Sviðakjammar og SMS

Helgin búin.  það er gott.  vinna á morgun og eksjúlí eitthvað að gera.  Magnað að helgarnar séu leiðinlegri en virkir dagar.  Kannski einmitt út af því, virkir dagar eru virkir en helgarnar óvirkar. (ok, Hallgrímur Helga hefði hugsanlega gert eittvað meira úr þessu en..)  Á föstudagskvöldið héldum við þorrablót.  keyptum fullt af ónýtum mat og buðum öllum sem að við þekktum.  Jón Páll kenndi mér hvernig best er að skera sviðahausa og dönsk grænmetisæta horfði á með hryllingi.  Allir enduðu dansandi á Kaffi Akureyri og maður var ekki kominn heim fyrr en um fjögur! (einmitt hér lokar allt fjögur) Annars var mjög aman, hef ekki orðið svona fullur síðan á Benedorm 97, gubbaði og allt.

Laugardeginum eyddi ég einn á kaffi Amor að sörfa netið, sem að ég er by the way að verða búinn með.  Pétur Ben var með tónleika á Græna Hattinum sem að við fórum að sjálfsögðu á.  Pétur er einlægur maður.  og ég meina í alvörunni einlægur, ekki svona Mugison-ó-ég-kann-ekki-lagið-sem-að-ég-samdi-einlægur (pétur ruglaðist reyndar nokkrum sinnum og gerði krúttlegan brandara úr öllu saman) heldur trúði maður honum, hann var í alvöru einlægur. Held ég.  Eftir tónleikana fóru allir heim nema ég,  ég fór einn á barinn, sat út í horni með bjórinn minn og sendi sms út um allan heim.  Það var ekki gaman.  sérstaklega afþví að allir sem að ég sendi skeyti virtust vera að djamma, skipti þá engu máli hvort að viðkomandi var í Reykjavík, Helsinki eða Berlín. Það eina sem að skipti máli að enginn þeirra var á Akureyri.

Ég kem samt til Reykjavíkur á mánudaginn.  Neyðarhróp úr röðum Dominos.  Stoppa stutt en ég stoppa.    

p.s. Janice Dickenson er versta kona í heimi.  Hún stendur fyrir allt sem að er að hinum vestræna heimi.  Ég myndi hata hana ef að ég væri ekki betri en hún. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband