Það getur oft verið ótrúlega leiðinlegt í leikhúsi. Svo leiðinlegt að áhorfendur sofna. Að standa á sviði og sjá sofandi fólk á öðrum hverjum bekk er ábyggilega ekki skemmtilegt.
Aftur á móti er ábyggilega ótrúlega skemmtilegt að horfa á leikrit sem er svo leiðinlegt að leikararnir sjálfir eru alveg að sofna. Pottþétt nægilega skemmtilegt til að halda áhorfendum vakandi.
Að veita íslenskum áhorfendum þessa skemmtun var planið.
En nú hafa læknavísindin sett sig upp á móti væntanlegri skemmtun og benda lyffróðir menn á að planið sé beinlínis hættulegt.
En það er einmitt það sem að er svo skemmtilegt við planið.
p.s. Ég hef ekki hugmyndum um hvort að "lyf-fróður" sé orð.
Flokkur: Menning og listir | 29.8.2007 | 15:57 | Facebook
Athugasemdir
Hvaða rugl er þetta. Það er ekkert hættulegt við að fá sér einn immara. Just do it.
Örlygur Axelsson, 31.8.2007 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.