Dagana 7 - 14 maí mun ég heiðra háttvirta borgara Berlínar með nærveru minni.
Fyrirhugaðir eru endurfundir við finnska leikaranema í bland við óhóflega leiklistarneyslu og bjórþamb. Berlín er stórkostlegasta borg sem að ég hef heimsótt og hlakka ég mikið til minnar fjórðu heimsóknar í þetta musteri menningar og lista, þar sem sagan drýpur af hverju götuhorni og maður upplifir við hvert fótmál að öll erum við aðeins sandkorn í tímaglasi eilífðarinnar.
svo verður líka gaman að detta í það og fara í H&M.
Flokkur: Menning og listir | 20.4.2007 | 15:49 | Facebook
Athugasemdir
Má ég koma með?
Hannes Óli Ágústsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 16:27
hefuru komið til amsterdam? ðe similaritís ar önexpektaböl.
Víkingur / Víxill, 21.4.2007 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.