Ég er töff. Töffari. Ég get alveg sagt það án þess að hljóma of hrokafullur. Ég meina, ég á leðurjakka, er órakaður og geng alltaf með sólgleraugu. Það er töff.
Ég er reyndar bíl og flughræddur. Mér er líka illa við öll dýr sem að fara hraðar en ég (sérstaklega hesta og hunda) og ég hef tárast í bíó (fokking Mel Gibson)
Að vera töff gengur soldið mikið út á að halda kúlinu. En það getur oft verið erfitt. Maður reynir samt. Ég les til dæmis aldrei minningargreinar á almannafæri (það er best að gera það inni á baði, með sturtuna í botni).
Ég á það líka til að fá undarlega tilfinningu í sólarplexusinn yfir ótrúlegastu hlutum, sérstaklega þegar maður er illa fyrir kallaður (löngu hættur að horfa á Ópru á sunnudögum). Lengi sá ég enga tenginu milli þessara "kasta" en fattaði svo fljótlega að oftast var einhverskonar heiður í spilinu, það er að segja, oftast var fólk að standa á bak við eitthvað sem að það trúði á, eitthvað sem að var "æðra" en það sjálft.
Ég er samt ekki að tala um "trú" eins og í "ég trúi að guð muni redda þessu". Ég er ekki að tala um guðstrú, ég er að tala um að trúa á eitthvað sem að skiptir meira máli en einstaklingurinn, eitthvað sem að fólk leggur á sig for ðe greiter gúdd. Ég er meira að pæla í Che Guevara, Gandhi eða andspyrnuhreyfingunni eða eitthvað svoleiðis. Venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. Hetjur. Riddarar. Mótmælendur. Fólk sem að fórnar sér, fyrir aðra. Samstaða.
Veit ekki hvað það er, en það nær mér evrí tæm.
Í gær fékk sólarplexusinn minn heldur betur að finna fyrir því. Það var þegar ég las samansafn af baráttubréfum sem að Félagi Íslenskra Leikara hefur borist frá meðlimum þess í svokölluðu Pressu-máli.
Einkar viðeigandi til lestrar á 1. maí. Ég get ekki annað en hlakkað til að verða meðlimur ef að þetta er framtíðin.
Flokkur: Menning og listir | 2.5.2007 | 15:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.