Ég var að horfa á Næturvaktina á Youtube í lélegum gæðum. Þessir þættir eru ekkert nema snilld. Og þá meina ég í alvörunni snilld (ekki bara svona eins og maður segir "algjör snilld" heldur skipa þeir sér á hillu með öðrum snilldar þáttum eins og Arrested Development og Office.) Þá er það komið á hreint.
Það er eitt samt sem er pínu skrítið. Ég hlæ eiginlega ekki neitt. Sit bara og stari á skjáinn og berst stundum við það eitt að slökkva ekki hreinlega á tölvunni vegna þess hversu óþolandi Georg Bjarnfreðarson er. Það sem heldur manni gangandi er ekki bara stórkostlegt handrit og frábær uppbygging heldur einnig mögnuð persónusköpun og ótrúlegur leikur. (persónulegt met í háfleygum lýsingarorðum) Af öðrum ólöstuðum verð ég að segja að hann Pétur Jóhann á stjörnuleik, annar eins náttúrutalent hefur ekki komið fram síðan Eggert Þorleifsson, Jón er ýktur og óþolandi (og gerir það vel) og Jöri er frábær að vanda.
Ef að þetta er það sem koma skal í íslensku sjónvarpi þá erum við í góðum málum.
Flokkur: Menning og listir | 15.10.2007 | 03:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.