera, að því minna sem að málið kemur fólki við, því meira pláss fær það. 

Ljósmyndarar mæta óboðnir á svæðið og taka myndir, skiptir þá engu hvort um sé að ræða brúðkaup eða jarðarför. Það er skrýtið að sjá myndir úr brúðkaupi bassaleikara Sigur Rósar teknar innan úr runna. Hú kers?  skrýtnast finnst mér samt þegar greinilegt er að viðkomdi afmælisbarn/fasteignasali hefur greinilega hringt sjálfur á myndarann til að festa heimsviðburðinn á filmu.  Sama fólk og er rosalega hissa og fúlt þegar blaðið birtir sömu myndir með annari fyrirsögn.

Ef að maður gefur kost á sér, þá gefur maður kost á sér.

Það sem er svo verst.  þetta blað hefur brenglað svo illilega skynjun okkar á hvað sé frétt og hvað ekki.  Um daginn var til dæmis mynd á forsíðu af mjög svo heimskulegum ungum manni.  Fyrirsögnin var "Kærastan með typpi"  Þessi ungi maður hafði helgina á undan misskilið svona svakalega ungan klæðskipting.  Þegar hann áttaði sig svo á mistökum sínum rann á hann æði og hann reyndi að drepa rekkjunaut sinn (eins og hann viðurkennir í viðtalinu).  Klæðskiptingurinn náði að bjarga lífi sínu með því að berja drenginn í höfuðið og hefur nú kært drenginn fyrir morðtilraun.  MORÐTILRAUN!  Þessu slær Séð og Heyrt upp sem svaka fyndinni sögu.  Svaka grín af því hann vissi ekki að kærastan var með typpi. ógeðslegt.    

Önnur blöð á markaðnum er nú svo sem ekki mikið skárri.  Hvað gekk Kristjáni Þorvaldssyni til þegar hann birti á forsíðu sinni mynd af Guðmundi í Byrginu skellihlæjandi? Manni sem að sex stúlkur höfðu nýlega kært fyrir nauðgun.  Ætli hann hafi hugsað um hvernig þeim og aðstandendum þeirra myndi líða út í Bónus?

En hvaða blöð eru þá " í lagi"?  Veit ekki.  Fréttablaðið notar sama ljósmyndasafn og DV, Blaðið er skrifað af unglingum, Nýtt líf fyrir konur, Vikan eitthvað svo leim og Mogginn lýgur.

Kannski maður ætti bara að hætta þessum stælum.

 

 

 


Fyrsta og síðasta færslan um Magna.

Helvíti hefur hann Magni verið í góðu geimi á Rockstar túrnum.  Hitti bæði sjötugan bassaleika Doobie Brothers OG Michael J Fox !! Það verður erfitt að koma heim í rólegheitin eftir svona rúss.

Stóri Hvellur

 Hann Víkingur vinur minn er alltaf að monta sig á síðunni sinni að hann sé að vinna með gömlu fólki.  Ég er líka að vinna með gömlu fólki.  Eignlega samt bara einum kalli.  (Þá er ég að tala um í leikarahópnum og ég er ekki að meina gamaldags)

Það er auðvitað enginn annar en eðaldrengurinn Þráinn Karlsson.  Maðurinn fagnaði, eins og kunnugt er, fimmtíu ára starfsafmæli á síðasta ári en er enn eins og unglamb á sviði.  En það er ekki bara það að hann sé góður leikari, hann er líka svo góður kall. 

Hann til dæmis veit allt.  Í alvörunni. Ef að maður spyr um eitthvað (sérstaklega ef að það tengist Akureyri) þá veit hann svarið. 

Hann er líka dverghagur á allan andskotann, ef að eitthvað vantar, hvortsem það er leikmynd eða props, þá býr hann það til.  Sigrún er til að mynda að leika kennslukonu og í morgun mætti Þráinn með fagurskapað kennslukonuprik og færði henni. Á kortinu stóð: " kæra Sigrún Huld, hér er prikið. Prikið ÞITT."  Þetta var semsagt ekki props, heldur gjöf.  Fallegt.

Ég hef mikinn áhuga á búninga og propsgeymslum, get gleymt mér tímunum saman að róta í drasli.  Ég var um daginn að róta og fann krók.  Þá er ég að meina svona krók eins og maður fær þegar maður missir hendina.  Ég gramsaði meira og fann gervihönd.  Gamla og þunga búin til úr tré, að mér sýndist. Hélt fyrst að þetta væri gervi-gervihönd en sá svo að þetta var alvöru gervihönd.  Frekar skerý.

Mig langaði að vita hvaðan í ósköpunum þetta kæmi og það kom auðvitað bara einn til greina að spyrja.

"Þráinn veist þú hvað þetta er?" það stóð ekki á svari.  "þetta er hann Skarphéðinn bróðir minn, hann missti höndina við olnboga er hann var að vinna í sláturhúsi.  Skrikaði fótur og datt á hakkavélina."  Bara eins og ekkert sé.  Svo bætti hann við "Hann var góður drengur hann Skarphéðinn" og klappaði létt á höndina.

Stórkostlegur maður hann Þráinn.

p.s. Svo finnst honum lagið "Sjúgðu á mér rassgatið, tvisvar í röð", sem að Halli samdi þegar hann var þrettán, ótrúlega skemmtilegt.


Bó og bjór

Sátum daglangt á Karólínu ég og Vala á laugardag.  Smátt og smátt fylltist staðurinn af fullu fullorðnu fólki.  "heyrðu ég þekki þig. Við vorum saman á Kvíabryggju!" heyrðist stundarhátt.  Var þar kominn listamaðurinn Óli G.  Manninunum sem ávarpið var ætlað var hinn aldni Eyjapeyji Gaui Páls píanóleikari, hann kom af fjöllum enda löghlýðinn maður.  Misskilningurinn var leiðréttur, þeir voru saman á Vogi.

Við Valgerður urðum svo þeim heiðurs njótandi að þessi herramenn tylltu sér á borðið okkar og sögðu okkur sögur af afrekum sínum í lífinu.  Þeir voru leiðinlegir.  Sérstaklega Óli G, hann var eiginlega bara hálfviti.  Gaui gamli Páls varð svo smátt og smátt blindfullur enda teygaði hann ölið stíft (á milli þess sem hann afsakaði tilveru sína) og endaði slefandi fyrir utan, þar sem Palli Rokk kom honum í leigubíl.

Reyndar vildu hvorugir mennirnir að Páll S. Pálsson kæmi nokkuð nálægt okkar selskap, þeir voru sannfærðir um að hann væri pólverji.  Létu þeir hann báðir heyra það.

Um kvöldið héldum við svo á Sjallann þar sem Baggalútur og sjálfur Björgvin Halldórsson léku fyrir dansi.  Það var ekki skemmtilegt.

Eftirpartý í Melrose (Bo mætti ekki en Baggalútur lét sjá sig) Sat ég á skrafi við Magnús Einarsson Mandólínleikara og útvarpsmann fram eftir nóttu.  Það var ágætt.    Allir mjög fullir og leiðinlegir. Meira að segja Guðmundur Pétursson gítarleikari, sem að ég hélt að væri hæglátur maður, var með drykkjulæti og dónaskap.  

Hápunktur kvöldsins var án efa þegar Magnúr bekkjarbróðir minn manaði Ágúst bróður sinn í að henda sér í gegnum eldhúshurðina með þeim afleiðingum að ein rúða brotnaði.  Dáldið töff.


Pabbi minn er klár kall

Um miðjan síðasta mánuð hét faðir minn á mig, að bjóða mér til Parísar ef að næsta ríkisstjórn yrði EKKI skipuð Sjálfstæðisflokki og..bíðið...Vinstri Grænum! 

Hann hafði nefnilega nýlokið við að lesa stefnuræðu Steina djei á flokksþingi flokksins og gamli pólitíkusinn í pabba las á milli línanna að vinstra íhaldið væri að biðla til þess hægra.

Að sjálfsögðu tók ég þessu fagnandi, enda ekkert sem að ég þyrfti að gera annað en að vona að Sjallar og Græningjar yrðu aldrei vinir. Og það var ekki erfitt.

Vín og ostar biðu mín í bjartri sjálfstæðisflokkslausri framtíð.

Eða hvað?

Nýjustu fregnir herma að glórulausir (að ég hélt) spádómar föður míns séu að verða að veruleika. Sameiginleg áhugamál flokkana eru nefnilega ónotalega mörg.  Bera þar auðvitað hæst Evrópumálin sem að báðir flokkar hata eins og pestina, herinn er farinn svo að það píp er búið, Sjallar þykjast vera orðnir grænir og eru skyndilega farnir að endurskoða stóriðjuflippið sitt og VG-liðar hafa lýst því yfir að þeir gangi óbundnir til kosninga (áður höfðu þau útilokað samstaf við Sjálfstæðisflokk). 

Samlíkingarnar eru margar og undarlegar (Steingrímur J og Geir Harði eiga víst saman hesthús) þannig að það er kannski ekki skrítið að ég sé búinn að setja alpahúfuna mína aftur upp í skáp.

Ég get viðurkennt hér og nú að ég hef hugsað mér að kjósa hinn fína flokk vinstrimanna í komandi kosningum.  Í fyrsta sinn.  Flokksfélagar mínir í hinum flokknum hafa stillt upp hlaðborði sínu og nýja bragðefnið er Steinun Valdís(!) 

So VG it´s gonna be.  Reyndar böggar heimskuleg evrópustefna þeirra mig óskaplega en ef málið kemur upp gerir lýðræðissamviska þeirra það að verkum að málið yrði sett undir þjóðina. 

Það er að segja ef að þeir byrja ekki með Davíðsdrengjunum. 


Í leikhúsinu

Ég er búinn að vera duglegur að koma í bæinn og ég er búinn að vera duglegur að fara í leikhús í bænum.  Búinn að sjá allt á árinu nema Abbababb (held ég). 

Fyrir nokkru fór ég á Eilíf Hamingja í borgarleikhúsinu.  Mjög skemmtilegt og áhugavert (hefði reyndar geymt frábæra breska gæjann hans Jóa í annað leikrit), Ég fór (auðvitað) á dansflokkinn og leiddist bara ekki neitt, sérstaklega fannst mér góðir sprettir í seinna verkinu.  Gaman líka að heyra Jón Leifs á megablasti þó svo að það hafi tekið fullt frá dönsurunum. 

Um síðastliðna helgi sá ég tvö leikrit.  Killer Joe á laugardag og Dag Vonar á sunnudagskvöld.  Killer Joe var soldið lengi í gang en seinniparturinn var frábær.  Leikararnir standa sig  með prýði og að öðrum ólöstuðum þá var Bjössi stórkostlegur.  Allir að sjá það

Á sunnudag fékk ég loksins miða á Dag Vonar.  Næst aftast, sem að mér finnst mjög óþægilegt.  Sýningin byrjaði á slaginu átta, ljósin fara niður á áhorfendur, leiftursnöggt skella ljósin á sviðinu, allt svart aftur. Það sama endurtekur sig.  Að lokum heyrum við leikara koma á svið.  ljós upp á sviði, ljós niður aftur og ljós koma upp á áhorfendur.  Litli leiklistarneminn tekur kipp.  "Þetta er snilld, VIÐ áhorfendur erum einhvernveginn það sem að er til sýnis, fjórða veggnum hefur verið snúið við, Hilmir er alveg með þetta!"  þá kallar Chris sviðstjóri yfir salinn að ljósaborðið sé bilað. 

Allir út, hálftíma bið.  Fokk eins og þessi sýning sé ekki nógu djöfull löng.  Loks byrjar sýningin og í stuttu máli sagt var hún stórkostleg.  Há-Hádramatýsk og alltof löng en hafði einhver fáránleg viðbrögð á mig.  Ég var alveg inní þessu.  Varð fúll út í karaktera og vorkenndi öðrum meira en eðlilegt er.  Á tímabili langaði mig að smygla mér baksviðs, klæða mig í búning, fara inná svið og faðma Sissu, bara afþví að hún átti það svo fokking skilið. 

Ég táraðist.  Það gerist ekki oft hjá mér í leikhúsi en ég get viðurkennt það hér og nú.  Ég og Einar Bárða erum nefnilega í svo  sambandi við tilfinningar okkar.

Allavega, fullt af góðum sýningum í gangi og enn fleiri á leiðinni. (bind miklar vonir við Ást og Leg)

 Ég er samt á því að leikhúsið sé dautt.

 Lengi lifi leikhúsið. 


Alvöru grín

Búinn að vera í Reykjavík alla helgina. þriðja helgin í röð. Fór í skemmtilegt partý í hestaleigunni Laxnesi á föstudag. Tilefnið var að tökum á skemmtiþættinum Næturvaktin var um það bil að ljúka. Þetta var svokallað rapp-partý (wrap líklega) rúta var tekin í bæinn og tók Pétur nokkur Jóhann að sér að skemmta fólki á leiðinni. Hann grínaði non stopp úr Mosfellsdalnum niður í 101. Tæknilega séð sagði hann samt bara þrjá brandara og þá bara aftur og aftur í mismunandi útgáfum. hann sagaði klósettið í sundur með vélsög svona 8 sinnum, með reglulegum viðgerðum á vélinni (það vantar meiri glussa), Jón Ársæll kíkti í heimsókn svona 11 sinnum og kettlingar voru aflífaðir þess á milli með hinum ýmsu aðferðum.

Núna gætu einhverjir hugsað að fullur kall í rútu að djóka, allan tíman, gæti orðið pínu leiðinlegt. En þeir hafa þá greinilega ekki verið í rútu með Pétri Jóhanni. Þetta var fyndið alla leið.
Það var mjög forvitnilegt og fallegt að sjá hversu drengurinn var til í að grína við hina minnstu bón. Sama hver spurði um kvöldið, hann var alltaf til í að grína smá.

Nú er ég fyndinn maður. En ég get aldrei gert eitthvað fyndið á kjúi. það er bara ekki séns. Ég finn aumingjahrollinn og vanlíðunina stigmagnast við hvert auga sem að á mig bætist er einhver hefur sleppt orðunum "hei, viggi gerðu þetta aftur..." og reyni ég því að svara með öðru gríni: "ég er listamaður en ekki sirkusapi"

Í sannleika sagt þá vildi ég innst inni vera pínu sirkusapi sem að getur stokkið upp og gert eitthvað svakalega sniðugt við hvert tækifæri sem að býðst. Ég bara meika það ekki, ekki en allavega. En þangað til verð ég bara að þykjast vera alvörugefinn listamaður með svona þokkalegan sans fyrir gríni.


Á meðal manna.

Þar sem að ég sit meðal leikfélga minna á kaffi Karólínu verður mér litið til hliðar (vinstri) of sé aftan á skalla sem að ég þóttist kannast við, kemst svo fljótt að því að þetta er einn frægasti skalli Norðurlands (af fyrirsögninni að dæma gæti fólk haldið að hér væri kominn sjálfur yngri bróðir Nonna.  En nei, hann ekki með skalla, hann er dáinn) 

Mér á vinstri hönd situr enginn annar en áætlaður sigurvegari næstu kosninga, sjálfur Steingrímur Jay.  Og henn er ekki að drekka jurtate, hann er að drekka stóran bjór.

A man´s drink, eins og palli Rokk orðaði það.  


Af hreysti mínu

Var að koma úr bandí.  LA leigir leikfimisal út í sveit og þar er starfsmönnum safnað saman vikulega til að elta plastkúlu með prikum.  Mjög skemmtilegt og mikil hlaup.

Eftir æfingu í dag fórum við Palli Rokk í ræktina.  tókum vel á því.  Líka í gær.

Eftir ræktunina stoppaði ég í vitamin.is og keypti alltof stóran dall með súkkulaðidufti sem að á gera mig hrikalegann.

hlaup á bretti og í bandí, lóð og teygjur, tveir pottar og fjórar sturtur.

Það sést hverjir hugsa um heilsuna.

 

p.s. mé finnst Egils kristall ennþá vondur.

 p.s.s þessvegna pantaði ég mér bjór á meðan ég skrifaði þetta. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband