Ég átti afmæli í gær. Það var gaman. Svenni samdi handa mér fallega níðvísu og Pétur kom með 15 manns með sér. Stjáni henti þeim út.
Á morgun fer ég út á land. Stefnan tekin á Patreksfjörð og svo eitthvað flakk þar til við förum á hornstrandir um næstu helgi. Það verður gaman. Pétur kemur ekki með og vinum hans 15 er ekki boðið. Enda yrði það erfitt fyrir Stjána að henda þeim út.
Flokkur: Menning og listir | 15.7.2007 | 16:34 | Facebook
Athugasemdir
Blessaður og til hamingjui með afmælið...
Góða skemmtun á ferðalagi um ísaða landið..
Óli Steinn (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 20:01
Stefnan er sjaldnast sett á Patró!
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 16.7.2007 kl. 14:22
Mjög gaman í þessu afmæli Vignir eins og við var að búast, ég fékk reyndar lítinn tíma til að henda þeim út. Andri og Magnea gripu í taumanna og sáu til þess að hluti af hópnum fór út. Þess ber þó að geta að mér hefur alltaf verið mjög vel við systur hans Péturs þó að vinir hennar hafi verið vafasamir þetta kvöld. Systir hans Péturs á nú samt ekki roð í mömmu hans, sem er klárlega sætasta mamman í vinahópnum.
Stjáni (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 14:41
Var að bóka far til Stockholms. 26a til 29a.
Egill (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.