Berlín bíður í ofvæni...líf og fjör!

Þá er komið að því. Loksins.

Áður en sólarhringur er liðinn mun ég standa á Alex og horfa dolfallinn á fernseturninn í öllu sínu veldi. Ég get ekki beðið.

BERLÍN 2007 007

Ferðin hefur öll verið plönuð. Efnisyfirlitið tekið eins og það leggur sig, kryddað með skemmtilegum börum og furðulegum búðum.  Allt frá Sovét-minnismerkinu til Ku´damm.

Tvær leikhúsferðir hafa verið bókaðar.  Fjölskylduferð á Breaking News með Rimini Protokoll þar sem Símon Birgisson vinur minn fer víst á kostum.  Það er svo auðvitað ekki hægt að fara til Berlínar án þess að kíkja í Volksbuhne og höfum við bræðurnir fest kaup á miðum á Fuck off, Amerika í leikstjórn Castorfs sjálfs.  Byggt á bók eftir rússneska brjálæðinginn Edward Limonow.  Jonathan Meese með leikmynd.  Getur ekki orðið annað en áhugavert.  Annars förum við bara í Lúdó á Yesterday.

Annað gleðiefni er að Egill frændi minn ætlar að heiðra Berlínarborg með nærveru sinni yfir hátíðarnar. 

Ekki amalegir dagar framundan. (skítt með rigninguna og krónuna!)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endilega pantaðu einn swinningpool fyrir mig á Yesterdays....

Hannes (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 21:50

2 identicon

góða ferð vinur! þetta verður náttulega ekkert annað en dásamlegt.

víkingur (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband