Gleði Tónar

Allt í gangi. Útvarpið búið. æfingar-hafnar-myndatakan búin hjá Gott Kvöld liðinu og löng helgi framundan.

Ég fór á frábæra tónleika í gær. Í Iðnó. Hjaltalín, FM Belfast, Sprengjuhöllin og Motion Boys.

Ég hafði aldrei áður séð Hjaltalín en ætla mér að gera það aftur. Eðal Arcade Fire ripp off.  Sprengjuhöllin er alltaf helvíti skemmtileg á tónleikum enda með einn besta frontmann síðari tíma. skiptir engu að hann kann ekkert að syngja eða spila á gítar.

Annars kom FM Belfast mér mest á óvart. Ég er nú ekki mikið fyrir teknó en þetta var ógeðslega gott teknó. Gleði teknó. Það var eitthvað svo gaman hjá þeim. Kæmi mér ekki á óvart ef að þau myndu eiga hittara í sumar.

Ég sá bara tvö lög hjá Motion Boys og þeir voru líka með teknó. En það var live teknó. mjög töff.

Hlakka til sumarsins. Leikhúsin lokuð þannig að maður fer bara á tónleika í staðin. Á tónleikum er líka hægt að drekka bjór á meðan "sýningu" stendur. Það er ekki hægt í leikhúsunum. 

Nema í Volksbuhne. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband