Ég er framúrskarandi skemmtilegur.
Það staðfestir útbreiddasta dagblað landsins í dag. Og ekki nóg með það, þá telur sjálft Ríkisútvarpið vinnu mína til eftirbreytni.
Öðruvísi mér áður brá! Ætli þau í Vinnuskóla Kópavogs séu búin að heyra þetta? Ég, sem var eini maðurinn sem að Örlygur mátti ekki ráða í afleysingar hér um árið. Hann fékk Bigga í staðinn!
Dómar eru sem sagt að hlaðast inn og gott ef að þeir eru ekki bara allir jákvæðir. Flestir eru á því að erfitt sé að átta sig á heiminum í byrjun, að persónurnar mættu vera betur kynntar og að sumar senurnar hafi verið of bókstaflega fram settar. En það kemur ekki að sök því einstaklega notaleg og skemmtileg stemming ráði ríkjum og að leikhópur og tónlist brilleri. Gaman að því.
Reyndar þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af viðtökum hins almenna áhorfanda við dómunum, því að það er hvort eð er uppselt langt fram í tímann. Samt sem áður væri nú frábært að fá eiturharða gagnrýnendur frá listamannaþorpinu sem oftast er kennt við 101. Fólk með skoðanir, fólk með hugsjón, fólk sem að telur sig vita betur en aðrir!
Allir á listamannafyllerí norður!
(var ég ekki örugglega búinn að undirstrika hvað það er gaman hérna?)
Flokkur: Menning og listir | 28.3.2007 | 15:23 | Facebook
Athugasemdir
Reyndar mátti ekki ráða Stebba komma heldur. Biggi fór svo í bann eftir afleysinguna. Saman myndið þið framúrskarandi þríeyki. Nokkurs konar táknrænir fulltrúar uppreisnar sem berst gegn húsbóndahlýðni og hinum ofmetna gullna meðalvegi.
Til hamingju með dómana. Ég mæti 5. apríl. Eru til gistirými á Akureyri?
Örlygur Axelsson, 28.3.2007 kl. 18:28
til hamó með dómó dúlla! tveir eiturhressir 101 þorpsbúar sem kalla sig leikhúslistamenn mæta 7.apríl og þá er eins gott að muna textann sinn og rekast ekki utan í leikmyndina!!
knús. dóra
Dóra (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.