Ég er búinn að vera duglegur að koma í bæinn og ég er búinn að vera duglegur að fara í leikhús í bænum. Búinn að sjá allt á árinu nema Abbababb (held ég).
Fyrir nokkru fór ég á Eilíf Hamingja í borgarleikhúsinu. Mjög skemmtilegt og áhugavert (hefði reyndar geymt frábæra breska gæjann hans Jóa í annað leikrit), Ég fór (auðvitað) á dansflokkinn og leiddist bara ekki neitt, sérstaklega fannst mér góðir sprettir í seinna verkinu. Gaman líka að heyra Jón Leifs á megablasti þó svo að það hafi tekið fullt frá dönsurunum.
Um síðastliðna helgi sá ég tvö leikrit. Killer Joe á laugardag og Dag Vonar á sunnudagskvöld. Killer Joe var soldið lengi í gang en seinniparturinn var frábær. Leikararnir standa sig með prýði og að öðrum ólöstuðum þá var Bjössi stórkostlegur. Allir að sjá það
Á sunnudag fékk ég loksins miða á Dag Vonar. Næst aftast, sem að mér finnst mjög óþægilegt. Sýningin byrjaði á slaginu átta, ljósin fara niður á áhorfendur, leiftursnöggt skella ljósin á sviðinu, allt svart aftur. Það sama endurtekur sig. Að lokum heyrum við leikara koma á svið. ljós upp á sviði, ljós niður aftur og ljós koma upp á áhorfendur. Litli leiklistarneminn tekur kipp. "Þetta er snilld, VIÐ áhorfendur erum einhvernveginn það sem að er til sýnis, fjórða veggnum hefur verið snúið við, Hilmir er alveg með þetta!" þá kallar Chris sviðstjóri yfir salinn að ljósaborðið sé bilað.
Allir út, hálftíma bið. Fokk eins og þessi sýning sé ekki nógu djöfull löng. Loks byrjar sýningin og í stuttu máli sagt var hún stórkostleg. Há-Hádramatýsk og alltof löng en hafði einhver fáránleg viðbrögð á mig. Ég var alveg inní þessu. Varð fúll út í karaktera og vorkenndi öðrum meira en eðlilegt er. Á tímabili langaði mig að smygla mér baksviðs, klæða mig í búning, fara inná svið og faðma Sissu, bara afþví að hún átti það svo fokking skilið.
Ég táraðist. Það gerist ekki oft hjá mér í leikhúsi en ég get viðurkennt það hér og nú. Ég og Einar Bárða erum nefnilega í svo sambandi við tilfinningar okkar.
Allavega, fullt af góðum sýningum í gangi og enn fleiri á leiðinni. (bind miklar vonir við Ást og Leg)
Ég er samt á því að leikhúsið sé dautt.
Lengi lifi leikhúsið.
Flokkur: Menning og listir | 5.3.2007 | 23:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.