"Ef að Harry Potter hefði verið uppi á tímum nýja testamentsins hefði hann verið tekinn af lífi!"
Einhvernveginn svona hljómaði fullyrðing sem kona nokkur öskraði í míkrafón á kvöldvöku hjá sumarbúðum sannkristinna evangelista í heimildarmyndinni Jesus Camp. Stórkostleg mynd sem að skilur áhorfandan eftir agndofa og tóman. Mæli eindregið með henni (www.tv-links.co.uk).
Á sömu síðu má finna þátt um ungan og upprennandi stjórnmálamann úr röðum breska þjóðernisflokksins. Young, Nazi and Proud heitir þátturinn og það er kostulegt að sjá hvernig fréttamaðurinn nær að leika sér að viðfangsefninu, fær hann til að segja allskonar hluti og slengir þeim svo framan í hann í lokinn að hann sé með allt á teipi.
Vináttu þeirra lauk svo endanlega á orðunum "i´m jewish by the way"
Flokkur: Menning og listir | 4.9.2007 | 02:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.