Ég fór í kringluna um daginn. Mér finnst lúmskt gaman af því að fara í kringluna, sér í lagi þegar tilgangur ferðarinnar er að kaupa eitthvað sem að gerir mig hamingjusamann. Það var einmitt tilgangur ferðar minnar þann daginn. Ég glími samt við eitt vandamál sem hefur áhrif á Kringluferðir mínar, mig langar ekki að hitta fólk. Ég er nefnilega mjög lélegur í small talki og svo á ég líka erfitt með að muna nöfn.
Það er fátt jafn vandræðalegt og að mæta einhverjum sem að þú kannast við en manst ekki hvaðan, taka svo ákvörðun um að gera ekki neitt og þykjast ekki sjá viðkomandi. Eiga það svo á hættu að fólk búi til sögu um hvað maður sé orðinn mikill með sig, heilsi ekki einusinni.
Sölufólk á göngunum eru líka óþolandi. Hressir kallar að bjóða mér allskonar viðbótar eitthvað sem ég veit ekki hvað er. Einn slíkur varð á vegi mínum um daginn. Kona á miðjum aldri að selja einhvern andskotan. Ég sá hana framundan og bjó mig undir að komast undan henni á einfaldan hátt. Ég ákvað að kurteist "Nei takk" með velvaldri handahreyfingu væri málið, eitthvað svona sem að sýndi að ég var svaka mikið að drífa mig.
Og það var eins og við manninn mælt, konan spottar mig og nálgast með miða í hönd, ég geri mig tilbúinn að skjóta hana niður í flugtaki. Konan opnar munninn og ég gef í, hún spyr og ég svara tilbúnu svari mínu á sama tíma.
"Villt þú hjálpa okkur að gefa fátækum að borða?"
Mér sortnar fyrir augum og bulla eitthvað óskiljanlegt á sama tíma og ég rek augun í merki Samhjálpar. Konan brosir fallega og snýr sér eitthvað annað. Ég held för minni áfram og ráfa um musteri Mammons í leyðslu. Kaupi mér ekki neitt.
Ég er búinn að vera með bullandi samviskubit síðan þá og er auðvelt skotmark fyrir góðgerðar stofnanir og þá sem að biðja mig um pening. Ég keypti til dæmis dagatal af þroskaheftum manni á Ölstofunni um daginn fyrir tvöþúsundkall en dagatalið kostaði bara 1500. Ég hafði ekki í mér að biðja um afganginn.
Það er alveg magnað hvað manni líður vel eftir að hafa eytt smá pening og það er bara bónus ef að hann endar í góðu málefni.
Menning og listir | 2.12.2007 | 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Síðustu dögum hef ég eytt með Ljóta fólkinu í sumarbústað á Suðurlandi. Á milli Drýfandi hindranna og mis-Mikilvægra kringumstæðna fórum við í pottinn eða köstuðum snjóboltum í staur.
STEKK er líklega næsta vinsæla listgreinin. (Stekk; smbr: Stepp og Stökk)
Just a small town girl
Livin' in a lonely world
She took the midnight train
Goin' anywhere...
ps.
Don't Stop Believin'
Menning og listir | 29.11.2007 | 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í gær var Lokaboð.
Í dag þreytti ég þrekvirki.
Menning og listir | 25.11.2007 | 15:04 (breytt kl. 15:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvort skiptir okkur í alvörunni meira máli:
Innihald eða umbúðir?
Menning og listir | 22.11.2007 | 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Síðustu dögum hef ég eytt í sveitasælu. Baðstofufólkið lagði land undir fót og fór í djúpnæringarspunaveislu út fyrir borgarmörkin. Verkið var krufið til mergjar og verður að segja að það er helvíti mikið kjöt í þessu, baðað upp úr bjór og drullu.
Eftir ferðina brennur á mér ein spurning:
Hvernig í andskotanum lifðu íslendingar af átjándu öldina?
Menning og listir | 20.11.2007 | 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Konan Áður frumsýnt í kvöld á Smíðaverkstæðinu. Mitt annað verkefni hjá Musterinu og mitt fyrsta sem karakter í mútum. Mjög spennó.
Ég er tilbúinn og hlakka til.
"gangi mér vel"
Fjúúúúúúúúúúúúúúú (flaut)
Makbeð.
Menning og listir | 16.11.2007 | 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hilmar Guðjónsson leikaranemi og bassaleikari hljómsveitarinnar Siðrof var stoppaður á gangi um daginn og spurður af tónlistarnema hvort að hann sé ekki í hljómsveitinni sem var að æfa um daginn. Himmi játti því og kom tónlistaneminn með undarlegt hrós. Hann fór að tala um hve sándið hjá Siðrofi hafi verið flott, að þetta væri svona sánd sem að allar hljómsveitir séu að reyna að ná.
"Til dæmis The Strokes, þeir svona þykjast ekki kunna á hljóðfærin sín en þið, þið bara virkilega kunnið ekki á þau."
... takk fyrir það.
Menning og listir | 13.11.2007 | 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Menning og listir | 13.11.2007 | 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er búinn að vera að röfla um að þetta sé á næsta leiti í þónokkurn tíma. Ekki nógu gott.
Þó svo að um greinilegan vitleysing sé að ræða á fullt af fólki eftir að taka þesu fagnandi og einungis tímaspursmál hvenær þetta verður að alvöru vandamáli.
Menning og listir | 7.11.2007 | 03:21 (breytt kl. 14:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í tilefni af nálægu afmæli Jónasar Hallgrímssonar langar mig að viðra umdeilda skoðun mína: Sjálfstæði íslendinga var mistök. Við værum betur sett undir dönsku krúnunni (líkt og alþingismenn eru reyndar í orðins fyllstu merkingu). Við værum til að mynda laus við þessa blessuðu krónu okkar sem er svo vonlaus að það má ekki einusinni tala um hana þá fellur hún. Bjór væri seldur í öllum sjoppum, landsliðið okkar væri eiginlega alltaf á HM í fótbolta og við hefðum fagnað sigri í Júróvisjón hér um árið. Við værum líka laus við alla rónanna. Það er nefnilega miklu betra að vera róni í Köben heldur en Reykjavík. Til eru dæmi um íslendinga sem flutst hafa "búferlum" til Hafnar í þeim tilgangi einum að verða rónar.
Við værum líka sameinuð þjóð. Stoltir íslendingar undir hæl danska heimsveldissins, kúgaðir og niðurlægðir. Andúðin á stjórnvöld grasseraði undir niðri, leynifundir haldnir um hvernig væri best að sprengja krúnuna og draga dannebro niður af stjórnráðinu. Listir og menning myndu blómstra í ritskoðuðu alríki Margrétar. Leynilegar leiksýningar þar sem helvítis drottningin væri hengd í hverri sýningu og kalhæðin skilaboð sem sýndu eitraðan húmor íslendinga yrðu daglegt brauð á veggjum borgarinnar. Við hefðum sameiginlegt markmið, eitthvað til að berjast fyrir....Sjálfstæði! Því ekki myndum við sætta okkur við að vera danir. Danir eru leiðinlegir, allavega ekkert ligeglad. Danir eru bara latir þjóðverjar.
Íslendingar þyrftu nefnilega á smá flís í annan fótinn að halda, eitthvað sem minnir okkur á að lífið er erfitt. Góðærisfyllerý síðustu ára hefur blindað okkur öll. Við setjum heimsmet í að kaupa leikföng þegar ný dótabúð opnar, ekki af því að þau séu eitthvað ódýrari þar en annarsstaðar, búðin er bara svo stór. Undirskriftarlistar fara í gang þegar hjálpa á heimilislausu fólki af götunni ("alveg nauðynlegt en bara ekki í minni götu") og Davíð Oddson líkir verðbólgustríðinu við Þorskastríðið, "stríð sem að við höfum ekki efni á að tapa".
Mikið væri gaman ef að þjóðfélagsumræðan myndi ekki snúast um peninga á einn eða annan hátt heldur eitthvað stærra og göfugra...
Menning og listir | 6.11.2007 | 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)