Gleði Tónar

Allt í gangi. Útvarpið búið. æfingar-hafnar-myndatakan búin hjá Gott Kvöld liðinu og löng helgi framundan.

Ég fór á frábæra tónleika í gær. Í Iðnó. Hjaltalín, FM Belfast, Sprengjuhöllin og Motion Boys.

Ég hafði aldrei áður séð Hjaltalín en ætla mér að gera það aftur. Eðal Arcade Fire ripp off.  Sprengjuhöllin er alltaf helvíti skemmtileg á tónleikum enda með einn besta frontmann síðari tíma. skiptir engu að hann kann ekkert að syngja eða spila á gítar.

Annars kom FM Belfast mér mest á óvart. Ég er nú ekki mikið fyrir teknó en þetta var ógeðslega gott teknó. Gleði teknó. Það var eitthvað svo gaman hjá þeim. Kæmi mér ekki á óvart ef að þau myndu eiga hittara í sumar.

Ég sá bara tvö lög hjá Motion Boys og þeir voru líka með teknó. En það var live teknó. mjög töff.

Hlakka til sumarsins. Leikhúsin lokuð þannig að maður fer bara á tónleika í staðin. Á tónleikum er líka hægt að drekka bjór á meðan "sýningu" stendur. Það er ekki hægt í leikhúsunum. 

Nema í Volksbuhne. 


Musterið heimsótt

Ég mætti á minn fyrsta lestur í Þjóðleikúsinu í dag. Gott Kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur. Mjög gaman.

Annars var ég að labba framhjá Þjóðleikhúsinu þar sem framkvæmdir eru í fullum gangi.  Vildi þá ekki betur til en að ég fékk Atla Rafn í hausinn.  Helvíti vont.


Af stofnunum og kaffi

Ég er að vinna uppi á útvarpi þessa dagana. Gera útvarpsleikrit. Mótleikur. Það er gaman enda að vinna með eðalfólki.  Ég verð alltaf pínu vandræðalegur þegar ég kem inná svona stofnanir. Veit ekki hvað það er. Allir með passa og svona.  Reyndar skipta þessir passar engu máli.  Það getur hver sem er farið uppí sjónvarpshús, sagtst eiga þar erindi, fengið gestapassa og þar með er viðkomandi kominn með greiðan aðgang að útbreiddust útvarpsstöðvum landsins.  Við Davíð Guðbrands vorum að pæla að taka yfir sídegisútvarpið í gær. Þorðum því ekki.

Annars kenndi Dói mér fræbært trix sem hann þakkar áralöngu stofnanastarfi sínu.  Það er svona:  Þega maður fær sér kaffi þá hellir maður mjólkinni fyrst og svo kaffinu. Þá þarf maður ekki að hræra. Snilld.

 Annars verð ég að hrista af mér þennan stofnanamóral þar sem ég er að fara að vinna í þjóðleikhúsinu.  Vonandi eru engir passar þar.


Heima

Kominn heim. Það er svo sem ágætt. Vala er hér.

Annars var Berlín snilld. Eitt orð: Vá.  Instant klassik.

Þorleifur gestgjafi okkar Hannesar (ogSímonarogMelkorkuogStebba) tók á móti okkur eins hershöfðingi, fær hann fimm stjörnur af fjórum mögulegum fyrir gestrisni og höfðingsbrag. Snilld.

Berlín var tekin með trompi. Lúdó. bjór. Pool. karókí. Kebab (Hilmir borðaði 20 á fimm dögum) Bjór. Leikhús. Labb. Ógeðslega mikið labb. Búðir. Söguskoðun. Júróvisjón. Kosningafartý hjá Helga Björns. Finnar. Var ég búinn að segja bjór? Berlín er einfaldlega meðetta.

Segi kannski meira frá leikhúsinu seinna...


Berlin2

Sá sýninguna De Frau eftir jonathan Meese. Hún var algjört rugl, en að sama skapi algjör snilld.  Endalaust pómó listarúnk sem að náði að nauðga leikhúsinu til dauða en samt verið eitt af þeim allra bestu leikhúsuoolifunum sem að ég hef lifað. Tótal fokking snilld. (sjá má stutt video á Volksbuhne síðunni.) Leikhús sem ísland þarfnast.

Fór svo í dag á listasafnarúnt. Byrjaði á innsetningu eftir Thomas Hirschorn. Viðbjóðslegasta herbergi sem að ég hef komið inní. Jafn ógeðfellt og það var upplífgandi.

Fórum svo á Hamborger Banhof safnið. Jason Roades og Paul MaCarthy með verk og einnig samsýning  undir yfirskriftinni Sársauki. Mjög áhugavert og óþægilegt í senn. 

semsagt, undarlega ógeðfeldur dagur sem einnig gerði mig að betri manneskju.

Það er ekkert annað.

Kosningar á morgun. Og ég ætla í partý til Helga Björns og sjá ríkisstjórnina halda velli á fáránlegan hátt.

ÞAÐ er ekkert annað.  


Berlín

Kveðja frá Berlín.  Hér er auðvitað endalaust gaman. Sá reyndar ömurlega leiðinlega danssýningu í gær. Blessed eftir Meg Stuart. Krapp.

Bjórimpíuleikarnir hófust í dag. mikil spenna.

farinn í leikhús.


Lífinu lokið.

Lífið er búið. Það er fínt. Ég fluttur heim. Farinn til Berlínar eftir smá. Það er mjög fínt.

Um helgina var stofnað félag. FyllerísFélagið Fáfnir.  Það er félag sem verður að hlúa að.   


Bjór og popp

Ég á kassa af bjór.  Eða allavega hálfan kassa af bjór.  Ég og Óli Steinn unnum nefnilega Pub-quiz á Karólínu í gær.  Rústuðum því eiginlega.  20 og hálft af 25 mögulegum.  Hæsta skor ever.

Ég er reyndar ekkert ókunnugur sætum sigrum þegar kemur að Pub-quiz.  Vann einu sinni á Grand Rokk með Hannesi.  Það voru samt engar kanónur að keppa þá.  Vantaði t.d. Kolbein Proppé.  Og Ævar Örn sem að hefur unnið oftast....nei alveg rétt hann var þarna.  Gott samt að Stefán Pálson Gettubeturdómari var ekki þarna....bíddu bíddu, jú hann var þarna líka og ef að mig minnir rétt unnum við Svein Guðmarsson gettubeturdómara í bráðabana.  Það var gaman.

Í gær var þema. Tónlist. Rokk og Popp.  Heppnir við.  Er samt enn mjög pirraður yfir að hafa ekki getað grafið upp svarið við síðustu martraðarspurningunni.  Hverjir voru trommari og bassaleikari hjá Jimi Hendrix. (Mitch Mitchell og Noel Redding)  Hefði pottþétt getað það ef að hún hefði komið fyrr.  Ég var með Mike Myers og Otis Redding í heilanum.  Það er ekki rétt.


Játning.

Ég er töff. Töffari.  Ég get alveg sagt það án þess að hljóma of hrokafullur.  Ég meina, ég á leðurjakka, er órakaður og geng alltaf með sólgleraugu.  Það er töff. 

Ég er reyndar bíl og flughræddur. Mér er líka illa við öll dýr sem að fara hraðar en ég (sérstaklega hesta og hunda)  og ég hef tárast í bíó (fokking Mel Gibson) 

Að vera töff gengur soldið mikið út á að halda kúlinu.  En það getur oft verið erfitt.  Maður reynir samt. Ég les til dæmis aldrei minningargreinar á almannafæri (það er best að gera það inni á baði, með sturtuna í botni). 

Ég á það líka til að fá undarlega tilfinningu í sólarplexusinn yfir ótrúlegastu hlutum, sérstaklega þegar maður er illa fyrir kallaður (löngu hættur að horfa á Ópru á sunnudögum).  Lengi sá ég enga tenginu milli þessara "kasta" en fattaði svo fljótlega að oftast var einhverskonar heiður í spilinu, það er að segja, oftast var fólk að standa á bak við eitthvað sem að það trúði á, eitthvað sem að var "æðra" en það sjálft.

Ég er samt ekki að tala um "trú" eins og í "ég trúi að guð muni redda þessu". Ég er ekki að tala um guðstrú, ég er að tala um að trúa á eitthvað sem að skiptir meira máli en einstaklingurinn, eitthvað sem að fólk leggur á sig for ðe greiter gúdd.  Ég er meira að pæla í Che Guevara, Gandhi eða andspyrnuhreyfingunni eða eitthvað svoleiðis.  Venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum.  Hetjur. Riddarar. Mótmælendur. Fólk sem að fórnar sér, fyrir aðra.  Samstaða.

 Veit ekki hvað það er, en það nær mér evrí tæm.

Í gær fékk sólarplexusinn minn heldur betur að finna fyrir því.  Það var þegar ég las samansafn af baráttubréfum sem að Félagi Íslenskra Leikara hefur borist frá meðlimum þess í svokölluðu Pressu-máli.

Einkar viðeigandi til lestrar á 1. maí.  Ég get ekki annað en hlakkað til að verða meðlimur ef að þetta er framtíðin.  

     


Krokkett í sól.

Mér finnst viðeigandi að 1. maí myndin framaná Mogganum sé af nýbúa.  Enda eru það helst nýbúar sem að eru í verkamannavinnu (þetta er ábyggilega rangt)

Íslendingar nenna nefnilega ekki að vinna svona vinnu lengur.  Allavega ekki ég.  Ég er bara listamaður. Flippari.

Annars tókum við bekkjarbræður (Nema Halli) svo sannarlega á móti sumrinu í gær.  Fórum í Ríkið, Nettó og bakaríið við brúnna og brunuðum inneftir, í Kjarnaskóg.  Þar fundum við okkur skjólsælt rjóður með bekk og brú yfir læk og allar græjur.  Borðuðum, kældum bjórinn í læknum og fórum úr að ofan.  Svo helltum við okkur út í Krokkettið.  Jebbs, ég splæsti í krokkettsett í Nettó og við tókum svo sannarlega á því.  Krokkett með frjálsri aðferð verður pottþétt íþrótt sumarsins.

Þegar bjórinn var búinn brunuðum við í bónus og versluðum grillmat, brenndum svo á Þórunnarstrætið, belgdum okkur út og horfðum á dýralífsmynd.  Snilld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband