Pabbi minn er klár kall

Um miðjan síðasta mánuð hét faðir minn á mig, að bjóða mér til Parísar ef að næsta ríkisstjórn yrði EKKI skipuð Sjálfstæðisflokki og..bíðið...Vinstri Grænum! 

Hann hafði nefnilega nýlokið við að lesa stefnuræðu Steina djei á flokksþingi flokksins og gamli pólitíkusinn í pabba las á milli línanna að vinstra íhaldið væri að biðla til þess hægra.

Að sjálfsögðu tók ég þessu fagnandi, enda ekkert sem að ég þyrfti að gera annað en að vona að Sjallar og Græningjar yrðu aldrei vinir. Og það var ekki erfitt.

Vín og ostar biðu mín í bjartri sjálfstæðisflokkslausri framtíð.

Eða hvað?

Nýjustu fregnir herma að glórulausir (að ég hélt) spádómar föður míns séu að verða að veruleika. Sameiginleg áhugamál flokkana eru nefnilega ónotalega mörg.  Bera þar auðvitað hæst Evrópumálin sem að báðir flokkar hata eins og pestina, herinn er farinn svo að það píp er búið, Sjallar þykjast vera orðnir grænir og eru skyndilega farnir að endurskoða stóriðjuflippið sitt og VG-liðar hafa lýst því yfir að þeir gangi óbundnir til kosninga (áður höfðu þau útilokað samstaf við Sjálfstæðisflokk). 

Samlíkingarnar eru margar og undarlegar (Steingrímur J og Geir Harði eiga víst saman hesthús) þannig að það er kannski ekki skrítið að ég sé búinn að setja alpahúfuna mína aftur upp í skáp.

Ég get viðurkennt hér og nú að ég hef hugsað mér að kjósa hinn fína flokk vinstrimanna í komandi kosningum.  Í fyrsta sinn.  Flokksfélagar mínir í hinum flokknum hafa stillt upp hlaðborði sínu og nýja bragðefnið er Steinun Valdís(!) 

So VG it´s gonna be.  Reyndar böggar heimskuleg evrópustefna þeirra mig óskaplega en ef málið kemur upp gerir lýðræðissamviska þeirra það að verkum að málið yrði sett undir þjóðina. 

Það er að segja ef að þeir byrja ekki með Davíðsdrengjunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband