Bakk in Akureyri. Síđasta vikan. Ţrjár sýningar um helgina og ţrjár um nćstu. Svo helgi í Reykjavík og svo Berlín. Snarlega hefur fjölgađ í ferđahópnum og flykkist fólk á netiđ ađ kaupa sér miđa, enda verđiđ stórkostlegt, líka veđriđ.
Ég er ađ skrifa bók. Eđa ölluheldur er ég ađ búa til bók. Bók um Berlín. Allt sem ađ feđalangur ţarf ađ vita um borgina góđu, sérstaklega ef ferđalangurinn hefur áhuga á leikhúsi og áfengi. Innámerkt kort, punktar, sögur og svoleiđis. Ef ađ einhver lumar á sögu eđa einhverju sem ađ tengist Berlín má sá hinn sami senda mér línur á vignirrafn@gmail.com.
Hér kemur ein:
Einu sinni fór ég á leiklistarhátíđ í Berlín. Ţetta var áriđ 2005. Međ í för var útskriftarhópur leiklistardeildar 2006. Viđ höfđum heyrt ađ rétt fyrir utan borgina leyndist stórkostlegur stađur, vin í steinsteyptri eyđimörkinni, Tropical Island! Yfirbyggđ sólarströnd međ öllu tilheyrandi, sjó, sandi, fossum og strönd. Forríkur tćlendingu hafđi víst keypt gamalt loftfarsskýli og breytt ţví í strönd. Ţetta var of asnalegt til ađ vera satt. Ţetta var eitthvađ sem ađ viđ yrđum ađ prófa. Viđ hoppuđum upp í lest og lögđum af stađ. Eftir um klukkutíma ferđ sáum viđ bygginguna rísa viđ sjóndeildarhringinn og hún hélt áfram ađ rísa. Og rísa. ţetta var huge bygging, tröllvaxin. Seinna lásum viđ ađ hún er nógu há til ađ frelsisstyttan geti stađiđ inní henni og nćgilega stór fyrir effelturninn ađ liggja í.
Ţegar viđ komum var ađeins fariđ ađ halla af degi og fólk streymdi frá. Ţegar inn var komiđ skall á mann heitt miđjarđarhafsloftiđ og seiđandi sjávarniđurinn ómađi í fjarska. Eftir innborgun fengu allir armband sem tók viđ hlutverki krítarkortsins. Mjög hćttulegt. Viđ fórum beint í búningsklefana, stukkum í skýlunar og drifum okkur í skođunarferđ. Ţá skall ţađ á mann. Ríalitý tékk.
Ég var ekki staddur á exotískri kyrrahafseyju í góđum fíling, ég var í Smáralind á nćrbuxunum. Ţađ var ađeins tvennt í stöđunni, snúa viđ, halda heim og segja engum frá ţessu, eđa fara á barinn. Viđ völdum ţađ síđarnefnda. Nćstu tíu tímana eđa svo tókum viđ okkur endalaust margt fyrir hendur á ţessum stórundarlega stađ, strandblak, vatsnrennibrautakapp (tveir og tveir í braut), hópsöngur á íslenskum perlum í heitapottinum, kokkteilaţamb, áskoranir í parísarhjóli, gönguferđir um "skóginn", kappsund á móti straumnum og fleira. Viđ enduđum sem sagt á ađ gista í tjöldum á ströndinni yfir nóttina (opiđ 24/7) Ţar sem ađ ţetta var í miđri viku var byggingin tóm af gestum ţannig ađ ţessa stórkostlegu nótt í maí 2005 voru einu íbúar ţessarar trópíkaleyju í Ţýskalandi átta dauđadrukknir leiklistarnemar frá íslandi. Ţađ var frábćrt.
Áriđ eftir var ég aftur staddur í Berlín, nú međ bekkjarfélögum mínum. Ţeir höfđu auđvitađ heyrt af ćvintýrum okkar og var stungiđ uppá ađ viđ endurtćkjum leikinn. Ţađ stóđ ekki á svari frá mér:
Ekki séns, mađur segir ekki sama brandarann tvisvar.
Flokkur: Menning og listir | 27.4.2007 | 16:11 (breytt kl. 16:13) | Facebook
Athugasemdir
Heyrðu, ég á alltaf eftir að fara. Ætli maður nái ekki að draga einhverja busa með sér í gott grín. Ég meina, Spaugstofan er búin að vera að segja saman brandarann í 20 ár og þeir eru ennþá fyndnir...
Hannes Óli (IP-tala skráđ) 28.4.2007 kl. 13:00
Oft hafa ţeir veriđ góđir...en í gćr voru ţeir alveg....!
Vignir Rafn Valţórsson, 28.4.2007 kl. 14:48
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.