Virðing Fíflsins

Ég hef að sjálfsögðu fylgst með stóra-Jóns-Viðars-málinu.  Og hef gaman af.  Það er eitt sem að ég hef hoggið eftir og hljómar alltaf jafn undarlega, en það er þegar fólk (Reynir Trausta) talar um Jón Viðar sem virtan gagnrýnanda. 

Ég hef ekki hitt eina einustu leikhúsmanneskju sem að ber virðingu fyrir Jóni Viðari sem gagnrýnanda. 

Sem Fræðimanni, kannski.  Sem gagnrýnanda, ekki einn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leikhúsfólk fagnar margt beittri og málefnalegri gagnrýni Jóns Viðars.  Fagleg gagnrýni hlýtur að vera nauðsynleg íslensku leikhúsi ef ekki á að verða stöðnun.  Leikhúsin ættu í raun að fagna því að jafn ágætur gagnrýnandi starfi hér og vilji yfirhöfuð leggja sín lóð á vogarskálarnar til að bæta íslenskt leikhús.

Jón Viðar er vel að þeirri virðingu sem hann nýtur kominn.  Fullyrðingar þínar um að hann njóti ekki álits og virðingar leikhúsfólks eru úr lausu lofti gripnar.

Guðmundur (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Vignir Rafn Valþórsson

Neibb

Vignir Rafn Valþórsson, 9.1.2008 kl. 16:11

3 Smámynd: Örlygur Axelsson

Vignir, ég held að Guðmundur hljóti að vita betur en þú hvað milli þín og þinna kolegga fer. Því tek ég undir með Guðmundi. Þú og annað leikhúsfólk virðið Jón heilshugar og fagnið í hvert skipti sem blek hans snertir blað. Hættu svo að grípa hluti úr lausu lofti.  

Örlygur Axelsson, 9.1.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband