Þá er komið að því. Loksins.
Áður en sólarhringur er liðinn mun ég standa á Alex og horfa dolfallinn á fernseturninn í öllu sínu veldi. Ég get ekki beðið.
Ferðin hefur öll verið plönuð. Efnisyfirlitið tekið eins og það leggur sig, kryddað með skemmtilegum börum og furðulegum búðum. Allt frá Sovét-minnismerkinu til Ku´damm.
Tvær leikhúsferðir hafa verið bókaðar. Fjölskylduferð á Breaking News með Rimini Protokoll þar sem Símon Birgisson vinur minn fer víst á kostum. Það er svo auðvitað ekki hægt að fara til Berlínar án þess að kíkja í Volksbuhne og höfum við bræðurnir fest kaup á miðum á Fuck off, Amerika í leikstjórn Castorfs sjálfs. Byggt á bók eftir rússneska brjálæðinginn Edward Limonow. Jonathan Meese með leikmynd. Getur ekki orðið annað en áhugavert. Annars förum við bara í Lúdó á Yesterday.
Annað gleðiefni er að Egill frændi minn ætlar að heiðra Berlínarborg með nærveru sinni yfir hátíðarnar.
Ekki amalegir dagar framundan. (skítt með rigninguna og krónuna!)
Flokkur: Menning og listir | 19.3.2008 | 13:37 | Facebook
Athugasemdir
Endilega pantaðu einn swinningpool fyrir mig á Yesterdays....
Hannes (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 21:50
góða ferð vinur! þetta verður náttulega ekkert annað en dásamlegt.
víkingur (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.