Búinn að vera í Reykjavík alla helgina. þriðja helgin í röð. Fór í skemmtilegt partý í hestaleigunni Laxnesi á föstudag. Tilefnið var að tökum á skemmtiþættinum Næturvaktin var um það bil að ljúka. Þetta var svokallað rapp-partý (wrap líklega) rúta var tekin í bæinn og tók Pétur nokkur Jóhann að sér að skemmta fólki á leiðinni. Hann grínaði non stopp úr Mosfellsdalnum niður í 101. Tæknilega séð sagði hann samt bara þrjá brandara og þá bara aftur og aftur í mismunandi útgáfum. hann sagaði klósettið í sundur með vélsög svona 8 sinnum, með reglulegum viðgerðum á vélinni (það vantar meiri glussa), Jón Ársæll kíkti í heimsókn svona 11 sinnum og kettlingar voru aflífaðir þess á milli með hinum ýmsu aðferðum.
Núna gætu einhverjir hugsað að fullur kall í rútu að djóka, allan tíman, gæti orðið pínu leiðinlegt. En þeir hafa þá greinilega ekki verið í rútu með Pétri Jóhanni. Þetta var fyndið alla leið.
Það var mjög forvitnilegt og fallegt að sjá hversu drengurinn var til í að grína við hina minnstu bón. Sama hver spurði um kvöldið, hann var alltaf til í að grína smá.
Nú er ég fyndinn maður. En ég get aldrei gert eitthvað fyndið á kjúi. það er bara ekki séns. Ég finn aumingjahrollinn og vanlíðunina stigmagnast við hvert auga sem að á mig bætist er einhver hefur sleppt orðunum "hei, viggi gerðu þetta aftur..." og reyni ég því að svara með öðru gríni: "ég er listamaður en ekki sirkusapi"
Í sannleika sagt þá vildi ég innst inni vera pínu sirkusapi sem að getur stokkið upp og gert eitthvað svakalega sniðugt við hvert tækifæri sem að býðst. Ég bara meika það ekki, ekki en allavega. En þangað til verð ég bara að þykjast vera alvörugefinn listamaður með svona þokkalegan sans fyrir gríni.
Flokkur: Menning og listir | 4.3.2007 | 19:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.