Dabbi Kóngur

Ég las um daginn ásamt góðum mönnum leikritið Bubba Kóng eftir Alfred Jarry.  Höfum við í hyggju að vinna með verkið og setja upp einhverskonar sýningu í sumar enda snilldar verk sem að markaði tímamót í leiklistarsögunni. Alger steypa en samt svo satt.

Þegar maður talar um Bubba Kóng er margt sem að ber á góma. Macbeð, Bubbi Mortens, Bush og að sjálfsögðu Davíð Oddsson.  Davíð lék, sem mörgum er kunnugt, titilhlutverkið árið 1969 í uppsetningu Á Herranótt.  Margir segja oft í djóki að Davíð hafi fundið sig svo í hlutverkinu að hann hafi aldrei komist úr því. 

 Ha Ha Ha Ha Ha Ha! 

Þetta er samt ekki svo fjarri lagi.  Það er eiginlega bara pínu skerí að lesa verkið með þeim augunum.  Valdahroki, paranoja og undanstungur.  Mjög magnað.

Ég hef í kjölfarið verið að sanka að mér  efni um landsföðurinn gamla. Kíkti í fornbókabúðina við Hverfisgötu og datt niðrá frábæra bók.  Davíð - Líf og Saga eftir sjálfan Eirík Jónsson, skrifaða í óþökk Davíðs árið 1989.  Þar fer Eiríkur yfir lífshlaup Davíðs á frekar dúbíus hátt á köflum.  Bókin er að mestu byggð á kjaftasögum og viðtölum við ónefnda einstaklinga.  En hún er ansi merkileg og skemmtileg lesning.

Upprisa Davíðs í Menntaskóla er t.d. mögnuð.  Hvernig hann, eftir að hafa slegið í gegn sem Bubbi Kóngur, vann Inspector kosninguna og í stað þess að ráðfæra sig við aðra lýðræðislega kjörna menn (ritara, gjaldkera...) þá raðaði hann í kringum sig sínum vinum og fól þeim verkefni.  Á skólaböllum kom hann svo upp háborði þar sem hann og hirð hans (Geir Haarde, Kjartan Gunnarsson...) sátu og gæddu sér á snittum sem engum öðrum stóð til boða.   Svona byrjaði Davíð og við vitum öll vernig hann endaði. 

Við lestur bókarinnar (sem að ég er ekki búinn með) get ég ekki annað en hugsað að þetta sé efni í rábæran söngleik.  Fátækur sonur einstæðrar móður vinnur sig upp úr sárri fátæk, verður skær stjarna á leiksviðinu, borgarstjóri, forsætisráðherra, veikist og hættir, æskuvinurinn erfir djobbið,  endar svo æfina gamall maður sem stjórnar bak við tjöldin úr fílabeinsturni, hæstlaunaðasti ríkisstarfsmaðurinn. 

Þetta er eiginlega of magnað svona þegar maður hugsar um það.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband