Borgaralegt framhjáhald

BERLÍN 2007 007Þegar ég útskrifaðist í vor fékk ég gjafabréf að gjöf frá Sigrúnu frænku minni og eiginmanni hennar Jeff.  Mín fyrstu viðbrögð voru að hrósa happi yfir að geta keypt mér miða til Berlínar.  Einhver benti mér á að fleirri borgir væru til.  Ég sagðist vita það og að ég hafi nú bara sagt svona. 

Sannleikurinn er samt sá að ég hef gengið með það bak við eyrað ó/meðvitað að þetta gjafabréf yrði einungis notað til að koma mér til Berlínar.   Þar til um daginn að ég keypti mér miða til London fyrir bréfið.

Og ég er með móral.

Mér finnst ég á einhvern fáránlegan hátt hafa svikið einhvern sem að mér þykir vænt um.  Mér finnst ég hafa haldið framhjá Berlín með London.  Ég veit að þetta er fáránlegt.  Ég hef engar rætur í Berlín, engin ættartengsl, ég hef aldrei búið þar, ég tala ekki einu sinni þýsku.  Ég hef reyndar komið þangað fjórum sinnum. 

Ég hef komið fjórum sinnum til London.

Kannski er þetta vegna þess að ég þekki ekki London.  Ég kann ekki á London.  Ég kann á Berlín.  En í væntanlegri Lundúnaferð minni mun ég að öllum líkum vera í slagtogi með fólki sem að þekkir borgina.  Sem að kann á hana.  Það má því búast við að þessi ferð mín verði lærdómsrík og jafnvel fordæmisgefandi.

Ef einhver lumar á leyndarmálum um höfuðborg heimsveldisins má sá hinn sami koma þeim á framfæri... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Er ansi vel að mér í lundúnaborg og getur þú sent mér póst ef einhverjar spurningar eru.

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 19.9.2007 kl. 14:24

2 Smámynd: Örlygur Axelsson

Ég vil benda velunnurum minnar síðu á að leyniorðið er Þorgrímur. Afsakaðu síðuhaldari þessa sjálfsmiðuðu athugasemd mína.

Örlygur Axelsson, 20.9.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband