Berlín í fyrra.

Berlin2006 024 Volksbuhne.  Þar er gaman.

Berlin2006 162 Fyllerí.  Það er líka gaman.

Berlin2006 263 Þetta er víst mjög hættulegt og verður ekki endurtekið.

Berlin2006 375 Þetta er ekkert hættulegt og verður potþétt endurtekið

Berlin2006 278 Afhverju þessum manni var hent út af White Trash er með öllu óskiljanlegt.

Berlin2006 521 Þessi er líklega ástæðan

Berlin2006 672 Lúdóbarinn.

Berlin2006 675 Æsispennandi.

Berlin2006 715 Dramagnús. túrgæd og karókístjarna.

Berlin2006 723 Fullt af fólki í myndaklefa. það er gaman.

Berlin2006 736 Að missa af vélinni heim. Ekki gaman.

Berlin2006 176 Berlín, hir ví komm!

 

 


Sól og bruni

Það er sól á Akureyri. Búin að vera nú í nokkra daga. Og heitt. Of heitt og of mikil sól.  Ég hef alveg verið í vandræðum með að koma mér af Hörpunni yfir á Karólínu án þess að "þetta gula þarna uppi" (eins og Brynjar rappaði um árið) næði mér.  Ég er nefnilega ekki mikið fyrir sól.  Á það til að brenna.  Ég tók þá ákvörðun árið 2003 að ég myndi aldrei fara aftur í sólbað.  Það var á hótelherbergi í Istanbúl og ég var röndóttur.  Get ekki talað um það.

Samt erum við bekkjarbræður að pæla í að grilla á eftir. Drekka bjór í sólinni (skugganum) og fara í frisbí.  Gera eitthvað svona sumar.

Þó svo að sólin sleiki bæjarbúa þá eiga þeir erfitt með að njóta hennar.  Eyjafjarðarbóndinn sér til þess.  Málið er nefnilega að sá ágæti maður tók upp á því að kveikja í jörðinni sinni og hefur hún brunnið skipulega nú í nokkra daga.  Reykinn og lyktina leggur yfir bæinn.  Svo mikill var reykurinn í fyrradag að erfitt var að sjá yfir fjörðinn.  Ég hef því fengið nokkuð mörg flassbökkin síðustu daga.  Þeir sem að eru aldir uppí Fossvogsdalnum þekkja sinubrunalyktina vel.

Annar bóndi hefur verið mjög duglegur að dreyfa mykju á sín tún með þeim afleiðingum að við sinulyktina bætist kúkafýla.  Þá lykt þekki ég ekki.


Saga af strönd

Bakk in Akureyri.  Síðasta vikan.  Þrjár sýningar um helgina og þrjár um næstu.  Svo helgi í Reykjavík og svo Berlín.  Snarlega hefur fjölgað í ferðahópnum og flykkist fólk á netið að kaupa sér miða, enda verðið stórkostlegt, líka veðrið.

Ég er að skrifa bók.  Eða ölluheldur er ég að búa til bók.  Bók um Berlín.  Allt sem að feðalangur þarf að vita um borgina góðu, sérstaklega ef ferðalangurinn hefur áhuga á leikhúsi og áfengi.  Innámerkt kort, punktar, sögur og svoleiðis.  Ef að einhver lumar á sögu eða einhverju sem að tengist Berlín má sá hinn sami senda mér línur á vignirrafn@gmail.com.

Hér kemur ein:

Einu sinni fór ég á leiklistarhátíð í Berlín.  Þetta var árið 2005.  Með í för var útskriftarhópur leiklistardeildar 2006.  Við höfðum heyrt að rétt fyrir utan borgina leyndist stórkostlegur staður, vin í steinsteyptri eyðimörkinni, Tropical Island!  Yfirbyggð sólarströnd með öllu tilheyrandi, sjó, sandi, fossum og strönd.  Forríkur tælendingu hafði víst keypt gamalt loftfarsskýli og breytt því í strönd.  Þetta var of asnalegt til að vera satt.  Þetta var eitthvað sem að við yrðum að prófa.  Við hoppuðum upp í lest og lögðum af stað.  Eftir um klukkutíma ferð sáum við bygginguna rísa við sjóndeildarhringinn og hún hélt áfram að rísa. Og rísa.  þetta var huge bygging, tröllvaxin. Seinna lásum við að hún er nógu há til að frelsisstyttan geti staðið inní henni og nægilega stór fyrir effelturninn að liggja í.

 Þegar við komum var aðeins farið að halla af degi og fólk streymdi frá.  Þegar inn var komið skall á mann heitt miðjarðarhafsloftið og seiðandi sjávarniðurinn ómaði í fjarska.  Eftir innborgun fengu allir armband sem tók við hlutverki krítarkortsins. Mjög hættulegt.  Við fórum beint í búningsklefana, stukkum í skýlunar og drifum okkur í skoðunarferð.  Þá skall það á mann.  Ríalitý tékk. 

 Ég var ekki staddur á exotískri kyrrahafseyju í góðum fíling, ég var í Smáralind á nærbuxunum.  Það var aðeins tvennt í stöðunni, snúa við, halda heim og segja engum frá þessu, eða fara á barinn.  Við völdum það síðarnefnda.  Næstu tíu tímana eða svo tókum við okkur endalaust margt fyrir hendur á þessum stórundarlega stað, strandblak, vatsnrennibrautakapp (tveir og tveir í braut), hópsöngur á íslenskum perlum í heitapottinum, kokkteilaþamb, áskoranir í parísarhjóli, gönguferðir um "skóginn", kappsund á móti straumnum og fleira.  Við enduðum sem sagt á að gista í tjöldum á ströndinni yfir nóttina (opið 24/7)  Þar sem að þetta var í miðri viku var byggingin tóm af gestum þannig að þessa stórkostlegu nótt í maí 2005 voru einu íbúar þessarar trópíkaleyju í Þýskalandi átta dauðadrukknir leiklistarnemar frá íslandi.  Það var frábært.

Árið eftir var ég aftur staddur í Berlín, nú með bekkjarfélögum mínum.  Þeir höfðu auðvitað heyrt af ævintýrum okkar og var stungið uppá að við endurtækjum leikinn.  Það stóð ekki á svari frá mér:

Ekki séns, maður segir ekki sama brandarann tvisvar.

tropical  www.my-tropical-islands.com


"ég á engan hring í nefið á þér!"

Um páskana fæddist viðskiptahugmynd á Akureyri.  Þetta var yfir ölkrús á dúndurbúllunni Karólínu og voru þeir sem að hugmyndina fengu  handvissir um að næstu páska myndu þeir vera staddir á dúndúrbúllunni Karólínu en í það skiptið sætu þeir á eigin bar.

Viðskiptahugmyndin var eitthvað á þessa leið:

Vignir Ra og Örlygur Axl kynna:  Halli 65 ára!  Stórsýning byggð á sígildu skemmtiefni sem er löngu búið að skipa sér örruggan sess í hjarta þjóðarinnar.  Hver man ekki eftir Skódaauglýsingunum?  Glámi og öllum hinum persónunum?   Sjáið shówið!   Kaupið diskinn!  Miðasala auglýst síðar.

 Gæti virkað.  Spurning um að tala við Þjóðleikhúsið... 


Heima

Halelúja.  Sit í sófan heima hjá mér. Í Reykjavík. það er gaman.  Lifði sem sagt af flugið, rétt svo er ég sannfærður um.  Það er einfaldlega rangt að flugvélar skuli vera til.  Þetta á ekki að virka.

Samt gott. ég þarf á einni að halda til að flytja mig til Berlínar.  Fjölgar ört í ferðahópnum.  Hannes og Hilmir hafa þegar bókað miða og Sösi verður á svæðinu ásamt eiturhressum finnum og ofursvölu íslensku leikhúsfólki.  Þetta verður stuð.

Ætla á Gretti í kvöld.  Hlakka til að fara í leikhús þar sem ég þarf ekki að gera annað en að horfa.

 Annars fór ég til Hrýseyjar í klukkutíma í gær. Sá LayLow og Ólöfu Arnalds.  Missti af Pétri Ben.  Sá hann reyndar á föstudaginn á Græna Hattinum.  Éftir þá tónleika fóru allir á Karólínu og létum lögguna henda okkur út eftir lokun. (sorrý stelpur) Pétur Ben datt og fótbrotnaði fyrir utan, er á hækjum það sem eftir er af túrnum, sem að hefur fengið nýtt nafn: Rás 2 haltrar hringinn.  


Lélegur leikari

Sýndi tvær sýningar í gær.  Ég var lélegur.  Allavega fannst mér það.  Venjulega er ég mjög góður, en ekki í gær.  Ég lék þetta kannski ekkert illa, ég var bara lélegur. Engin innistæða. Engin hlustun. 

Reyndar sagði Palli Rokk að ég hafi ekkert verið lélegri en venjulega.  Bjarni var sammála.


Brottför af landi...

Dagana 7 - 14 maí mun ég heiðra háttvirta borgara Berlínar með nærveru minni. 

Fyrirhugaðir eru endurfundir við finnska leikaranema í bland við óhóflega leiklistarneyslu og bjórþamb.  Berlín er stórkostlegasta borg sem að ég hef heimsótt og hlakka ég mikið til minnar fjórðu heimsóknar í þetta musteri menningar og lista, þar sem sagan drýpur af hverju götuhorni og maður upplifir við hvert fótmál að öll erum við aðeins sandkorn í tímaglasi eilífðarinnar.

svo verður líka gaman að detta í það og fara í H&M.


Heimkoman

Ég er fluttur.  Bara fram á laugardag reyndar.  Bý núna á Gulu Villunni, gistiheimili niðrí bæ.  Einhverra hluta vegana var Harpan tvíbókuð nú í vikunni og þurftum við flest að lúffa fyrir skíðabörnum sem keppast nú í Hlíðarfjalli.

Við fengum þær gleðifréttir að síðasta sýning verður þann fjórða en ekki tólfta.  Ætli ég komi ekki alfluttur heim þann fimmta. Þetta fer nefnilega að verða gott hér fyrir norðan.  Akureyri er reyndar ágæt og ég á eftir að sakna...hérna...erm...Akureyri er ágæt.

Kem reyndar heim í tæpa viku þann 22.  Það verður gaman, hef ekki komið á laugarveginn í mánuð.  Hef ekki drukkið Guinness í mánuð.

Mikið er ég annars feginn að það sé komið á hreint að stelpurnar í Nylon séu ekki heimskar. 


Wake Up!

Vaknaði í morgun fyrir allar aldir.  Heilum klukkutíma fyrir áætlun.  Ástæðan var tvíþætt.  Ekki nóg með að iðnaðarmaðurinn óþreytandi, sem að hefur verið að "laga" eitthvað í herberginu fyrir ofan mitt í næstum mánuð, tók sig til og boraði fimmhundruðasta gatið í vegginn sinn, heldur ákvað Frjálslyndi-trúbadora-útlendingurinn einnig að pikka upp nokkur lög.

Ég bý sem sagt fyrir ofan framboðsskrifstofu Frjálslyndaflokksins.  Hef ljósblátt F-ið flaggsandi fyrir neðan gluggann minn allan daginn.  Útlendingurinn sem ég sagði frá hér fyrir skömmu er enn á svæðinu og hefur greinilega aðstöðu til að æfa sig á skrifstofunni áður en hún opnar.  Að vakna við einhvern að reyna að pikka upp eitthvað sem að ég hélt að væri Morrisey en fattaði síðan að átti að vera Burt Bacharach er ekki gott.  Rannsóknarblaðamaðurinn ég hef komist að því að útlendingurinn er annað hvort færeyingur eða íri.  Veit ekki hvort.  Hann er allavega eyjamaður.

Einu sinni sátum við Lygi á Kúltúren í Lundi og drukkum bjór á milli þess sem að við höfnuðum sápu-keðju-sölu-tilboðum frá íslenska vertinum (sem að henti okkur út fyrir að syngja Þjóðsönginn).  Á tal við okkur gaf sig drukkinn svíi sem var starfsmaður í Tetra-Pakk verksmiðjunni en átti sér þann háleita draum að verða blaðamaður. (hann langaði svo að fá aðgang að "the press room" og gott ef að við lugum ekki að grey manninum að við værum einmitt báðir blaðamenn og að það væri geðveikt)

 Þessum ágæta Svíja var mjög í mun að við myndum skilja að hann væri frá Ölandi og að þar sem að við værum frá Íslandi ættum við að standa saman.  Allir sem að eru frá Eyju eiga eitthvað sameiginlegt sem að meginlandsfólkið skilur ekki.  Vildi hann ganga svo langt að allar Eyjaþjóðir ættu að stofna alþjóðlegt bandalag líkt og Sameinuðu þjóðirnar (hann var samt ekki alveg viss með að bjóða Madagaskar aðild)

Mikið væri gaman að vita hvort að þessi ágæti maður hafi farið að ráðum okkar og elt drauma sína.

En eitt er allavega víst, í dag lærði ungur maður að spila Raindrops keep falling on my head á gítar.


The shortest straw

Hvað er þetta með íslenska þingmenn og bílveltur. 

Fyrir um ári síðan velti Steingrímur J. bílnum sínum og slasaðist nokkuð en stóð upp aftur öflugri en áður þekktist og reif flokk sinn upp í skoðannakönnunum.

Í síðustu viku tók  Einar K. nokkra hringi á dollunni sinni og gott ef að sjallarnir hafi ekki hækkað sig eitthvað í síðustu könnunum.

Í blaðinu í dag var svo frá því sagt að Kristinn H. hafi dregið styðsta stráið og þurft að bruna sínum bíl af brúnnini.  Desperet mesjörs...

Það er samt ekki nóg að keyra á eða útaf. Maður verður að velta.  Eyþór A. klikkaði á því. 

Nú er bara að sjá hvort að Jakop F. botni ekki sinn jeppa út af sæbrautinni á morgun.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband