Búið

c59f639177f1ebdfStóra Randversmálið er enn í umræðunni.  Fólk er búið að átta sig á að ekki er um einhvern snilldar Andy Kaufmann brandara að ræða heldur er málið í alvörunni.  Strákarnir sviku vin sinn.  Vin til margra, margra ára.  The Þorlákson´s mæta ekki í fleiri fjölskyldusólarlandaferðir, Golfklúbburinn er dáinn, skarð er hoggið í veiðifélagið, jólakortalistinn styttri. 

Pálmi varð fimmtugur.  Randver fór í veiði.  Fólk áttaði sig. 

Og fólk fór aftur að hugsa.  Er þetta í alvörunni bara ákvörðun sem að Þórhallur tók, eitthvað sem að verktakaflokkurinn Spaugstofan hafði ekkert um að segja?  Eða voru strákarnir orðnir langþreyttir á dragbýtnum Randveri og stukku á gullið tækifæri til að losna við hann.  Þó svo að það þýddi vinamissi. 

Lokaniðurstaðan er allavega sú að Randver var rekin úr spaugstofunni og restin gerði ekkert til að reyna að bjarga honum.  Fólk horfir öðruvísi á Örn og Sigga og Pálma og Kalla í dag.  Fólk heldur með Randa.

Ég vona að stóra Randversmálinu sé nú lokið (en við meigum aldrei gleyma) og vitna í orð Þóris: Hverjum er í alvörunni ekki sama?     


She´s lost Control

6a00c22524fdc7549d00d4143b48973c7f-500piFór á Control um daginn á RIFF.  Bíómynd eftir Anton Corbijn um Ian Curtis söngvara Joy Division.  Frábær mynd sem að ég get ekki beðið eftir að sjá aftur.

  Ég hef aldrei verið Joy Division fan en daginn eftir fór ég í Geisladiskabúð Valda og keypti bestoff disk.

Atmosphere er besta lag í heimi.


speki

Hæfileikar skipta engu máli.  Hugarflug skiptir máli.  Það er fullt af fólki sem að er mjög hæfileikaríkt á sínu sviði en er fast í sama hlutnum.  Virkt ímyndunarafl fleytir manni áfram.

Eitthvað á þessa leið hljómaði speki ungrar stúlku í viðtali í tískutímariti sem að ég var að glugga í. 

Sannari orð hef ég ekki séð síðan Egill Heiðar kynnti mig fyrir 1+1=3.


Engir islenskir stafir

Thad er f'int 'i London. Ricky var skemmtilegur en svona eftir a ad hyggja, ef ad thetta hefdi verid einhver annar tha vaeri madur ekki jafn sattur.

The Ugly One var omurlegt!!  Thad getur enginn maett i thodleikhusid i vor og sagt: "Eg sa thetta i Londin, miklu betra"  Ekki Sens.  Hugsanlega leidinlegasta leiksyning sem eg hef sed i utlondum. Og eg hef sed thaer nokkrar.

Eg framlengdi ferdina um einn dag.  Thennan auka dag aetla eg ad nota til ad fara a bokabudafylleri.


Sunnudagurinn sem leið.

Frums gekk vel.  Allir glaðir. Tinna bauð mér að vera með í Baðstofunni, sem að ég að sjálfsögðu þáði og handsöluðum við árssamning minn við Musterið að fundi loknum. 

Breiðablik tapaði sanngjarnt 1-1 gegn HK.  Stuðningsmenn Hk-inga fóru á lægsta plan og hentu vatnsblöðrum í okkur.  Í stað þess sýna þeim að fullorðið fólk heldur með græna liðinu þá þurftu Stuðblikar (þoli ekki þetta nafn) að leggja sig á sama plan og haga sér eins og fífl.  Eins og það er nú gaman að fara á völlinn og vera fyndinn þá fer maður að hætta að nenna að taka þátt í unglinga fylleríi þar sem allir ætla að slá í gegn með góðu kommenti. ("farðu heim og gerðu það sem þú gerir best og ríddu syni þínum" er bara ekki gott komment á fótboltaleik)   

Ég er farinn til London.

queen_eng

 


Stór dagur!

 3265Í dag er magnaður dagur.   Í fyrsta lagi þá frumsýni ég mitt fyrsta verk hjá Þjóðleikhúsi Íslendinga og í öðru lagi mætast HK og Breiðablik á Kópavogsvelli.

