Það er sól á Akureyri. Búin að vera nú í nokkra daga. Og heitt. Of heitt og of mikil sól. Ég hef alveg verið í vandræðum með að koma mér af Hörpunni yfir á Karólínu án þess að "þetta gula þarna uppi" (eins og Brynjar rappaði um árið) næði mér. Ég er nefnilega ekki mikið fyrir sól. Á það til að brenna. Ég tók þá ákvörðun árið 2003 að ég myndi aldrei fara aftur í sólbað. Það var á hótelherbergi í Istanbúl og ég var röndóttur. Get ekki talað um það.
Samt erum við bekkjarbræður að pæla í að grilla á eftir. Drekka bjór í sólinni (skugganum) og fara í frisbí. Gera eitthvað svona sumar.
Þó svo að sólin sleiki bæjarbúa þá eiga þeir erfitt með að njóta hennar. Eyjafjarðarbóndinn sér til þess. Málið er nefnilega að sá ágæti maður tók upp á því að kveikja í jörðinni sinni og hefur hún brunnið skipulega nú í nokkra daga. Reykinn og lyktina leggur yfir bæinn. Svo mikill var reykurinn í fyrradag að erfitt var að sjá yfir fjörðinn. Ég hef því fengið nokkuð mörg flassbökkin síðustu daga. Þeir sem að eru aldir uppí Fossvogsdalnum þekkja sinubrunalyktina vel.
Annar bóndi hefur verið mjög duglegur að dreyfa mykju á sín tún með þeim afleiðingum að við sinulyktina bætist kúkafýla. Þá lykt þekki ég ekki.
Flokkur: Menning og listir | 30.4.2007 | 11:06 (breytt kl. 11:08) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.