Það er auðvitað enginn annar en eðaldrengurinn Þráinn Karlsson. Maðurinn fagnaði, eins og kunnugt er, fimmtíu ára starfsafmæli á síðasta ári en er enn eins og unglamb á sviði. En það er ekki bara það að hann sé góður leikari, hann er líka svo góður kall.
Hann til dæmis veit allt. Í alvörunni. Ef að maður spyr um eitthvað (sérstaklega ef að það tengist Akureyri) þá veit hann svarið.
Hann er líka dverghagur á allan andskotann, ef að eitthvað vantar, hvortsem það er leikmynd eða props, þá býr hann það til. Sigrún er til að mynda að leika kennslukonu og í morgun mætti Þráinn með fagurskapað kennslukonuprik og færði henni. Á kortinu stóð: " kæra Sigrún Huld, hér er prikið. Prikið ÞITT." Þetta var semsagt ekki props, heldur gjöf. Fallegt.
Ég hef mikinn áhuga á búninga og propsgeymslum, get gleymt mér tímunum saman að róta í drasli. Ég var um daginn að róta og fann krók. Þá er ég að meina svona krók eins og maður fær þegar maður missir hendina. Ég gramsaði meira og fann gervihönd. Gamla og þunga búin til úr tré, að mér sýndist. Hélt fyrst að þetta væri gervi-gervihönd en sá svo að þetta var alvöru gervihönd. Frekar skerý.
Mig langaði að vita hvaðan í ósköpunum þetta kæmi og það kom auðvitað bara einn til greina að spyrja.
"Þráinn veist þú hvað þetta er?" það stóð ekki á svari. "þetta er hann Skarphéðinn bróðir minn, hann missti höndina við olnboga er hann var að vinna í sláturhúsi. Skrikaði fótur og datt á hakkavélina." Bara eins og ekkert sé. Svo bætti hann við "Hann var góður drengur hann Skarphéðinn" og klappaði létt á höndina.
Stórkostlegur maður hann Þráinn.
p.s. Svo finnst honum lagið "Sjúgðu á mér rassgatið, tvisvar í röð", sem að Halli samdi þegar hann var þrettán, ótrúlega skemmtilegt.
Flokkur: Menning og listir | 12.3.2007 | 16:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.