Ég hef gaman af auglýsingum. Þær geta haft mikil áhrif á mig. Góð og slæm.
Ég hef til dæmis komist að því að það eru bara nördar sem að flokka ruslið sitt. Ég er hættur því. Svo getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að Eiður Smári sé hundleiðinlegur. Alltaf einn á röltinu. (hann náttúrulega kemst ekki í liðið og hefur því nægan frítíma). Það eu heldur engar líkur á að ég kaupi eitthvað sm er auglýst með illa döbbuðum erlendum auglýsendum. "má ég sjá gráu skyrtuna þína?" " Hún er hvít!!"...
Aftur á móti dauðlangar mig í bíl til að geta keypt bensín eins og Raggi Bjarna. Óskiljanlegt að fyrirtæki hafi ekki fengið Ragga til að vera maskott fyrr en núna. Snillingur.
Kommentakerfið er nú opið fyrir nokkra þunnbotna brandara.
Flokkur: Menning og listir | 25.6.2007 | 13:48 | Facebook
Athugasemdir
Ef maður flokkar ruslið sitt og sparar rafmagn, þá er baráttan gegn umhverfisverndarsinnum töpuð!
Pétur (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 13:58
Ég er dásamlega fyndin og "flokkjú"(bíðið vinsamlegast meðan ég æli). Takk fyrir færslu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 14:46
það eru sinnulausir krakkabjánar eins og þú sem eru að eyða heiminum. ætlarðu kannski að segja mér að þú "koltvísírings...jafnir (?) ekki bílinn þinn??"
Víkingur / Víxill, 25.6.2007 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.