Það skrýtna er að ég er ekki alveg viss hvoru laginu ég er spenntari fyrir.

200


Borgaralegt framhjáhald

BERLÍN 2007 007Þegar ég útskrifaðist í vor fékk ég gjafabréf að gjöf frá Sigrúnu frænku minni og eiginmanni hennar Jeff.  Mín fyrstu viðbrögð voru að hrósa happi yfir að geta keypt mér miða til Berlínar.  Einhver benti mér á að fleirri borgir væru til.  Ég sagðist vita það og að ég hafi nú bara sagt svona. 

Sannleikurinn er samt sá að ég hef gengið með það bak við eyrað ó/meðvitað að þetta gjafabréf yrði einungis notað til að koma mér til Berlínar.   Þar til um daginn að ég keypti mér miða til London fyrir bréfið.

Og ég er með móral.

Mér finnst ég á einhvern fáránlegan hátt hafa svikið einhvern sem að mér þykir vænt um.  Mér finnst ég hafa haldið framhjá Berlín með London.  Ég veit að þetta er fáránlegt.  Ég hef engar rætur í Berlín, engin ættartengsl, ég hef aldrei búið þar, ég tala ekki einu sinni þýsku.  Ég hef reyndar komið þangað fjórum sinnum. 

Ég hef komið fjórum sinnum til London.

Kannski er þetta vegna þess að ég þekki ekki London.  Ég kann ekki á London.  Ég kann á Berlín.  En í væntanlegri Lundúnaferð minni mun ég að öllum líkum vera í slagtogi með fólki sem að þekkir borgina.  Sem að kann á hana.  Það má því búast við að þessi ferð mín verði lærdómsrík og jafnvel fordæmisgefandi.

Ef einhver lumar á leyndarmálum um höfuðborg heimsveldisins má sá hinn sami koma þeim á framfæri... 


Hell Yeah!!

Londonferðin varð allt í einu aðeins betri...

fame_front-london_thurs 

... og Ég á miða!


London Bei... (nei)

uglyonehomepage 

Ég er að fara til London í þarnæstu viku.  Ferðafélagar mínir verða þeir einstaklingar sem standa munu með mér á sviði Smíðaverkstæðisins í vor að leika í leikritinu Sá Ljóti.

Tilgangur ferðarinnar er einmitt að sjá uppfærslu The Royal Court á téðu verki.

Svo skemmtilega vill til að Garðar vinur minn Cortes (eins og Jón Kr. myndi segja) heldur tónleika um svipað leiti í Barbican og er von á fríðu föruneiti fleirri vina til borgarinnar. 

Hugsanlega verður reynt að sjá sýningu Complicite í Barbican.

Gaman.


Hver á að leika Jóhönnu?

Fátt er jafn vinsælt umræðuefni á kaffistofum landsmanna þessa dagana (allavega á mínum vinnustað) og brotthvarf Randvers úr röðum spaugstofunnar.  (sem að ég skrifaði um á þessari síðu í vor)

Allir sem að ég hef heyrt tala um þetta mál eru sammála um að illa sé komið fram við Randver og að hinir svokölluðu vinir hans ættu að skammast sín.  Eða segja upp.  Örn og Kalli hafa komið fram í fjölmiðlum og þvegið hendur sínar með sögum um að Þórhallur hinn illi sé maðurin á bak við þetta allt saman og að þeir séu bara litlir verktakar sem ekkert hafa um málið að segja.  Þórhallur púllar snilldar múv og bendir fjölmiðlum á að spyrja bara Randver sjálfan um málið. 

Ég er með kenningu:  Spaugbræður vilja reyna að lappa upp á hundlúinn þátt sinn og einhver fær hugmynd (væntanlega Kalli) um gera svona eins og í Saturday night live og vera með vikulegan gestaleikara.  Þeir spyrja Tóta og hann segir að það sé of dýrt en sé geim ef að þeir geti köttað kostnað einhversstaðar.   Hmmm?  Er einhver af okkur sem að er kannski ekki að púlla keðjuna sína?  Einhver sem að semur ekki sjitt? Man aldrei textann sinn?  Einhver sem að geislar af ó-gleði og leiðindum?  Nei. 

Ókei, rekum þá bara Randa. 

 

p.s. Í þessari færslu setti ég persónulegt met í slettum.  Bít ðatt!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband