Jæja jæja jæja.
Allt að gerast. Frumsýndi Lífið - Notkunarreglur á föstudag. Svaka fínar viðtökur, enda gott handrit, góðir leikarar, góð músík, góð hljómsveit, góð ljósahönnun, góð leikmynd, góðir búningar... já, þá er allt upptalið sem að er gott við þessa sýningu.
Það var smá skálun eftir sýningu auðvitað, foreldrar og forsetar velkomnir. Eftir nokkrar vel lognar ræður settist fólk að hljóðskrafi. Foreldrar mínir tilkynntu mér að ég mætti nú ekki móðgast en þau ætluðu bara að stoppa stutt, Hinir Ástsælu Spaðar væru nefnilega að spila á Græna Hattinum. Það kom svo á daginn að foreldrar flestra bekkjarfélaga minna sem að mættu, stungu börn sín að lokum af til að fara á ball með sextíogátta kynslóðar sjarmatröllunum í Spöðum. Sem er gott. Nýta Gjuggið.
Ég tók að mér að prýða baksíðu Morgunblaðsins á laugardag. Við vinirnir ég, Megas og Þorvaldur. svo var Bjarni þarna víst líka. Ég svona líka djöfull ánægður með þetta, meðan hinir reyndu og þroskuðu listamenn ná að halda kúlinu. Ég ætla ekki einu sinni að ræða Bjarna.
Tvær sýningar á laugardag og svo partý. Fórum á Sálina á Sjallanum. Það var spes. Ég sá Sálina síðast þegar þeir frumfluttu Sódómu held ég. Eftirpartý í Melrose.
Næsta sýning verður á miðvkudag. Næstu dagar fara sem sagt í að hanga á Akureyri og hafa í alvörunni Ekkert að gera. Kannski maður setji upp leikrit.
bendi að lokum á heimasíðuna hjá Magga bekkjarbróður mínum og vini. www.muggur.blogg.is þetta er ein skemmtlegasta lesning sem ég kemst í, ekki einungis út af skemmtilegum sögum, heldur er drengurinn líka svo yndislega lesblindur.
Flokkur: Menning og listir | 25.3.2007 | 20:49 (breytt kl. 21:06) | Facebook
Athugasemdir
Já ék takka sér firir vignir min. Ég er reyndar enn að gera það upp við mig hvernin ég eigi að taka þessum ummælum þínum...
Muggurinn (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 16:38
Juuuhú! Já það var gaman að spjalla við Mr. Steven Hill ...
Unnur Birna (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 22:33
rak einmitt augun í þessa mynd í mogganum. viggi! framvegis að passa sig, þegar myndavélar eru annars staðar!!
Víkingur / Víxill, 27.3.2007 kl. 08:51
Kæri Muggs, taktu þessu bara sem hrósi fyrir skemmtileg skrif. (vonandi móðgaðist engin yfir lokapunktinum...er það?)
Vignir Rafn Valþórsson, 27.3.2007 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.