Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Ég var til dæmis að læra það að í Kólembíu ríða ungir drengir ösnum. Og þá er ég ekki að tala um setjast -á-bak-og-láta-þá-bera-sig heldur er ég að tala um setja-tippið-á-sér-inní-píkuna-á-asna. Þetta er alveg satt.
Nú spyrja kannski einhverjir sig, Hvaðan ég hafi þessa vitneskju. Nú, af internetinu auðvitað. Ég var að endurvekja kynni mín af "sjónvarps" stöðinni www.vbs.tv, sem er rekin af sama liði og stendur á bak við tímaritið Vice. (www.viceland.com).
Skemmtilegast finnst mér Travel þættirnir þeirra. En í einum er einmitt farið til Kólembíu og talað við menn (og börn) sem að ríða ösnum. Maður fær meira að segja að sjá einn gera það. Þar er líka hægt að skoða "litla þýskaland" í Nýju Gíneu, sjá David Cross borða hund í kína og blindfullt fólk skjóta mjútant villidýr í Chernobyl.
Mæli líka með sögunni af Írösku dauðarokkssveitini Svarti Sporðdrekinn.
Flokkur: Menning og listir | 30.7.2007 | 04:09 | Facebook
Athugasemdir
Er hægt að fá Vice á Íslandi? Ég veit að Nakti Apinn var með einhverjar hugmyndir um að dreifa því. Ef ekki þá ætti einhver að hafa samband við Scandinavian Vice og byrja á því.
Egill (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 08:59
En Miami Vice? er það ekkert?
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 30.7.2007 kl. 11:46
Nei það er hvorki hægt að fá Vice né Miami Vice á Íslandi. Reyndar er ábyggilega ekki heldur hægt að fá það í Kólembíu. Aftur á móti bókað hægt að fá það í Kólumbíu. Kólembía er nefnilega ekki til.
Vignir Rafn Valþórsson, 30.7.2007 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.