Beðið eftir stóra G-inu.

Síðustu dagar hafa farið í vöknun á undarlegustu tímum sólarhringsins, óhóflega setu á Karólínu, samlyggjandi bjórþambi og intenetvafri.  Ég verð að finna mér hobbý. 

Enginn gagnrýnandi hefur séð sér fært að birta dóm um sýninguna okkar.  Það verður gaman að sjá hvort að við höldum ekki risinu hvað einkunnagjöf varðar áfram.  Hækkuðum okkur í Blóðbrúðkaupi um heila stjörnu frá hauskúpunni sem að Hvít Kanína fékk. 100% árangur sagði einhver.

 Annars finnst mér gagnrýni alltaf pínu skemmtileg.  Sérstaklega þegar rýnendurnir tala hvað minnst um sýningarnar.  Páll Baldvin notar iðulega tækifærið og kemur með punkta um hverning rekstri viðkomandi leikhúss væri betur farið.  Góðir punktar oft en ættu betur við í sérgreinum. (sem að vöntun er á) Brekkan segir bara beint frá Hvað Gerðist í verkinu og vinkona hennar hún María telur upp hvað hún gerði í vikunni.  Oft mjög spes. 

Annars var víst þing um helgina sem að fjallaði um leikhús og dansgagnrýni. hefði djöfull langað til að vera viðstaddur en...

Dansgagnrýni hefur verið orsök mikilla umræðna á mínu heimili síðustu misseri  Enda oft stórskemmtilegt að lesa hvað spekúlantarnir hafa að segja um miðil sem að þeir þykjast hafa einhvap vit á.  Páll sagði til að mynda um Flest Um Fátt sem að Vaðall samdi í vetur eithvað á þá leið að: þar hafi greinilega verið um fjölskyldu að ræða og hefði mátt vinna betur úr hlutverki móðurinnar sem að Katrín Ingva túlkaði.

Þarna er Páll í fyrsta lagi búinn að túlka sína eigin útgáfu (sögu) út frá því sem er að gerast á sviðinu (eiginleiki sem að dansinn hefur oftast fram yfir leikhúsið, áhorfandinn túlkar sitt.) en hann er líka búinn að kasta í hlutverkin og farinn að gagnrýna sýninguna dramatúrgískt útfrá sinni túlkun. og ÞAÐ er spes.

Í gagnrýni á síðustu sýningu Dansflokksins Í Okkar Nafni sagði gagnrýnandi Morgunblaðins að sóló Völu í lokin þar sem að hún "hafi verið" að túlka álfkonu eða forynju hafi meira minnt á Gollum heldur en Íslenskar álfkonu.  Það er nú gott að vita að það sé kona á Mogganum sem að getur sagt okkur hvernig íslenskar álfkonur líti út og hagi sér.  

Allavega, ég bíð spenntur eftir að sjá túlkun rýnendanna góðu á Lífinu.  Gaman að sjá hvort að þeir lesi dýpra en Sumir sem sáu einungis fólk í göngutúr. 

 

  

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Til hamingju með brill gagnrýni í fréttablaðinu í dag...4 stjörnur bara....

Matthias Freyr Matthiasson, 28.3.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband