Nú er ég búinn að starfa við Þjóðleikhúsið í tvær vikur og hef ekki lent í mörgum áhugaverðum samtölum um leikhús en um daginn var verið að ræða ákveðna Þjóðleikhússýningu og ég sagðist ekki hafa verið að fýla hana. Og hver voru viðbrögðin? Ég var allavega ekki spurður hvers vegna eða hvað hefði betur mátt fara. Nei, það eina sem ég fékk að heyra var (lesist með væntumþyggjubrosi):
"Oooh, típíski ungi leikarinn sem að finnst allt ömurlegt og ætlar sér að breyta heiminum. Ég man þegar ég var svona, Bíddu bara þetta breytist" Hvað er það!
Þess má geta að viðkomandi leikari (konur eru líka ari) er ekki búinn að ná tíu ára starfsaldri. Það sem meira er að þetta virðist vera mjög útbreytt viðhorf meðal leikara.
Finnst fólki í alvöru að það geti ekki breytt neinu? Er bara best að hrista hausinn yfir ruglinu og mæta í vinnuna. Fara á æfingar, fá sér kaffi og hvísla um hinar og þessar uppfærslur og hvað hefði betur mátt fara. Mæta á barinn og tala um "ástandið" í Íslensku leikhúsi. Vera heitur. Klára bjórinn og mæta svo á mánudeginum, fá sér kaffi og hvísla meira. Helvíti næs.
Eru leikhúsin stóru eitthvað svona apparat sem að sýgur kraftinn og viljann úr fólki? Eða eru leiklistarskólar bara í ruglinu og kenna okkur bara að hugsa eitthvað útópíu bull, sitja svo hlæjandi og horfa á nýútskrifaða nemendur gera sig að fífli í bransanum?
Það versta við þetta allt er að ég held að leikarinn ungi hafi rétt fyrir sér. Eftir nokkur ár sit ég með skólafélögum mínum fyrrverandi yfir rjúkandi kaffibolla og við hlæjum að litla leikaranum sem að heldur að hann sé með þetta. Helvíti næs.
Flokkur: Menning og listir | 1.6.2007 | 15:57 | Facebook
Athugasemdir
Hehehe.... gangi þér vel að breyta gömlum hugsunarháttum innan leikhúss þjóðarinnar ;)
Eva Þorsteinsdóttir, 1.6.2007 kl. 16:04
Nei, nei, ég fékk alveg í magann þegar ég las þetta.....
Anna Svava (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 09:06
ég ætla sko ekki að sitja á kaffihúsi og hlæja að littla leikaranum eftir nokkur ár. ég ætla að hlæja með honum að bjánunum sem gáfust upp og smelltu sér í inniskónna! og hananú. lengi lifi leikhúsið! dójó
dora (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 11:11
Flott pæling - og hrollvekjandi. Haltu áfram að hafa opin augun og eyrun. Hugsaðu, talaðu og framkvæmdu. Einn lítill leikari getur breytt leikhúsinu.
Viðar Eggertsson, 2.6.2007 kl. 11:25
Ef einhver getur púllað það að vera lítill leikari sem breytir heiminum þá ert það þú! Og við litlu, vitlausu, nýútskrifuðu leikararnir verðum að standa saman og ekki beygja okkur undir hæla hinna sem hættir eru að nenna. Hvernig væri það að vera læknir sem gefst upp á því að reyna að lækna fólk, skammta bara verkjalyf þar til sjúklingurinn deyr af því það þýðir ekkert að reyna...??!? Mig langar ekki að sjá leikhús á verkjalyfjum...
Tinna (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.