Það er mynd af mér í Séð og Heyrt. Ég og Óli Steinn stöndum hlið við hlið og ég sé fyrir mér að ef það kastast uppá vinskap okkar gætu þeir séð sér leik á borði og klippt myndina í sundur til endurbirtingar. Eins gott að við Óli st1 höldum friðinn.
Ég hef lagt mig fram að láta þetta blað ekki ná mynd af mér. Ég hef meira að segja stillt upp heilum danshóp en stöðvað svo myndatökuna á síðustu stundu þegar kom í ljós hvaðan myndarinn kom. Stælar? Án efa. Prinsipp? Já. Ætla ég að hætta þessari vitleysu? Hell nó.
Mér finnst S&H ógeðslegt. Blaðið fer fram einungis á annarlegum forsendum. Allt sem að það stendur fyrir er ljótt. Mannlegir harmleikir eru blasteraðir á forsíðu, með myndum úr myndasafninu, og krassandi textafyrirsögn. Það virðist vera, að því minna sem að málið kemur fólki við, því meira pláss fær það.
Ljósmyndarar mæta óboðnir á svæðið og taka myndir, skiptir þá engu hvort um sé að ræða brúðkaup eða jarðarför. Það er skrýtið að sjá myndir úr brúðkaupi bassaleikara Sigur Rósar teknar innan úr runna. Hú kers? skrýtnast finnst mér samt þegar greinilegt er að viðkomdi afmælisbarn/fasteignasali hefur greinilega hringt sjálfur á myndarann til að festa heimsviðburðinn á filmu. Sama fólk og er rosalega hissa og fúlt þegar blaðið birtir sömu myndir með annari fyrirsögn.
Ef að maður gefur kost á sér, þá gefur maður kost á sér.
Það sem er svo verst. þetta blað hefur brenglað svo illilega skynjun okkar á hvað sé frétt og hvað ekki. Um daginn var til dæmis mynd á forsíðu af mjög svo heimskulegum ungum manni. Fyrirsögnin var "Kærastan með typpi" Þessi ungi maður hafði helgina á undan misskilið svona svakalega ungan klæðskipting. Þegar hann áttaði sig svo á mistökum sínum rann á hann æði og hann reyndi að drepa rekkjunaut sinn (eins og hann viðurkennir í viðtalinu). Klæðskiptingurinn náði að bjarga lífi sínu með því að berja drenginn í höfuðið og hefur nú kært drenginn fyrir morðtilraun. MORÐTILRAUN! Þessu slær Séð og Heyrt upp sem svaka fyndinni sögu. Svaka grín af því hann vissi ekki að kærastan var með typpi. ógeðslegt.
Önnur blöð á markaðnum er nú svo sem ekki mikið skárri. Hvað gekk Kristjáni Þorvaldssyni til þegar hann birti á forsíðu sinni mynd af Guðmundi í Byrginu skellihlæjandi? Manni sem að sex stúlkur höfðu nýlega kært fyrir nauðgun. Ætli hann hafi hugsað um hvernig þeim og aðstandendum þeirra myndi líða út í Bónus?
En hvaða blöð eru þá " í lagi"? Veit ekki. Fréttablaðið notar sama ljósmyndasafn og DV, Blaðið er skrifað af unglingum, Nýtt líf fyrir konur, Vikan eitthvað svo leim og Mogginn lýgur.
Kannski maður ætti bara að hætta þessum stælum.
Flokkur: Menning og listir | 14.3.2007 | 23:23 | Facebook
Athugasemdir
Nei þetta eru ekki stælar. Þetta heitir að vera með heilbrigða siðferðiskennd, það er engin ávísun á hamingju að hætta því. Í guðslifandibænumekkihættaþví!!!!
Vilborg Ólafsdóttir, 15.3.2007 kl. 10:34
fyrir mér eru þetta ekki stælar þegar litið er til þess að ég flaug heim tóbaksslaus og án ''sprautunnar''! bara stælar.
Hann Ágúst (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 15:05
Rekst ég hér inn á þennan fína blogg bróðir. Ég sé að þú skrifar um klárann pabba okkar neðar. Hann var einmitt að spá þessu væntanlega stjórnarsamstarfi Sjalla og VG um daginn.
Það er bara eitt sem pirrar mig. Hann lofar þér Parísarferð ef ekkert verður úr en ég á bara að fá ginflösku. Hvað er það?
Gunni (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 14:38
Gott ef hann kaupir ekki bara ginflöskuna í fríhöfninni.
Vignir Rafn Valþórsson, 18.3.2007 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.