Ég á kassa af bjór. Eða allavega hálfan kassa af bjór. Ég og Óli Steinn unnum nefnilega Pub-quiz á Karólínu í gær. Rústuðum því eiginlega. 20 og hálft af 25 mögulegum. Hæsta skor ever.
Ég er reyndar ekkert ókunnugur sætum sigrum þegar kemur að Pub-quiz. Vann einu sinni á Grand Rokk með Hannesi. Það voru samt engar kanónur að keppa þá. Vantaði t.d. Kolbein Proppé. Og Ævar Örn sem að hefur unnið oftast....nei alveg rétt hann var þarna. Gott samt að Stefán Pálson Gettubeturdómari var ekki þarna....bíddu bíddu, jú hann var þarna líka og ef að mig minnir rétt unnum við Svein Guðmarsson gettubeturdómara í bráðabana. Það var gaman.
Í gær var þema. Tónlist. Rokk og Popp. Heppnir við. Er samt enn mjög pirraður yfir að hafa ekki getað grafið upp svarið við síðustu martraðarspurningunni. Hverjir voru trommari og bassaleikari hjá Jimi Hendrix. (Mitch Mitchell og Noel Redding) Hefði pottþétt getað það ef að hún hefði komið fyrr. Ég var með Mike Myers og Otis Redding í heilanum. Það er ekki rétt.
Flokkur: Menning og listir | 3.5.2007 | 13:44 | Facebook
Athugasemdir
Ég sigraði Garðar Thor Cortes í pub quiz um daginn. Þemað var Jesú of helstu kennileiti í námunda við Hótel KEA. Mig minnir að þið félagarnir hafi ekki riðið feitum hesti.
Örlygur Axelsson, 3.5.2007 kl. 14:39
En þú hefur aldrei unnið Pub-quiz. Hvorki á Grand né Karó. Ég hef nefnilega gert það.
Vignir Rafn Valþórsson, 3.5.2007 kl. 15:42
Ekkert að marka Karó. Hannes var eitthvað að tala um að hann hefði tekið mest af þessum spurningum á Grand. Er það rétt?
Örlygur Axelsson, 3.5.2007 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.