Sá sýninguna De Frau eftir jonathan Meese. Hún var algjört rugl, en að sama skapi algjör snilld. Endalaust pómó listarúnk sem að náði að nauðga leikhúsinu til dauða en samt verið eitt af þeim allra bestu leikhúsuoolifunum sem að ég hef lifað. Tótal fokking snilld. (sjá má stutt video á Volksbuhne síðunni.) Leikhús sem ísland þarfnast.
Fór svo í dag á listasafnarúnt. Byrjaði á innsetningu eftir Thomas Hirschorn. Viðbjóðslegasta herbergi sem að ég hef komið inní. Jafn ógeðfellt og það var upplífgandi.
Fórum svo á Hamborger Banhof safnið. Jason Roades og Paul MaCarthy með verk og einnig samsýning undir yfirskriftinni Sársauki. Mjög áhugavert og óþægilegt í senn.
semsagt, undarlega ógeðfeldur dagur sem einnig gerði mig að betri manneskju.
Það er ekkert annað.
Kosningar á morgun. Og ég ætla í partý til Helga Björns og sjá ríkisstjórnina halda velli á fáránlegan hátt.
ÞAÐ er ekkert annað.
Flokkur: Menning og listir | 12.5.2007 | 02:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.